Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |22| Tilfinningar frá A til Ö, bls. 8 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Niðurstöður rannsókna benda til að það finnist ákveðinn fjöldi grunntilfinninga. Það eru stór hugtök sem lýsa mismunandi tilfinningalegu ástandi okkar. Slíkar tilfinningar finnast þvert á menningarheima eða tungumál og er því hægt að lýsa sem mjög almennum. Allar tilfinningar eru okkur mikilvægar. Þó að sumar geti verið óþægilegar eða virkað neikvætt á okkur eru erfiðar tilfinningar ekki eitthvað til að reyna beinlínis að forðast. Tilfinningarnar eru tjáning þess hvernig okkur líður. Frekar en að forðast þær ættum við velta fyrir okkur áhrifum þeirra. Kannski getum við lært að færa í orð hvernig okkur líður? Við notum talsvert pláss hér til að sýna hvernig við getum lýst mismunandi blæbrigðum grunntilfinninga með orðum. Hvaða önnur orð er hægt að nota til að lýsa reiði, gleði eða undrun? Tilfinningadagbók, bls. 10 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Til þess að æfa sig í að orða og lýsa tilfinningum eiga nemendur að skrifa niður lykilorð eða orðasambönd og fylgjast með því hvernig þau bregðast við mismunandi í aðstæðum í eina viku. Það gæti verið gott að vinna með einhverjum samkennara ef þú hittir námshópinn ekki mjög oft. Auðveldara er að fá alla nemendur til að skrifa um eigin reynslu og tilfinningaleg viðbrögð ef það er gert á nokkurn veginn sama tíma dag hvern. Hvað er ég að hugsa? Um hvað hugsar þú?, bls. 11 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér skoðum við nánar hvernig sömu aðstæður geta kallað fram mismunandi tilfinningaviðbrögð og lausnir. Nemendurnir fá að tala um hvað þeir hefðu gert en heyra einnig um aðrar lausnir frá samnemendum. Hvað er sameiginlegt? Hver er mest skapandi lausnin? Varaáætlunin mín, bls. 12 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Nemendur fylgja fyrra verkefni eftir, með því að búa til sínar eigin aðstæður og deila með öðrum. Hvernig er hægt að leysa úr málum á mismunandi vegu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=