Ég og framtíðin Kennsluleiðbeiningar Bækur 1, 2 og 3 Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |2| Ég og framtíðin 1–3 Kennsluleiðbeiningar ISBN 978-9979-0-2979-3 © 2024 Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Gerð efnisins var styrkt af Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar. Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Faglegur yfirlestur: Rósa Siemsen, náms- og starfsráðgjafi. Málfarslestur: Skriftir Umbrot og hönnun: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Allur réttur áskilinn
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |3| Efnisyfirlit Umefnið..................... 5 Náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðsla . . . . . . . . . . ....... 6 Norska námskráin . . . . . . . . . ...... 7 Hæfniviðmið..................8 «Ég og framtíðin» – uppbygging . . . . . . . . 9 Þriggja ára áætlun í náms- og starfsfræðslu . 10 Tillaga að kennsluáætlun í náms- og starfsfræðslu................. 10 Viðaukar og íslenska þýðingin . . . . . . . . . 11 8. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og sjálfsþekking . 12 Leiðþínumlífið,bls.6 . . . . . . . . . . . 12 Störfin sem þú þekkir, bls. 8 . . . . . . ...12 Hvernig fannst þér grunnskólinn, frá 1. til 7. bekkjar?, bls. 9 . . . . . . ....13 Sjálfsmatsdagbók, bls. 10 . . . . . . . . . . 13 Heilaskönnun bls. 11 . . . . . . . . .....13 Sjálfstal, bls. 14 . . . . . . . . . . ......13 Tilfinningar, bls. 15 . . . . . . . . . .....14 Að bregðast við aðstæðum, bls. 16 . . . ..14 Áhugi, bls. 18 . . . . . . . . . . . ......14 Tengslanetið mitt, bls. 20 . . . . . . . . . . 14 Höndin, bls. 21 . . . . . . . . . . ......15 Eiginleikar,bls.22 . . . . . . . . . . . . . . 15 Eiginleikar dýra, bls. 24 . . . . . . . . . . . 15 Styrkleikar mínir og kostir, bls. 25 . . . . ..15 Hvað getum við lært af styrkleikum annarra?, bls. 26 . . . . . . . . . . .....16 Að vera við stjórn, bls. 27 . . . . . . . . . . 16 Erfiðar aðstæður, bls. 29 . . . . . . . ....17 Sjálfbærni,bls.30. . . . . . . . . . . . . . 17 8. bekkur 2. hluti: Atvinna og störf . . . . . . 18 Þrjár óskir, bls. 32 . . . . . . . . . . .....18 Hvað er vinna? bls. 33 . . . . . . . . ....18 Teningunum er kastað, bls. 34 . . . . . ...19 Er þetta vinna? bls. 35 . . . . . . . . ....19 Hvers vegna vinnum við? bls. 36 . . . . ..19 Kreditkort – að kaupa dýra hluti bls. 38 . . 19 Fjögur störf sem þig langar að kynnast, bls. 4020 Hvað þykir mikilvægast í vinnunni?, bls. 41 20 Störf og kynjaskipting, bls. 42 . . . . . ...20 9. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og sjálfstjórn . . . 21 Sjálfstal, bls. 6 . . . . . . . . . . . ......21 Tilfinningar, bls. 7 . . . . . . . . . . .....21 Tilfinningar frá A til Ö, bls. 8 . . . . . . ...22 Tilfinningadagbók, bls. 10 . . . . . . ....22 Hvað er ég að hugsa? Um hvað hugsar þú?, bls. 11 . . . . . . . . 22 Varaáætlunin mín, bls. 12 . . . . . . ....22 Tilfinningar annarra, bls. 13 . . . . . . ...23 Tengslanetið mitt, bls. 14 . . . . . . . . . . 23 ABCDE-aðferðin, bls. 15 . . . . . . . ....23 Ráð til að skipuleggja tíma þinn betur . . . 23 Til nemenda . . . . . . . . . . . . ......24 Áhugi, bls. 16 . . . . . . . . . . . ......25 Eiginleikar og persónueinkenni, bls. 20 . . .25 24 styrkleikar, bls. 22 . . . . . . . . .....25 Sjálfsmynd, bls. 27 . . . . . . . . . .....26 Ákvarðanataka – 10 skref að betra vali, bls.28. . . . . . . . . . . . . ........26 Jafnvægishjólið, bls. 30 . . . . . . . . . . . 26 Hvað ákveða þau að gera?, bls. 31 . . . . . 26 Samskipti, bls. 33 . . . . . . . . . . .....26 Venjurþínar,bls.34. . . . . . . . . . . . . 27 Jafningjaleiðsögn og virk hlustun, bls. 37 . . 27 9. bekkur 2. hluti: Náms- og starfsferillinn þinnnúogtilframtíðar . . . . . . . . . . . . 28 Samskipti í atvinnulífinu, bls. 40 . . . . ...28 Störf tengd námsgreinunum, bls. 41 . . ..28 Veldu fjögur störf til að kanna nánar, bls. 4229 Athyglisverðir möguleikar, bls. 43 . . . . ..29 Við erum lent á eyðieyju, bls. 44 . . . . . . 29
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |4| Að sækja um starf, bls. 45 . . . . . . ....29 Algengar spurningar í atvinnuviðtölum . . .29 Hvað eru laun?, bls. 47 . . . . . . . . ....30 Sömu laun fyrir sömu störf?, bls. 49 . . . . 30 Við notum peningana okkar í þetta, bls. 52 30 Kreditkort – að innrétta íbúð, bls. 55 . . . .31 Störf fólks – Virðing, bls. 56 . . . . . . ...31 Hver gerir hvað á heimilinu?, bls. 57 . . . .31 Staðaogstörf,bls.58. . . . . . . . . . . . 32 Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri?, bls. 61 . . . . . . . ....32 Skoðaðu lífsbókina þína, bls. 62 . . . . ...32 Hverjir eru draumar þínir?, bls. 64 . . . . . 32 Framtíðarsýn, bls. 66 . . . . . . . . .....33 10. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og náms- og starfsferillinn þinn . . . 