Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |15| Höndin, bls. 21 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Sameiginleg æfing, þar sem tvö vinna saman og nemendur þurfa að koma orðum að ólíkum hliðum á sjálfum sér. Sumum spurninganna getur verið auðveldara að svara en öðrum. Hægt er að skora á þau að nota virka hlustun og viðbótarspurningar þegar þau skrifa niður svör hins nemandans. Eiginleikar, bls. 22 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í náms- og starfsfræðslu læra nemendur oft ný hugtök. Í þessari æfingu gæti komið í ljós að margir nemendur átta sig ekki á því hvað sum orð í töflunni þýða. Þá er mikilvægt að þau séu útskýrð vandlega. Það er verra ef nemendur hafa eiginleika sem þá skortir orð yfir og þeir kunna ekki að lýsa. Í þessu verkefni vinna þau tvö og tvö saman að því að nota orðin til að lýsa bæði sjálfum sér og öðrum. Eiginleikar dýra, bls. 24 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Æfing sem byggir á því að geta talað um eiginleika. Hér eru valin nokkur dýr sem hafa mismunandi eiginleika. Tekið skal fram að hér er engin ein niðurstaða og að tillögur allra nemenda eru jafngildar. Á eftir getur verið skemmtilegt að ræða mismunandi eiginleika sem nemendur sjá í hinum ýmsu dýrum. Eru einhver önnur dýr sem hafa aðra eiginleika en þá sem hafa ekki komið fram í umræðunni nú þegar? Til að koma nemendum af stað getur verið gott að hjálpa til með fyrsta dýrið eða nefna annað dýr og eiginleika þess. Dæmi: Fíll er líkamlega sterkur, traustur, þolir streitu, félagslyndur og áreiðanlegur. Styrkleikar mínir og kostir, bls. 25 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér er byggt á sjálfstalsæfingunni (s. 14) og sjálfsmatsdagbókinni (s. 10). Þetta getur verið erfið æfing fyrir suma. Mikilvægt er að hafa í huga að leggja stundum áherslu á styrkleika okkar, í hverju við erum góð, hvaða árangri við höfum náð og upplifun okkar af endurgjöf frá öðrum. Höndin tilheyrir: Fimm orð sem aðrir myndu nota til að lýsa mér: Hvar ég vil vera eftir fimm ár: Staður sem mér líkar að vera á: Fimm hlutir sem ég geri vel: Mikilvæg manneskja í lífi mínu:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=