Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |23| Tilfinningar annarra, bls. 13 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Samkennd og tilfinningagreind eru hæfileikar sem víða eru í miklum metum og jafnvel í fleiri starfsgreinum en koma fyrstar upp í hugann. Í viðtali árið 2017 sagði Yuval Noah Harari (höfundur bókanna Sapiens og Homo Deus) að með framtíðina í huga fyndist honum að menntakerfið ætti að fjárfesta í þjálfun tilfinningagreindar. Það rökstuddi hann þannig að framtíðarnemendur og fagfólk þyrftu gott andlegt jafnvægi til að takast á við erilsaman heim stöðugra breytinga og þróunar. Hér skoða nemendur nánar hvernig vinna má með eigin tilfinningagreind og nýta hana í samskiptum. Tengslanetið mitt, bls. 14 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Við rifjum upp þessa æfingu sem fjallar um mismunandi samskipti og tengsl. Nemendur skoða hvort eitthvað nýtt hafi gerst í þessu samhengi, hvort eitthvað sé óbreytt frá því í 8. bekk og hvað hafi hugsanlega breyst. Hér er gott tækifæri til að velta frekar fyrir sér mikilvægi góðra og sterkra tengsla við annað fólk. Í ensku spakmæli segir: It’s not what you know, but who you know. Hvað gæti þetta haft að segja fyrir nemendur í framtíðinni? ABCDE-aðferðin, bls. 15 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Þessi aðferð byggir á fyrra verkefni. Í ABCDE-aðferðinni verða nemendur að hugsa um hverju er mikilvægt að forgangsraða og hvaða viðfangsefni megi jafnvel vera neðar á forgangslistanum. Sem aukaverkefni má vinna í því hvernig nemendur forgangsraða tíma sínum, hverju þau eru góð í og hvar þau þurfi að leggja meira á sig. Hér eru nokkur ráð til að skipuleggja tímann betur: Ráð til að skipuleggja tíma þinn betur Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Eiginleiki sem verður sífellt mikilvægari eftir því sem nemendur verða eldri er getan til að skipuleggja sig þannig að verkefnum sé skilað á réttum tíma, tekinn sé frá tími til að læra fyrir próf og dagurinn skipulagður og verkefnum forgangsraðað þannig að allt gangi upp. Hér eru nokkur ráð til að vinna eftir til að ná betri árangri í þessu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=