34 Sjálfstal, bls. 6 . . . . . . . . . . . ......34 Gildi,bls.7.................. 34 Gildahringur, bls. 9 . . . . . . . . . .....35 Störf og gildi, bls. 10 . . . . . . . . .....35 Störf tengd raungreinum, bls. 12 . . . . ..35 SVÓT-greining, bls. 14 . . . . . . . . . . . . 36 SMART markmiðasetning, bls. 16 . . . . ..36 Draumastörfin mín, bls. 17 . . . . . . . . . 37 Blómið: Hver nemandi forgangsraðar útfráeiginóskum. . . . . . . . . . . . . . 37 Reynsluhótelið – mín mörgu hlutverk, bls.18. . . . . . . . . . . . . ........38 Framtíðarstörf, bls. 22 . . . . . . . . ....38 Margt er um að velja, bls. 24 . . . . . . . . 39 Ísjaki – mannkostir, bls. 26 . . . . . . ....39 Verðleikar, færni og kynjaímyndir bls. 30 . . 40 10. bekkur 2. hluti: Framhaldsskólanám ogleiðináfram.................41 Aðlifalífinu,bls.33. . . . . . . . . . . . . 41 Ákvarðanataka – 10 skref að betra vali, bls.35. . . . . . . . . . . . . ........41 Skólakerfið, bls. 38 . . . . . . . . . .....41 Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – önnur umferð, bls. 39 . . . . . . . . ....42 Hvað stýrir vali okkar?, bls. 48 . . . . . ...42 Umsókn um framhaldsskóla, bls. 51 . . . . 42 Hönnunarhugsun, bls. 52 . . . . . . . . . . 43 Frumkvöðlastarf, bls. 55 . . . . . . . ....43
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |5| Ég og framtíðin er þýdd og aðlöguð útgáfa norsku verkefnabókarinnar Min framtid – Arbeidsbok i utdanningsvalg sem kom fyrst út á íslensku, rafrænt í upphafi árs 2024 og í prentaðri útgáfu samhliða þessum kennsluleiðbeiningum í lok sama árs. Á íslensku er rafræna útgáfan aðgengileg bæði í einu hefti og þremur en prentuð í þrennu lagi; eitt hefti fyrir hvern efstu bekkja grunnskólans. Um er að ræða texta og verkefni sem er ætlað að aðstoða við ákvörðunartökuferli námsvals að loknum grunnskóla. Nemendur horfa inn á við en öðlast í leiðinni þekkingu á þeim fjölbreyttu valkostum sem standa til boða í framtíðar námi eða starfi. Í Noregi er náms- og starfsfræðsla sérstök námsgrein í 8.–10. bekk með tilheyrandi námskrá, alls 110 kennslustundir. Um mikilvægi slíkrar fræðslu og megintilgang segir í norsku námskránni: „Náms- og starfsfræðsla er grunnur undir upplýst og vel ígrundað námsval. Náminu er ætlað að stuðla að uppbyggingu jákvæðrar sjálfsmyndar nemenda þannig að þeir geti tekið ákvarðanir út frá eigin áhuga og forsendum. Viðfangsefnið tengist því að afla þekkingar á tækifærum og kröfum bæði í skólakerfi og á vinnumarkaði, hjálpa nemendum við að takast á við breytingar og öðlast skilning á tengslum náms og starfa.“ Hér á Íslandi hefur náms- og starfsfræðsla ekki almennilega hlotið brautargengi þrátt fyrir að oft sé vísað í mikilvægi hennar, bæði í ræðu og riti. Í almennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla (2008) er þó vikið að henni þar sem segir að búa eigi nemendur „ … undir frekara nám og starf með markvissri náms- og starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem er í boði að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu.“ Þessu er hins vegar lítið fylgt eftir í greinahluta námskrár þó í endurskoðaðri útgáfu 2024 sé hana nú að finna undir Lykilhæfni – Ábyrgð og mat á eigin námi, og þau hæfniviðmið fyrir 4., 7. og 10. bekk að nemendur geti: - áttað sig á ólíkum og fjölbreyttum störfum sem unnin eru í samfélaginu. - tengt eigin áhuga fjölbreyttum námsleiðum og störfum. - nýtt upplýsingar um námsleiðir og fjölbreytt störf við skipulagningu eigin náms- og starfsferils. Um stöðu náms- og starfsfræðslu á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin er annars nærtækast að vísa í úttektir um „Career Education in the Nordic Countries“ sem birst hafa í Nordic Journal of Transitions, Careers and Guidance. Er þar borin saman staða mála varðandi lagaramma, námskrár, skipulag og mat á gæðum slíkrar fræðslu. Um efnið
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |6| Náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðsla Segja má að hér á landi felist ákveðin sérstaða í lögverndun starfsheitis náms- og starfsráðgjafa sem staðfest er í lögum frá 2009. Hvort tveggja á Íslandi og í Noregi er hins vegar einnig í lögum kveðið á um rétt nemenda varðandi náms- og starfsráðgjöf en um það segir hér á Íslandi að nemendur eigi „rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar af aðilum sem uppfylla skilyrði laga um náms- og starfsráðgjafa“. Í norsku lögunum er þessi réttur útfærður nákvæmar og tengist meðal annars þáttum á borð við: - ráðgjöf og leiðsögn tengda vali á námi eða starfi - upplýsingagjöf um námsleiðir innanlands og utan - upplýsingagjöf um störf og vinnumarkað, innanlands og utan - þjálfun í upplýsingaleit og notkun viðeigandi verkfæra - upplýsingagjöf um umsóknarfresti, inntökuskilyrði og námskostnað - þjálfun og leiðbeiningar í