Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |12| Leið þín um lífið, bls. 6 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Í þessu verkefni er unnið með breytingar. Nemendur sjá að nú þegar hefur fjöldi umbreytinga átt sér stað í lífi þeirra. Á sumu má hafa stjórn en öðru ekki. Lok grunnskóla eru bara ein þeirra umbreytinga sem nemendur hafa upplifað en þær munu verða miklu fleiri í framtíðinni. Það getur verið lærdómsríkt að draga fram einhverja punkta og velta þeim fyrir sér, til dæmis hvaða skref voru tekin til að gera umskiptin sem auðveldust og þægilegust. Umskipti sem tengjast náms- og starfsferli geta til dæmis verið þegar skipt er á milli skólastiga, vegna búferlaflutninga eða breytinga sem tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Störfin sem þú þekkir, bls. 8 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf Hér er aðferðin ESH (einstaklingsvinna, samvinna, hópvinna) kynnt. Þar vinna nemendur fyrst einir, síðan tvö og tvö og svo loks allur hópurinn saman. Allir leggja sitt af mörkum og munu væntanlega nefna fjölda starfa. Umræða um hvar þeir heyrðu um störfin getur vakið upp hugleiðingar sem gott getur verið að hlusta á og fá upplýsingar frá öðrum til viðbótar við það sem þau hafa nú þegar. 8. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og sjálfsþekking

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=