Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |27| Venjur þínar, bls. 34 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals • nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum Venjur eru eitthvað sem við gerum án umhugsunar. Sumar venjur geta verið góðar fyrir okkur en aðrar eru verri. Í þessu verkefni verða nemendur að skoða hvernig þeir verja tíma sínum á nokkrum mikilvægum sviðum. Einnig er þeim kynnt SÓL-líkanið, sem samanstendur af þremur skrefum til að vinna með stærri breytingar. Líkanið er hægt að nota til að marka stefnu til að breyta einhverju, til dæmis slæmum ávana. Jafningjaleiðsögn og virk hlustun, bls. 37 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Jafnóðum og nemendur verða smám saman fróðari um sjálfa sig, menntakerfið og atvinnulíf geta þeir einnig hjálpað hverjir öðrum. Með því að læra aðferðir til að eiga betri samtöl sín á milli geta þau lagt sitt af mörkum til að leiðbeina hvert öðru. Þannig geta þau mætt betur undirbúin næst þegar þau hitta náms- og starfsráðgjafa eða vinna í hópum með náms- og starfsfræðslutengd málefni. Hér er lögð áhersla á virka hlustun nemenda, að spyrja góðra opinna spurninga og hvernig fara má dýpra inn í samtalið með því að nota ákveðna tækni. Með áherslu á þetta geta nemendur reynt sig bæði í hlutverki ráðþega (sá sem segir frá) og ráðgjafa (sá sem hlustar og spyr). Þannig kynnast þeir hlutverkunum og æfa tækni til virkrar hlustunar. Hlusta Spyrja Þrep 1 – Innri hlustun ENDURTAKA: Við orðum það sem viðmælandinn segir, annaðhvort með eigin orðum eða með því að endurtaka það sem sagt var. Við erum enn í aðalhlutverki. Heyrum okkar innri hugsanir; um þarfir, áhuga og gildi til viðbótar því sem hinn aðilinn segir. SPEGLUN: Getur verið stutt samantekt á því sem viðmælandinn hefur sagt. Gæti líka speglað líkamstjáningu viðmælanda sem er í brennidepli. Þrep 2 – Einbeitt hlustun NOTA LYKILORÐ: Lykilorð hafa sérstaka merkingu fyrir viðmælandann. Endurtaktu eða notaðu þau í spurningum. Viðmælandi er aðalpersónan. Við hlustum nákvæmlega á það sem hinn aðilinn segir, út frá sjónarhorni viðkomandi; gildum, óskum og viðhorfum. Settu þig í stellingar og hlustaðu. SKÝRA: Staðfestu hvort þú hefur skilið viðmælanda rétt eða ekki. Aðstoðaðu viðkomandi við að skýra hugsanir sínar betur. Þrep 3 – Óyrt hlustun STOPPA OG AFTUR Á RÉTTA LEIÐ: Láttu viðmælanda vita að það þurfi að stoppa og leiddu síðan samtalið aftur að aðaltilgangi þess. Opið form hlustunar. Taka eftir líkamstjáningu, rödd og málfari. Getur tengst staðreyndum, svipbrigðum eða raddblæ. KJARNINN: Samantekt á því sem þú telur vera kjarna málsins, eða biðja viðmælanda um að draga saman kjarnann.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=