tengslum við atvinnuleit og önnur umsóknarferli Tekið er fram að náms- og starfsráðgjöfin eigi að tengjast því að nemendur verði smám saman meðvitaðir um eigin áhugamál, færni og gildi til að öðlast þekkingu og hæfni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um heppilegt starfs- og námsval. Náms- og starfsráðgjöf frá 8. bekk grunnskóla og út framhaldsskóla er hugsuð sem ákveðin samfella með aðkomu og samvinnu skóla, atvinnulífs og heimila. Auk hinna norsku laga og reglugerða er viðauki þar sem fjallað er um hlutverk skóla varðandi kennslu í náms- og starfsfræðslu og nánari úttekt á rétti nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Þá verður að nefna að einnig er til víðtækur gæðarammi til leiðsagnar öllum sem sinna náms- og starfsráðgjöf í Noregi og eru þar meðal annars viðmið á sjö hæfnisviðum um hvað felst í ráðgjöfinni og hvaða hæfni náms- og starfsráðgjafi þarf að búa yfir. Hluti gæðarammans er líkan sem tengist náms- og starfsfræðslu og því námi sem fer fram til að öðlast færni í að stjórna eigin náms- og starfsferli. Líkanið samanstendur af fimm hugtakapörum sem eru sett fram með nokkrum verkefnum í bókinni. Þar er áhersla lögð á að nám varðandi stjórnun eigin náms- og starfsferils
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |7| eigi sér alltaf stað í ákveðnu samhengi sem huga þurfi að. Það er kennara í sjálfsvald sett hvort nota skuli líkanið en orðapörin sem um ræðir eru: Ég og Samhengi, Breytingar og Stöðugleiki, Aðlögun og Mótstaða, Val og Tilviljanir, Möguleikar og Hindranir. Sjá nánar. Hér á landi er einnig skýr tenging á milli náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu sem kristallast í kafla 7.11 almenns hluta Aðalnámskrár, þar sem eftir stuttan inngang segir: Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf. Jafnrétti ber að hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að kynna piltum og stúlkum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi. Leitast skal við að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi. Hins vegar eigum við ólíkt Norðmönnum ekki námskrá í greininni og höfum ekki fléttað náms- og starfsfræðslu að neinu marki inni í aðrar námsgreinar líkt og þekkist bæði í nágrannalöndum okkar og víðar. Í þessum kennsluleiðbeiningum fer því lítið fyrir íslenskum námskrárviðmiðum en vísað í norsku hæfniviðmiðin í þeirri von að þau verði okkur hvati til að taka fleiri skref í þá átt. Norska námskráin Óhætt er að segja að norska námskráin í því sem þar kallast „Utdanningsvalg“ sé hvort tveggja ítarleg og metnaðarfull – «grundvöllur þess að gera nemendum kleift að taka sjálfstæðar, upplýstar ákvarðanir varðandi náms- og starfsval». Með sjálfsþekkingu og áhuga að vopni ásamt þekkingu á fjölbreyttum möguleikum og þeim kröfum sem gerðar eru í skólum og atvinnulífi eiga nemendur að geta tekist á við breytingar og skilið betur tengsl menntunar og atvinnutækifæra í samhengi við annað nám í skólanum. Í námskránni er fjallað um fjölmarga þætti á borð við almenna starfshæfni og lífsleikni, könnun á möguleikum, upplýsingaleit, að takast á við breytingar og hvernig val og ákvarðanataka skipta máli í tengslum við framtíðarþátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Gert er ráð fyrir samvinnu á milli ráðgjafa og kennara, bæði í tengslum við náms- og starfsfræðsluna sjálfa sem og tengsl hennar við aðrar námsgreinar sem stutt geta við fræðsluna með einum eða öðrum hætti. Er þá ótalið samstarf við heimilin og foreldra sem er mikilvægur þáttur allrar náms- og starfsfræðslu eins og bæði hefur verið gert grein fyrir í Noregi og Danmörku með stuttu myndbandi. Ó S L Leiðir til að ná þangað sem þú vilt fara Óskastaða Staðan í dag
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |8| Hæfniviðmið Tengingar norska kennsluefnisins við námskrá eru mjög ítarlegar en hér verða eingöngu dregin fram aðalatriði varðandi hæfniviðmið og gefin smá innsýn í norsku námskrána í leiðinni. Markmið að nemendur geti: • Lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín. • Safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf. • Skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til. • Öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð. • Rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög. • Gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og áhrif þess á þeirra eigið val. • Kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval. • Kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals. • Nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum. • Skoðað atvinnuauglýsingar, skrifað ferilskrár og umsóknir og kynnt sér hvað einkennir gott atvinnuviðtal. Úr eldri námskrá: • Tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli. • Notað töluleg gögn í tengslum við viðfangsefni náms- og starfsfræðslu.
