Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |11| Viðaukar og íslenska þýðingin Norsku kennsluleiðbeiningunum, og í raun efninu öllu, fylgja töluverðir viðaukar. Hluta þess höfum við þýtt og staðfært en annað bíður betri tíma enda aðstæður varðandi náms- og starfsfræðslu hér ólíkar stöðu mála í Noregi. Rétt er hins vegar að vísa áhugasömum á vefsíðu höfunda; Kanvigodt.no. Íslensk útgáfa þessa kennsluefnis átti sér talsverðan aðdraganda en á norsku hefur bókin komið út frá árinu 2004 og verið endurskoðuð ár frá ári. Við fylgdumst lengi vel með úr fjarlægð en stukkum til þegar færi gafst. Við þökkum Þróunarsjóði námsgagna fyrir að gera okkur kleift að hefja þessa vinnu og Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar fyrir að styðja gerð kennsluleiðbeininga. Miðlunarsviði Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu er að lokum þakkað afar ánægjulegt samstarf sem og öðrum sem að verkinu komu. Í upphafi jólaföstu 2024, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og Arnar Þorsteinsson, náms- og starfsráðgjafar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=