Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |13| Hvernig fannst þér grunnskólinn, frá 1. til 7. bekkjar?, bls. 9 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Þegar unnið er með samskipti getur verið gott að sjá hvaða hugmyndir nemandinn hefur um vináttu, fullorðna fólkið í grunnskólanum og hvað þeim fannst gaman að gera og hvað þeim líkaði ekki. Æfingin gefur nemendum tækifæri til að segja stutta sögu af sér í skólanum samhliða því að hér kynnumst við því hvernig nota má sögur. Nemendur geta líka verið skapandi með því að myndskreyta einn af textunum sem þeir búa til. Þeir velta fyrir sér ástæðum fyrir vali sínu og hvað þetta segir þeim, í hugleiðingum um sögurnar. Sjálfsmatsdagbók, bls. 10 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í þessu verkefni fylgjast nemendur með eigin tilfinningum í eina viku. Það gæti verið gott að vera í samstarfi við aðra kennara, svo að nemendur geti svarað spurningum hvers dags í öðrum kennslustundum. Heilaskönnun bls. 11 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Allt sem við gerum, upplifum, hugsum, finnum fyrir, segjum o.s.frv. á uppruna sinn í heila okkar. Smávegis þekking um þetta ótrúlega líffæri getur hjálpað til við að ögra hugsun nemenda um það hvernig heilinn virkar. Kannski eru enn einhverjar mýtur í gangi um hinar ýmsu aðgerðir heilans og hvernig við notum hann í daglegu lífi? Rannsóknir á heilanum halda stöðugt áfram. Þó að enn sé margt sem við vitum ekki er víst að við höfum mikil áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum hlutina og flest er hægt að læra, sérstaklega ef við trúum að það sé mögulegt. Heili unglinga er sífellt að þróast og það er kannski sérstaklega mikilvægt að vita aðeins um hinar ýmsu aðgerðir sem eru í gangi. Hér er sérstaklega verið að hugsa um nám, hvatningu og athygli. Þessa þekkingu má til dæmis efla í samstarfi við líffræði- eða raungreinakennslu. Sjálfstal, bls. 14 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér er fjallað um samtalið sem við eigum gjarnan við okkur sjálf og gott að skýra hugtakið „sjálfstal“ út fyrir nemendum og taka dæmi um slíkt, bæði í jákvæðu samhengi sem og í meira krefjandi aðstæðum. Jákvætt og neikvætt sjálfstal tengist því að á unglingsárum erum við oft sérstaklega gagnrýnin á okkur sjálf, sem og síðar á lífsleiðinni. Daniel Khaneman og fleiri fræðimenn tala um kerfi 1 og 2 í heilanum. Kerfi 1 er hið hraða og ómeðvitaða sjálfstal en kerfi 2 vinnur hægar og meðvitað. Það er kerfi 1 sem er gagnrýnið. Það byrjar fljótt að gagnrýna það sem við gerum, segjum og hvernig við bregðumst við. Þetta gæti með öðrum orðum átt við um svokallað neikvætt sjálfstal. Kerfi 2 fellur þá stundum í skuggann eða því er ýtt til hliðar, það er jákvæða sjálfstalinu. Með tímanum venjumst við þessum innri gagnrýnanda þannig að við hættum að velta því fyrir okkur. Heilinn Áhugamál Markmið Örvun Athygli
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=