Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |28| Samskipti í atvinnulífinu, bls. 40 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Vangaveltur um það hvaða hlutverki samskipti gegna innan mismunandi starfsgreina. Störf tengd námsgreinunum, bls. 41 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf «Til hvers erum við að læra þetta» er algeng spurning sem heyrist stundum frá nemendum. Jafnvel góð markmið og virk námskrá koma ekki í veg fyrir að einhverjir þættir námsins geti leitt til slíkra spurninga. Í þessu verkefni koma nemendur sjálfir með uppástungur um gagnsemi einstaka námsgreina grunnskólans í tengslum við áframhaldandi nám og tengsl námsfaganna við starfsgreinar. Skora þarf á nemendur að velja ekki augljósustu dæmin sem þeim detta í hug. 9. bekkur 2. hluti: Náms- og starfsferillinn þinn nú og til framtíðar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=