Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |26| Sjálfsmynd, bls. 27 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Nemendur nota eigin sköpunargáfu til að teikna og skrifa um mismunandi hliðar á sjálfum sér. Hvatt er til þess að þau vinni eins ítarlega og nákvæmt og mögulegt er. Litir geta hjálpað til við að undirstrika ákveðnar áherslur. Ákvarðanataka – 10 skref að betra vali, bls. 28 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Ákvarðanataka er mikilvæg. Í þessu verkefni kynnast nemendur aðferð sem inniheldur tíu skref í átt að betur rökstuddu vali. Varðandi smávægilegar ákvarðanir dags daglega duga sennilega nokkur þessara skrefa. Stærri ákvarðanir kalla jafnvel á að liggja vel yfir hverju þeirra. Stórum ákvörðunum fjölgar eftir því sem nemendur verða eldri. Þá getur verið gott að hafa kynnst leiðum sem geta hjálpað þeim við að greina möguleika og skýra hina ýmsu valkosti. Jafnvægishjólið, bls. 30 Hæfniviðmið að nemendur geti: • nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum ABCDE-aðferðin þjálfar nemendur í að forgangsraða tíma sínum. Í þessu verkefni þarf að hugsa um hvernig nemendur nýta tímann, skipt niður á átta mismunandi svið. Þau verða líka að velta fyrir sér hvort þetta sé ákjósanleg tímanýting eða hvort sé hægt að forgangsraða einhverju öðruvísi. Hvað ákveða þau að gera?, bls. 31 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Þetta verkefni inniheldur fimm litlar sögur sem nemendur eiga að velta fyrir sér. Í öllum sögunum stendur fólk frammi fyrir ákveðnu vali. Mikilvægt atriði hér er að í margs konar aðstæðum, þar sem við stöndum frammi fyrir ákvörðun, er erfitt að greina alla kosti og haga sér fullkomlega rökrétt. Ákvörðunum fylgja afleiðingar, bæði fyrir okkur sjálf og aðra nálægt okkur, og valið hefur þannig áhrif á tilfinningar okkar. Nota skal 10 skref að betra vali til að greina valkostina sem fólkið hefur. Samskipti, bls. 33 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Við skoðum nánar hugtakið samskipti og hvernig samskipti fólks virka við mismunandi aðstæður í daglegu lífi. Tilgangurinn er að benda á að samskipti eru færni sem hægt er að bæta með því að æfa sig og að það eru margir þættir sem geta stuðlað að því að gera samskipti okkar skýrari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=