Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |14| Í þessari æfingu er skorað á gagnrýnandann. Með æfingu getum við mætt gagnrýninni og séð að þetta er eitthvað sem við búum sjálf til, það kemur frá okkar eigin heila. Þannig getum við æft okkur í að hugsa á annan hátt í aðstæðum þar sem við erum sjálfsgagnrýnin, sérstaklega ef það gagnast okkur ekki. Tilfinningar, bls. 15 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér skoðum við nánar hvernig okkur líður í félagsskap fólks. Við erum ekki alltaf að hugsa um tilfinningar. En að fylgjast með og ígrunda hvernig okkur líður við mismunandi aðstæður getur verið gagnlegt til að skilja hvernig og hvers vegna tilfinningarnar koma fram. Gott er að hafa yfirlit mismunandi tilfinninga til að koma nemendum af stað. Dæmi um slíkt má finna hér – Tilfinningakort. Að bregðast við aðstæðum, bls. 16 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Þessi æfing fjallar um hvernig við bregðumst við í aðstæðum sem kunna að virðast krefjandi. Getum við brugðist öðruvísi við? Er skynsamlegt að nota það svar sem fyrst sem kemur upp í hugann? Getur stundum verið gagnlegt að nota þann tíma sem meðvitaða kerfið í heilanum (kerfi 2) gerir okkur kleift, til að hugsa möguleg viðbrögð? Að stjórna eigin viðbrögðum í krefjandi aðstæðum er nokkuð sem allir gætu þurft að æfa. Hér er passlegt að vinna í 3 - 4 nemenda hópum þannig að allir nái að segja sína skoðun. Eins er gott að nota lykilsetningar á borð við „Hvað hugsa ég?“, „Hvað segi ég?“ og „Hvernig hegða ég mér?“. Áhugi, bls. 18 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Mikilvægur þáttur í því að finna sína leið inn í framhaldsnám og starf er að skoða vel eigin áhugasvið. Þá getur nemandi einnig áttað sig á hvað gott er að hugsa um sem möguleg störf eða tekjulind og hverju hægt er að halda sem tómstundaiðkun. Áhugagreiningar geta gefið vísbendingu um hvernig hægt er að nýta áhugann í frekara námi. Tengslanetið mitt, bls. 20 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Við erum félagsverur og því getur verið gagnlegt að skoða hvernig við skynjum þá fjölmörgu einstaklinga og „tengiliði“ sem við kynnumst í lífinu. Sumir eru nærri, aðrir fjarri, sumir endast vel, aðrir skemur. Tengslanet er okkur mikilvægt og getur leikið stórt hlutverk í menntun og atvinnulífi síðar meir. Það getur því verið gott að velta fyrir sér hvernig best er að kynnast nýju fólki og finna aðra með svipuð áhugamál.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=