Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |21| Sjálfstal, bls. 6 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Við skoðum aftur æfinguna um innra samtalið. Nemendur hafa nú lokið einu ári á unglingastigi. Þau eru bæði andlega og líkamlega þroskaðri, orðin öruggari um veru sína í unglingadeild og umgengni við smáa sem stóra hópa samnemenda. Kannski hefur innra samtalið breyst samhliða og kannski er enn eitthvað óbreytt? Nemendur skoða nánar sitt innra samtal og eru hvattir til að velta fyrir sér hvað hafi mögulega breyst og hvernig þau finna fyrir þeirri breytingu. Tilfinningar, bls. 7 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í félagsskap með öðrum finnum við oft fyrir ólíkum tilfinningum sem geta breyst frá degi til dags, bæði gagnvart fólki og aðstæðum. Við byggjum ofan á æfingu frá því í 8. bekk og skoðum enn betur hvað tilfinningar hafa að segja um það hvernig við tengjumst öðru fólki og högum okkur við mismunandi aðstæður. Einnig eru nemendur hvattir til að kanna hvort eitthvað hafi breyst á árinu sem hefur liðið. Hér er gott að nefna að ekki er verið að leita eftir „réttum svörum“ þar sem við getum öll upplifað mismunandi tilfinningar við ákveðna aðstæður. 9. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og sjálfstjórn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=