Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |24| Til nemenda Eitt af því mikilvægasta sem þarf að hugsa um í tengslum við stærri verkefni, eða þegar þú kemur út á vinnumarkaðinn, er hvernig þú forgangsraðar tímanum. Mikilvægt er að mæta á réttum tíma í vinnuna en einnig að hafa nægan tíma til að sinna þeim verkefnum sem fyrir liggja hverju sinni. Kennarar í framhaldsskólum segja að þetta sé hvað erfiðast fyrir marga nemendur. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. Settu saman lista til að hafa yfirsýn eða haltu tímadagbók Að skrifa niður verkefni, fundi eða aðrar skyldur hefur ýmsa kosti. Það minnir þig á hvað þú þarft að gera og kemur í veg fyrir að þú gleymir einhverju. Verður líka til þess að þú stressast ekki eins yfir því að þurfa að muna allt. Forgangsraðaðu verkefnum Leggðu áherslu á að klára mikilvægustu verkefnin fyrst, ásamt þeim sem taka minnstan tíma. Ef þú ert með nokkur mikilvæg verkefni er best að vinna þau fyrst til að hreinsa til í höfðinu áður en kemur að restinni. Hér getur ABCDE-aðferðin hjálpað við að forgangsraða. Sjá næsta lið. Skiptu stórum verkefnum upp í smærri þætti Stór verkefni fram undan geta virkað ofviða á mann. Að skipta þeim upp í minni undirverkefni er hjálplegt við að byrja, sem oft er erfiðasti hlutinn. Stundum getur hjálpað til að búa til SMART-markmið, sjá blaðsíðu 118. Reyndu að takmarka það sem truflar einbeitinguna Fylgstu í nokkra daga með því hversu miklum tíma þú eyðir í hluti á borð við samfélagsmiðla eða sjónvarp. Svo tekur þú út þá truflandi þætti sem þér líka ekki, eða sem skilja lítið eftir og notar tímann í eitthvað mikilvægara. Notaðu vekjara til að skipuleggja pásur og hvenær tími er kominn til að byrja að vinna aftur. Ef ekki er hægt að minnka truflun skaltu fjarlægja þig frá henni Ef þú veist að þú verður samt annars hugar þarftu að fjarlægja þig frá því sem truflar. Settu skýr mörk á milli vinnu og tómstunda með því að setja upp „Ónáðið ekki“ skilti á hurðina, setja símann á flugstillingu eða vinna annars staðar en þar sem sjónvarpið er. Við erum öll svolítið einstök þegar kemur að því að einbeita sér. Gerðu þær breytingar sem þú þarft til að geta einbeitt þér almennilega. Taktu þér frí inni á milli Gerðu ráð fyrir að mæta 15 mínútum fyrr þangað sem þú þarft að mæta og taktu með þér eitthvað að gera ef þú skyldir þurfa að bíða. Slík gæðastund hjálpar þér smám saman við að draga úr streitu, þar sem þú lærir að skipuleggja tímann af meiri nákvæmni. Ef þú ætlar að ná fullkomnun í öllum verkefnum þínum nærðu ekki að klára þau öll. Reyndu frekar að gera allt með viðunandi hætti. Þú getur síðar bætt um betur ef þú hefur tíma og aðstæður leyfa. Tímaskipulag Að skipuleggja og nota tíma sinn vel skiptir miklu varðandi námsárangur og velgengni. Það er mikilvægt að þú stjórnir tíma þínum en látir hann ekki stjórna þér. Þetta geturðu gert með því að setja upp tímaáætlun, til dæmis dagsáætlun, vikuáætlun og/eða langatímaáætlun. Víða er hægt að finna eyðublöð fyrir slíkar áætlanir og oftast er farið yfir tímaskipulag í námstækni. Til íhugunar Í hverju af þessu liggja þínir styrkleikar? Í hverju þarftu að vinna til að bæta þig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=