Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |20| Fjögur störf sem þig langar að kynnast, bls. 40 Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til Í þessu verkefni víkka nemendur sjóndeildarhringinn varðandi störf sem þeir þekkja. Upplagt er að nota lýsingarorðin sem þeir lærðu í 1. hluta til að lýsa mismunandi hliðum fagsins. Hvað þykir mikilvægast í vinnunni?, bls. 41 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Í þessu verkefni skoðum við hugtakið stöðu (og framgang í starfi) nánar. Mikilvægt er að hafa í huga að það er fjölbreytileiki starfsgreina sem gerir atvinnulífið og vinnuna að spennandi stað til að vera á. Nemendur munu líklega hafa skoðanir á störfum sem þeir geta eða geta ekki hugsað sér að sinna. Mikilvægt er að draga þetta fram og sjá hvað býr að baki. Nemendur þekkja ólík störf og hafa mismunandi áhuga á þeim. Hvað er það þá sem er mikilvægt til að dafna í starfi? Í töflunni á bls. 41 er athyglisvert að sjá að það sem fólki finnst veita framgang í starfi hér getur jafnvel átt við um fjölda ólíkra starfa. Lögfræðingur, læknir eða arkitekt getur verið mjög góður í því sem hann á að gera og á sama hátt er mikilvægt að sá sem vinnur við þrif, flokkun sorps og þjónustu við viðskiptavini á kassa í verslun geti verið sérfræðingur á sínu starfssviði. Sumir hópar, eins og ræstingafólk, geta jafnvel frekar ráðið úrslitum um hvort sjúkrahús haldi starfsemi gangandi en hvort skurðlæknir veikist einn daginn. Í töflunni kemur einnig fram að atriði sem oft þykja sýna ákveðna „stöðu“ í starfi, eins og staðsetning skrifstofu og aðgengi að fyrirtækisbíl, eru ekki svo ofarlega á listanum samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar. Störf og kynjaskipting, bls. 42 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval Í þessu verkefni er tafla yfir störf sem hlotið hafa háa einkunn hjá þeim sem tóku þátt í könnuninni. Nemendur velja nokkur störf og skoða nánar hvaða eiginleika er krafist, hvers konar menntun veitir góðan undirbúning og hvaða verkefni fylgja starfinu. Enn fremur eiga nemendur að skoða hvernig kynjaskiptingin er í þeim starfsgreinum sem þeir hafa valið sér.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=