Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |30| Könnun á nærsamfélaginu, bls. 46 Hæfniviðmið að nemendur geti: • rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Þekking á nærsamfélaginu er bæði mikilvæg, spennandi og áhugaverð. Kannski uppgötva nemendur eitthvað nýtt sem þeir hafa ekki séð áður eða hugsað um í tengslum við sitt nánasta nágrenni? Hvað eru laun?, bls. 47 Hæfniviðmið að nemendur geti: • rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Við skoðum nánar hugtök sem tengjast launum og tekjum. Slík hugtök geta til dæmis verið: Kjarasamningur - Samtök atvinnurekenda - Samtök launafólks – Lagasetning – Lágmarkslaun – Lífaldur - Starfsaldur – Kjör – Ráðningarsamningur – Launaseðill – Útborgun - Launatengd gjöld – Sundurliðun - Vinnutími – Launaliðir – Frádráttur - Staðgreiðsla skatta - Opinber gjöld – Lífeyrissjóðsgjöld - Iðngjald til stéttarfélags – Nettólaun – Bankareikningur. Sömu laun fyrir sömu störf?, bls. 49 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval Laun eru eitt af því sem getur skipt nemendur máli varðandi val á námi eða starfi. Í þessari æfingu skoðum við fjölda starfsgreina með tilliti til launa- og launamunar. Við notum peningana okkar í þetta, bls. 52 Hæfniviðmið að nemendur geti: • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð Að geta reiknað í náms- og starfsfræðslu þýðir að nota tölulegt efni um hagræna þætti vinnunnar og tölfræði sem snýr að viðfangsefninu. Að geta lesið í náms- og starfsfræðslu felur í sér að skilja, skipuleggja og nota upplýsingar úr textum, myndum, myndböndum og öðrum miðlum, sem varða menntun, störf og lífshætti. Það felur einnig í sér að meta hvort heimildir séu trúverðugar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=