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |9| «Ég og framtíðin» – uppbygging Bókin „Ég og framtíðin“ skiptist í þrjá hluta sem hugsaðir eru út frá unglingastigi grunnskóla. Hverjum hluta er síðan skipt í tvennt, annars vegar verkefni og æfingar sem snúa að sjálfsskoðun og sjálfsþekkingu en hins vegar sambærilegt efni sem snýr að því að horfa út á við og skoða möguleikana. Fyrir nemendur í 8. bekk er lögð áhersla á lífsleikni og sjálfsvitund auk almennrar umfjöllunar um nám og störf. Í 9. bekk tengist meginefnið lífsleikni og sjálfsstjórn í samhengi við starfsferil í nútíð og framtíð. Og í 10. bekk er áherslan á lífsleikni og náms- og starfsferil hvers og eins. Víðast hvar í bókunum eru verkefni sem nemendur vinna ýmist einir, í pörum eða með öllum bekknum. Markmiðið er að nemendur öðlist smám saman hæfni í að skilja hvernig hafa má áhrif á og stýra eigin náms- og starfsferli, með því að auka orðaforða tengdan faginu, horfa inn á við, velta fyrir sér siðferðilegum álitaefnum, hlusta og ræða með öðrum um námsleiðir og tengingu þeirra við störf og atvinnulíf. Hugmyndin er að finna megi rauða þræði í efninu, efnisþætti sem unnið er með á ólíkan hátt öll skólaárin þrjú, sem geti leitt til þess að nemendur sjái nýjar hliðar eða atriði sem þeir áttuðu sig ekki á áður og bæti þannig kunnáttu sína, auki sjálfsvitund og upplifi ákveðnar framfarir við lok 10. bekkjar. Náms- og starfsfræðsla þarf raunar ekki að standa sem sér námsgrein, heldur er hún vel til þess fallin að vera samstarfsverkefni fleiri kennara og náms- og starfsráðgjafa, með tengingu við hefðbundnari námsgreinar. Sú leið er raunar valin í vaxandi mæli þar sem ekki liggur fyrir sérstök námskrá fyrir náms- og starfsfræðslu líkt og í Noregi. Er nærtækt að nefna England- og Gatsby-viðmiðin í því samhengi. Annars er hverjum skóla í sjálfsvald sett hvernig unnið er með efnið enda allur gangur á því hvernig náms- og starfsfræðslu er háttað á hverjum stað. Rétt er þó að benda á að á fyrstu síðu hvers kafla má finna QR-kóða að skjali um „Áform mín fyrir 8.–10. bekk“. Það skjal er til dæmis hægt að byrja að fylla út á haustin og nýta síðan í samtölum við nemendur eða við yfirferð að vori til að gefa nemendum vísbendingar um hvaða markmiðum þeir hafi þegar náð og hvar möguleikar séu til að gera betur. Í Noregi er mikið til af ýmiss konar öðru efni sem tengist náms- og starfsfræðslu. Er oft vísað til þess í frumtexta bókarinnar og er þar ýmist um að ræða sögur, myndbönd, vefsvæði eða QR-kóða sem vísa á tiltekið vefefni. Nokkrar af sögunum hafa nú verið þýddar og staðfærðar í íslenskri útgáfu. Annars hefur verið reynt að nýta það efni sem til er hér innanlands, tengt náms- og starfsfræðslu, lífsleikni eða samfélagsfræði. Vonandi verður þessi útgáfa til þess að smám saman safnist í sarpinn hvað þetta varðar.
