Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |16| Hvað getum við lært af styrkleikum annarra?, bls. 26 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Ef nemendur hafa átt erfitt með að fylla allt út í fyrri æfingu gæti verið hugmynd að snúa sér að einhverjum öðrum. Í þessari æfingu velja nemendur sér manneskju til að kynna sér og afla frekari upplýsinga um, út frá spurningunum í verkefninu. Kennari útbýr lista yfir fólk sem nemendur geta nýtt ef þeir eiga erfitt með að fá hugmynd sjálfir. Þetta fólk má sérsníða að nemendum eins og hentar. Þegar niðurstöður eru tilbúnar geta nemendur kynnt viðkomandi og svörin sem þeir hafa fundið við spurningunum. Skemmtilegt afbrigði er að halda nöfnunum leyndum og deila aðeins upplýsingum og svörum við spurningunum fyrst. Hinir nemendurnir geta svo giskað á hvaða manneskju um ræðir. Klappað fyrir þeim sem veit svarið! Að vera við stjórn, bls. 27 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Í þessari æfingu læra nemendur að átta sig á því hverju þeir hafa fulla stjórn á og hvað er þeim algjörlega óviðráðanlegt. Auk þess er gert ráð fyrir að nemendur ræði ýmiss konar erfiðar aðstæður sem geta komið upp í daglegu lífi. Nokkur slík dæmi eru í æfingunni sjálfri og QR-kóðinn dregur fram langan lista með fleiri aðstæðum til umhugsunar og umræðu. Hér eru nokkrar tillögur um hvað má skrifa fyrir utan hringinn og hvað má skrifa inni: Utan hringsins Inni í hringnum Ákvarðanir sem aðrir taka Að ég sinni heimavinnu Hverjum líkar við mig Að ég virði eigur annarra Hvernig aðrir koma fram við mig Að ég sé góður Hæð Að mér sé treystandi Húðlitur Að ég læri fyrir próf Hvernig aðrir hugsa um sjálfa sig Vinirnir sem ég vel Hverjum líkar ekki við mig Ákvarðanir mínar Að aðrir séu góðir Að ég geti fyrirgefið öðrum Hver elskar mig Hvernig ég bregst við áskorunum Fyrri mistök Að reyna aftur Að aðrir séu heiðarlegir Hvernig ég eyði frítíma Að einhver fyrirgefi mér Að ég sinni skyldum mínum Að einhver annar reynir sitt besta Að ég sjái um sjálfa mig Að aðrir biðji um hjálp Að vera heiðarlegur Veðrið Að vinna hörðum höndum Að aðrir biðji mig fyrirgefningar Að ég biðji um hjálp Missir Hvernig ég bregst við öðrum Að ég biðst fyrirgefningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=