Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |17| Þægindaramminn, bls. 28 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Það getur verið gott að búa sig undir að gera erfiða hluti, eða hluti sem þú kvíðir fyrir og velur kannski að forðast. Þessu er lýst sem því að stækka þægindarammann. Hér veltum við því fyrir okkur hver þægindaramminn er, hverjar eru afleiðingar þess að vera innan hans og hvað getur verið jákvætt við að stækka hann. Við getum talað um þrjú svæði: þægindasvæðið, teygjusvæðið og streitusvæðið. Nám og þroski fer fram á teygjusvæðinu. Streitusvæðið getur virkað vel fyrir nám ef streitan er jákvæð, en ekki streita sem veldur því að þú forðast að gera hlutina. Erfiðar aðstæður, bls. 29 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Hér er átt við aðstæður sem við getum lent í, annaðhvort með því að bregðast við einhverju sem aðrir gera eða segja, eða einhver annar bregst við einhverju sem við gerum. Með því að draga fram nokkrar slíkar erfiðar aðstæður geta nemendur rætt hvernig þau sjálf myndu bregðast við. Þau fá að heyra hvernig aðrir myndu bregðast við eða hugsa um mismunandi aðstæður. Líklega kemur í ljós að það eru margar leiðir til að bregðast við í mismunandi aðstæðum. Kannski eru einhverjar leiðir sem eru ákjósanlegar og gefa betri árangur en aðrar? Nota má ESH-aðferðina til að vinna með þessar mismunandi aðstæður. Sjálfbærni, bls. 30 Hæfniviðmið að nemendur geti: • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna eru mikilvægt framlag til stefnumótunar svo að komandi kynslóðir upplifi að þær geti mætt þörfum sínum jafn vel eða betur en við gerum í dag. Um er að ræða viðamikið starf á mörgum sviðum. Við val á námi getum við ef til vill einbeitt okkur að þeim markmiðum sem fjalla á mismunandi hátt um menntun og störf, svo sem markmið 4, 5, 8, 9, 10, 12 og 14. Þetta eitt og sér getur tekið lengri tíma en við höfum úr að spila, svo að hér þarf að meta og forgangsraða. Tilvalið er að nota vefsíður Sameinuðu þjóðanna: Upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar Um Sameinuðu þjóðirnar | Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi United Nations | Peace, dignity and equality on a healthy planet SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA SAMVINNA UM MARKMIÐIN HEIMSMARKMIÐIN Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=