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |10| Þriggja ára áætlun í náms- og starfsfræðslu Norsku kennsluleiðbeiningunum fylgir tillaga að því hvernig hægt er að skipta efninu á milli námsanna og ára, miðað við þær 110 kennslustundir sem námskráin gerir ráð fyrir í 8.–10. bekk. Sú áætlun er hér töluvert einfölduð og aðeins hugsuð til viðmiðunar út frá efnisþáttum bókarinnar. Bókin Ég og framtíðin er líka til sem heil samsett flettibók á vef MMS og hægt að vinna með hana þannig ef ef kennari vill. Tillaga að kennsluáætlun í náms- og starfsfræðslu 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur Viðfangsefni Viðfangsefni Viðfangsefni Ágúst Almenn kynning Leið þín um lífið Störfin sem þú þekkir Almenn kynning Sjálfstal Tilfinningar Tilfinningar frá A–Ö Almenn kynning Sjálfstal Gildi Gildahringur September Hvernig fannst þér grunnskólinn, frá 1. til 7. bekkjar? Sjálfsmatsdagbók Heilaskönnun Sjálfstal Tilfinningadagbók Hvað er ég að hugsa? Um hvað hugsar þú? Varaáætlunin mín Tilfinningar annarra Störf og gildi Störf tengd raungreinum SVÓT greining SMART markmiðasetning Október Tilfinningar Að bregðast við aðstæðum Áhugi Tengslanetið mitt Tengslanetið mitt ABCDE-aðferðin Áhugi Eiginleikar og persónueinkenni Draumastörfin mín Reynsluhótelið – mín mörgu hlutverk Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig - fyrsta umferð Kynbundin störf Nóvember Höndin Eiginleikar Eiginleikar dýra Styrkleikar mínir og kostir 24 styrkleikar Sjálfsmynd Ákvarðanataka – tíu skref að betra vali Jafnvægishjólið Framtíðarstörf Margt er um að velja Ísjaki – mannkostir Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri? Desember Hvað getum við lært af styrkleikum annarra? Að vera við stjórn Þægindaramminn Erfiðar aðstæður Hvað ákveða þau að gera? Samskipti Venjur þínar Jafningjaleiðsögn og virk hlustun Að byggja framtíð Verðleikar, færni og kynjaímyndir Að lifa lífinu Ákvarðanataka – tíu skref að betra vali Janúar Sjálfbærni Þrjár óskir Hvað er vinna? Samskipti í atvinnulífinu Störf tengd námsgreinunum Veldu fjögur störf til að kanna nánar Nám að loknum grunnskóla Skólakerfið Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – önnur umferð Sérhæfing í námi Almennt framhaldsskólanám Tíu verknámsleiðir Febrúar Teningunum er kastað Er þetta vinna? Hvers vegna vinnum við? Kreditkort – að kaupa dýra hluti Athyglisverðir möguleikar Við erum lent á eyðieyju Að sækja um starf Könnun á nærsamfélaginu Tíu verknámsleiðir Starfsmenntun Hvað stýrir vali okkar? Umsókn um framhaldsskóla Mars Fjögur störf sem þig langar að kynnast Hvað þykir mikilvægast í vinnunni? Störf og kynjaskipting Hvað eru laun? Sömu laun fyrir sömu störf Við notum peningana okkar í þetta Hvernig þróast Hönnunarhugsun Frumkvöðlastarf Apríl Kreditkort – að innrétta íbúð Störf fólks Virðing Hver gerir hvað á heimilinu? Staða og störf Maí Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri? Skoðaðu lífsbókina þína Hverjir eru draumar þínir? Ferð til framtíðar Framtíðarsýn Innan- eða utangarðs
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |11| Viðaukar og íslenska þýðingin Norsku kennsluleiðbeiningunum, og í raun efninu öllu, fylgja töluverðir viðaukar. Hluta þess höfum við þýtt og staðfært en annað bíður betri tíma enda aðstæður varðandi náms- og starfsfræðslu hér ólíkar stöðu mála í Noregi. Rétt er hins vegar að vísa áhugasömum á vefsíðu höfunda; Kanvigodt.no. Íslensk útgáfa þessa kennsluefnis átti sér talsverðan aðdraganda en á norsku hefur bókin komið út frá árinu 2004 og verið endurskoðuð ár frá ári. Við fylgdumst lengi vel með úr fjarlægð en stukkum til þegar færi gafst. Við þökkum Þróunarsjóði námsgagna fyrir að gera okkur kleift að hefja þessa vinnu og Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar fyrir að styðja gerð kennsluleiðbeininga. Miðlunarsviði Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu er að lokum þakkað afar ánægjulegt samstarf sem og öðrum sem að verkinu komu. Í upphafi jólaföstu 2024, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og Arnar Þorsteinsson, náms- og starfsráðgjafar.
