Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |19| Teningunum er kastað, bls. 34 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Það er mikilvægur eiginleiki að vera opin fyrir þeim tækifærum sem bjóðast á lífsleiðinni. Að binda sig við eitt markmið án þess að hafa augun opin fyrir öðrum möguleikum getur valdið því að við missum af eða forðumst að sjá möguleika sem gætu reynst mikils virði. Að vera opin fyrir tækifærum, þora að taka áhættu og aðlögunarhæfni eru mikilvægir eiginleikar á náms- og vinnumarkaði nútímans. Æfingin er góð til að leika sér aðeins með þetta. Er þetta vinna? bls. 35 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Í þessari æfingu eru nemendum kynnt alls kyns verkefni sem þeir eru líklega nokkuð góðir í nú þegar. Nemendur ákveða hvort þeir telja að þetta sé verkefni sem mögulegt sé að fá borgað fyrir og hvort þeir gætu sjálfir hugsað sér að starfa við það. Hvers vegna vinnum við? bls. 36 Hæfniviðmið að nemendur geti: • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð • rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög Við skoðum nánar mikilvægi þess að mennta sig og fá vinnu. Þetta er ekki tæmandi texti um ástæður þess að sem flestir hafi vinnu heldur opnar á að það eru margar aðrar ástæður fyrir mikilvægi vinnu en að fá regluleg laun. Hér er einnig ágætt tækifæri til að fjalla almennt um þátttöku í atvinnulífinu og mikilvægi þess fyrir bæði einstaklinga og samfélög, tilgang skatta, svarta atvinnustarfsemi og annað í þeim dúr. Kreditkort – að kaupa dýra hluti bls. 38 Hæfniviðmið að nemendur geti: • notað töluleg gögn í tengslum við viðfangsefni náms- og starfsfræðslu Oft er rætt um samband ungs fólks við kreditkort og fjármál almennt. Í þessu verkefni skoðum við nánar mismunandi leiðir til að fjármagna kaup á dýrum hlutum, til dæmis mótorhjóli. Hvernig munu hinir ýmsu endurgreiðslumöguleikar hafa áhrif á lokaupphæðina? Eru aðrir möguleikar en að nota kreditkort?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=