Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |29| Veldu fjögur störf til að kanna nánar, bls. 42 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf Nemendur kynna sér vel fjórar starfsgreinar. Notuð eru lýsingarorðin sem farið hefur verið í og skoðuð verkefni sem skipta máli í tengslum við starfsgreinarnar. Athyglisverðir möguleikar, bls. 43 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Hér kafa nemendur aðeins dýpra í starfsgreinarnar og hugmyndir sínar um þær hingað til. Út frá því er skoðað hvaða starfsmöguleikar eru til staðar og hvort það séu aðrir tengdir kostir á starfssviðinu. Tilgangurinn er að setja á blað hugsanir sem ekki hafa komið upp áður. Allt sem er uppi á borðum er auðveldara að vinna með eða þróa áfram. Við erum lent á eyðieyju, bls. 44 Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð Verkefnið snýr að upplifun af störfum og starfsstéttum. Nemendur hafa oft skoðanir á starfsgreinum út frá því samfélagi sem þeir búa í og samhenginu sem þeir alast upp í. Hvernig myndi þetta breytast ef nemendur þyrftu að búa til nýtt samfélag á eyðieyju? Að sækja um starf, bls. 45 Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað atvinnuauglýsingar, skrifað ferilskrár og umsóknir og kynnt sér hvað einkennir gott atvinnuviðtal Nemendurnir fá stutta kynningu á gerð ferilskrár, að skrifa atvinnuumsókn og mæta í viðtal. Þetta er færni sem þarf að æfa og gott er að þróa með tímanum. Meðfylgjandi myndbönd fjalla um hvernig heppilegt er að koma fram í atvinnuviðtali og hvernig vinna má í sjálfum sér ef það eru aðstæður sem okkur finnast óþægilegar. Gott er að sýna nemendum nokkur dæmi um sniðmát að ferilskrám og skemmtilegar uppsetningar, til dæmis á Canva til að leika sér með. Einnig að einblína á styrkleika nemenda og félagsstörf þar sem um mjög unga nemendur er að ræða og starfsreynsla þeirra yfirleitt lítil. Algengar spurningar í atvinnuviðtölum Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað atvinnuauglýsingar, skrifað ferilskrár og umsóknir og kynnt sér hvað einkennir gott atvinnuviðtal Hér má finna lista yfir algengar spurningar sem gætu komið upp í atvinnuviðtali. Það er auðvitað erfitt að sjá allt fyrir en að undirbúa sig fyrir mismunandi útfærslur og heyra sjálfan sig svara þessum spurningum getur hjálpað nemendum til undirbúnings í slíkum aðstæðum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=