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |12| Leið þín um lífið, bls. 6 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Í þessu verkefni er unnið með breytingar. Nemendur sjá að nú þegar hefur fjöldi umbreytinga átt sér stað í lífi þeirra. Á sumu má hafa stjórn en öðru ekki. Lok grunnskóla eru bara ein þeirra umbreytinga sem nemendur hafa upplifað en þær munu verða miklu fleiri í framtíðinni. Það getur verið lærdómsríkt að draga fram einhverja punkta og velta þeim fyrir sér, til dæmis hvaða skref voru tekin til að gera umskiptin sem auðveldust og þægilegust. Umskipti sem tengjast náms- og starfsferli geta til dæmis verið þegar skipt er á milli skólastiga, vegna búferlaflutninga eða breytinga sem tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Störfin sem þú þekkir, bls. 8 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf Hér er aðferðin ESH (einstaklingsvinna, samvinna, hópvinna) kynnt. Þar vinna nemendur fyrst einir, síðan tvö og tvö og svo loks allur hópurinn saman. Allir leggja sitt af mörkum og munu væntanlega nefna fjölda starfa. Umræða um hvar þeir heyrðu um störfin getur vakið upp hugleiðingar sem gott getur verið að hlusta á og fá upplýsingar frá öðrum til viðbótar við það sem þau hafa nú þegar. 8. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og sjálfsþekking
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |13| Hvernig fannst þér grunnskólinn, frá 1. til 7. bekkjar?, bls. 9 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Þegar unnið er með samskipti getur verið gott að sjá hvaða hugmyndir nemandinn hefur um vináttu, fullorðna fólkið í grunnskólanum og hvað þeim fannst gaman að gera og hvað þeim líkaði ekki. Æfingin gefur nemendum tækifæri til að segja stutta sögu af sér í skólanum samhliða því að hér kynnumst við því hvernig nota má sögur. Nemendur geta líka verið skapandi með því að myndskreyta einn af textunum sem þeir búa til. Þeir velta fyrir sér ástæðum fyrir vali sínu og hvað þetta segir þeim, í hugleiðingum um sögurnar. Sjálfsmatsdagbók, bls. 10 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í þessu verkefni fylgjast nemendur með eigin tilfinningum í eina viku. Það gæti verið gott að vera í samstarfi við aðra kennara, svo að nemendur geti svarað spurningum hvers dags í öðrum kennslustundum. Heilaskönnun bls. 11 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Allt sem við gerum, upplifum, hugsum, finnum fyrir, segjum o.s.frv. á uppruna sinn í heila okkar. Smávegis þekking um þetta ótrúlega líffæri getur hjálpað til við að ögra hugsun nemenda um það hvernig heilinn virkar. Kannski eru enn einhverjar mýtur í gangi um hinar ýmsu aðgerðir heilans og hvernig við notum hann í daglegu lífi? Rannsóknir á heilanum halda stöðugt áfram. Þó að enn sé margt sem við vitum ekki er víst að við höfum mikil áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum hlutina og flest er hægt að læra, sérstaklega ef við trúum að það sé mögulegt. Heili unglinga er sífellt að þróast og það er kannski sérstaklega mikilvægt að vita aðeins um hinar ýmsu aðgerðir sem eru í gangi. Hér er sérstaklega verið að hugsa um nám, hvatningu og athygli. Þessa þekkingu má til dæmis efla í samstarfi við líffræði- eða raungreinakennslu. Sjálfstal, bls. 14 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér er fjallað um samtalið sem við eigum gjarnan við okkur sjálf og gott að skýra hugtakið „sjálfstal“ út fyrir nemendum og taka dæmi um slíkt, bæði í jákvæðu samhengi sem og í meira krefjandi aðstæðum. Jákvætt og neikvætt sjálfstal tengist því að á unglingsárum erum við oft sérstaklega gagnrýnin á okkur sjálf, sem og síðar á lífsleiðinni. Daniel Khaneman og fleiri fræðimenn tala um kerfi 1 og 2 í heilanum. Kerfi 1 er hið hraða og ómeðvitaða sjálfstal en kerfi 2 vinnur hægar og meðvitað. Það er kerfi 1 sem er gagnrýnið. Það byrjar fljótt að gagnrýna það sem við gerum, segjum og hvernig við bregðumst við. Þetta gæti með öðrum orðum átt við um svokallað neikvætt sjálfstal. Kerfi 2 fellur þá stundum í skuggann eða því er ýtt til hliðar, það er jákvæða sjálfstalinu. Með tímanum venjumst við þessum innri gagnrýnanda þannig að við hættum að velta því fyrir okkur. Heilinn Áhugamál Markmið Örvun Athygli
