Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |25| Áhugi, bls. 16 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér skoðum við áhugasvið nemenda enn betur og hvernig þau geta gefið nemendum hugmyndir um framtíðarmöguleika í námi og starfi. John Holland þróaði RIASEC-líkanið. Við notum það sem grunn í þessari æfingu. Grunnprófíllinn er upphafspunktur samtals um það sem nemendur segjast hafa gaman af að gera og tengingu þess við hugsanleg störf eða starfsvið. Prófíllinn er nokkurs konar blanda þess sem hver og einn nemandi gæti hugsað sér að gera eða sinna. Þannig er hægt að byrja og á leiðinni síðan kanna hvað leynist á bak við fleiri dyr að námsleiðum og störfum til að rannsaka nánar. Hér er listi sem inniheldur nokkrar stuttmyndir um mismunandi áhugasvið. Hægt er að sýna myndirnar í stórum sal eða sem hluta af hefðbundinni bekkjarkennslu. Spurningar til að ígrunda gætu verið: Hvernig passa áhugamál þín við það sem lögð er áhersla á í myndböndunum? Eiginleikar og persónueinkenni, bls. 20 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í 8. bekk unnu nemendur með nokkur orð sem lýsa eiginleikum. Í þessari æfingu stækkum við þá mynd aðeins. Sumir þessara eiginleika geta opnað á samtal eða umræður um kynbundna þætti. Mikilvægt er að skapa opinn og góðan umræðuvettvang svo að nemendur geti komið skoðunum sínum á framfæri. 24 styrkleikar, bls. 22 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í þessu stóra verkefni skoðum við nánar hvernig nemendur geta velt fyrir sér eigin styrkleikum og lýst þeim með orðum. Kannski finnst hér eitthvað sem nemendur vissu að þeir væri góðir í, án þess að hugsa endilega um hvort það væri eitthvað sem hægt væri að nýta sér til framdráttar? Kannski eykst meðvitund um það sem hægt er að bæta? Það sem mestu máli skiptir hér er sá útgangspunktur að finna út úr því í hverju nemendur eru nú þegar nokkuð góðir og vinna með þá þætti. Þessu er oft öfugt farið, þegar nemendum er sagt hvað upp á vantar og þeim sagt að vinna í að laga það. Sjónarmið sem byggja á styrkleikum eru oft meira hvetjandi en skoðanir þar sem einblínt er á veikleikana. Markmiðið er að komast að helstu styrkleikum sem einkenna hvern nemenda. Á vefsíðunni viacharacter.org er að finna ítarlegri lýsingar á mismunandi styrkleikum á ensku. Þar er líka könnun til að finna styrkleikana, en hún krefst innskráningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=