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |14| Í þessari æfingu er skorað á gagnrýnandann. Með æfingu getum við mætt gagnrýninni og séð að þetta er eitthvað sem við búum sjálf til, það kemur frá okkar eigin heila. Þannig getum við æft okkur í að hugsa á annan hátt í aðstæðum þar sem við erum sjálfsgagnrýnin, sérstaklega ef það gagnast okkur ekki. Tilfinningar, bls. 15 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér skoðum við nánar hvernig okkur líður í félagsskap fólks. Við erum ekki alltaf að hugsa um tilfinningar. En að fylgjast með og ígrunda hvernig okkur líður við mismunandi aðstæður getur verið gagnlegt til að skilja hvernig og hvers vegna tilfinningarnar koma fram. Gott er að hafa yfirlit mismunandi tilfinninga til að koma nemendum af stað. Dæmi um slíkt má finna hér – Tilfinningakort. Að bregðast við aðstæðum, bls. 16 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Þessi æfing fjallar um hvernig við bregðumst við í aðstæðum sem kunna að virðast krefjandi. Getum við brugðist öðruvísi við? Er skynsamlegt að nota það svar sem fyrst sem kemur upp í hugann? Getur stundum verið gagnlegt að nota þann tíma sem meðvitaða kerfið í heilanum (kerfi 2) gerir okkur kleift, til að hugsa möguleg viðbrögð? Að stjórna eigin viðbrögðum í krefjandi aðstæðum er nokkuð sem allir gætu þurft að æfa. Hér er passlegt að vinna í 3 - 4 nemenda hópum þannig að allir nái að segja sína skoðun. Eins er gott að nota lykilsetningar á borð við „Hvað hugsa ég?“, „Hvað segi ég?“ og „Hvernig hegða ég mér?“. Áhugi, bls. 18 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Mikilvægur þáttur í því að finna sína leið inn í framhaldsnám og starf er að skoða vel eigin áhugasvið. Þá getur nemandi einnig áttað sig á hvað gott er að hugsa um sem möguleg störf eða tekjulind og hverju hægt er að halda sem tómstundaiðkun. Áhugagreiningar geta gefið vísbendingu um hvernig hægt er að nýta áhugann í frekara námi. Tengslanetið mitt, bls. 20 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Við erum félagsverur og því getur verið gagnlegt að skoða hvernig við skynjum þá fjölmörgu einstaklinga og „tengiliði“ sem við kynnumst í lífinu. Sumir eru nærri, aðrir fjarri, sumir endast vel, aðrir skemur. Tengslanet er okkur mikilvægt og getur leikið stórt hlutverk í menntun og atvinnulífi síðar meir. Það getur því verið gott að velta fyrir sér hvernig best er að kynnast nýju fólki og finna aðra með svipuð áhugamál.
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |15| Höndin, bls. 21 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Sameiginleg æfing, þar sem tvö vinna saman og nemendur þurfa að koma orðum að ólíkum hliðum á sjálfum sér. Sumum spurninganna getur verið auðveldara að svara en öðrum. Hægt er að skora á þau að nota virka hlustun og viðbótarspurningar þegar þau skrifa niður svör hins nemandans. Eiginleikar, bls. 22 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í náms- og starfsfræðslu læra nemendur oft ný hugtök. Í þessari æfingu gæti komið í ljós að margir nemendur átta sig ekki á því hvað sum orð í töflunni þýða. Þá er mikilvægt að þau séu útskýrð vandlega. Það er verra ef nemendur hafa eiginleika sem þá skortir orð yfir og þeir kunna ekki að lýsa. Í þessu verkefni vinna þau tvö og tvö saman að því að nota orðin til að lýsa bæði sjálfum sér og öðrum. Eiginleikar dýra, bls. 24 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Æfing sem byggir á því að geta talað um eiginleika. Hér eru valin nokkur dýr sem hafa mismunandi eiginleika. Tekið skal fram að hér er engin ein niðurstaða og að tillögur allra nemenda eru jafngildar. Á eftir getur verið skemmtilegt að ræða mismunandi eiginleika sem nemendur sjá í hinum ýmsu dýrum. Eru einhver önnur dýr sem hafa aðra eiginleika en þá sem hafa ekki komið fram í umræðunni nú þegar? Til að koma nemendum af stað getur verið gott að hjálpa til með fyrsta dýrið eða nefna annað dýr og eiginleika þess. Dæmi: Fíll er líkamlega sterkur, traustur, þolir streitu, félagslyndur og áreiðanlegur. Styrkleikar mínir og kostir, bls. 25 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér er byggt á sjálfstalsæfingunni (s. 14) og sjálfsmatsdagbókinni (s. 10). Þetta getur verið erfið æfing fyrir suma. Mikilvægt er að hafa í huga að leggja stundum áherslu á styrkleika okkar, í hverju við erum góð, hvaða árangri við höfum náð og upplifun okkar af endurgjöf frá öðrum. Höndin tilheyrir: Fimm orð sem aðrir myndu nota til að lýsa mér: Hvar ég vil vera eftir fimm ár: Staður sem mér líkar að vera á: Fimm hlutir sem ég geri vel: Mikilvæg manneskja í lífi mínu:
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |16| Hvað getum við lært af styrkleikum annarra?, bls. 26 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Ef nemendur hafa átt erfitt með að fylla allt út í fyrri æfingu gæti verið hugmynd að snúa sér að einhverjum öðrum. Í þessari æfingu velja nemendur sér manneskju til að kynna sér og afla frekari upplýsinga um, út frá spurningunum í verkefninu. Kennari útbýr lista yfir fólk sem nemendur geta nýtt ef þeir eiga erfitt með að fá hugmynd sjálfir. Þetta fólk má sérsníða að nemendum eins og hentar. Þegar niðurstöður eru tilbúnar geta nemendur kynnt viðkomandi og svörin sem þeir hafa fundið við spurningunum. Skemmtilegt afbrigði er að halda nöfnunum leyndum og deila aðeins upplýsingum og svörum við spurningunum fyrst. Hinir nemendurnir geta svo giskað á hvaða manneskju um ræðir. Klappað fyrir þeim sem veit svarið! Að vera við stjórn, bls. 27 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Í þessari æfingu læra nemendur að átta sig á því hverju þeir hafa fulla stjórn á og hvað er þeim algjörlega óviðráðanlegt. Auk þess er gert ráð fyrir að nemendur ræði ýmiss konar erfiðar aðstæður sem geta komið upp í daglegu lífi. Nokkur slík dæmi eru í æfingunni sjálfri og QR-kóðinn dregur fram langan lista með fleiri aðstæðum til umhugsunar og umræðu. Hér eru nokkrar tillögur um hvað má skrifa fyrir utan hringinn og hvað má skrifa inni: Utan hringsins Inni í hringnum Ákvarðanir sem aðrir taka Að ég sinni heimavinnu Hverjum líkar við mig Að ég virði eigur annarra Hvernig aðrir koma fram við mig Að ég sé góður Hæð Að mér sé treystandi Húðlitur Að ég læri fyrir próf Hvernig aðrir hugsa um sjálfa sig Vinirnir sem ég vel Hverjum líkar ekki við mig Ákvarðanir mínar Að aðrir séu góðir Að ég geti fyrirgefið öðrum Hver elskar mig Hvernig ég bregst við áskorunum Fyrri mistök Að reyna aftur Að aðrir séu heiðarlegir Hvernig ég eyði frítíma Að einhver fyrirgefi mér Að ég sinni skyldum mínum Að einhver annar reynir sitt besta Að ég sjái um sjálfa mig Að aðrir biðji um hjálp Að vera heiðarlegur Veðrið Að vinna hörðum höndum Að aðrir biðji mig fyrirgefningar Að ég biðji um hjálp Missir Hvernig ég bregst við öðrum Að ég biðst fyrirgefningar
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |17| Þægindaramminn, bls. 28 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Það getur verið gott að búa sig undir að gera erfiða hluti, eða hluti sem þú kvíðir fyrir og velur kannski að forðast. Þessu er lýst sem því að stækka þægindarammann. Hér veltum við því fyrir okkur hver þægindaramminn er, hverjar eru afleiðingar þess að vera innan hans og hvað getur verið jákvætt við að stækka hann. Við getum talað um þrjú svæði: þægindasvæðið, teygjusvæðið og streitusvæðið. Nám og þroski fer fram á teygjusvæðinu. Streitusvæðið getur virkað vel fyrir nám ef streitan er jákvæð, en ekki streita sem veldur því að þú forðast að gera hlutina. Erfiðar aðstæður, bls. 29 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Hér er átt við aðstæður sem við getum lent í, annaðhvort með því að bregðast við einhverju sem aðrir gera eða segja, eða einhver annar bregst við einhverju sem við gerum. Með því að draga fram nokkrar slíkar erfiðar aðstæður geta nemendur rætt hvernig þau sjálf myndu bregðast við. Þau fá að heyra hvernig aðrir myndu bregðast við eða hugsa um mismunandi aðstæður. Líklega kemur í ljós að það eru margar leiðir til að bregðast við í mismunandi aðstæðum. Kannski eru einhverjar leiðir sem eru ákjósanlegar og gefa betri árangur en aðrar? Nota má ESH-aðferðina til að vinna með þessar mismunandi aðstæður. Sjálfbærni, bls. 30 Hæfniviðmið að nemendur geti: • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna eru mikilvægt framlag til stefnumótunar svo að komandi kynslóðir upplifi að þær geti mætt þörfum sínum jafn vel eða betur en við gerum í dag. Um er að ræða viðamikið starf á mörgum sviðum. Við val á námi getum við ef til vill einbeitt okkur að þeim markmiðum sem fjalla á mismunandi hátt um menntun og störf, svo sem markmið 4, 5, 8, 9, 10, 12 og 14. Þetta eitt og sér getur tekið lengri tíma en við höfum úr að spila, svo að hér þarf að meta og forgangsraða. Tilvalið er að nota vefsíður Sameinuðu þjóðanna: Upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar Um Sameinuðu þjóðirnar | Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi United Nations | Peace, dignity and equality on a healthy planet SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA SAMVINNA UM MARKMIÐIN HEIMSMARKMIÐIN Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |18| Þrjár óskir, bls. 32 Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til Nemendur nota ímyndunarafl og sköpunargáfu til að sjá fyrir sér mögulega framtíð og hvernig þeir gætu óskað sér að framtíðin verði. Þar sem töfralampi er notaður í verkefninu eru lítil takmörk fyrir því hvers er hægt að óskað sér. Hvað er vinna? bls. 33 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Hér er farið nánar yfir hvað orðið vinna merkir. Hvernig hefur atvinnulífið þróast á síðustu 100 árum og hvernig mun sú þróun halda áfram? Í verkefninu eru einnig kynntar mismunandi tölur um vinnuaflið og hverjir eru í og án vinnu. 8. bekkur 2. hluti: Atvinna og störf
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |19| Teningunum er kastað, bls. 34 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Það er mikilvægur eiginleiki að vera opin fyrir þeim tækifærum sem bjóðast á lífsleiðinni. Að binda sig við eitt markmið án þess að hafa augun opin fyrir öðrum möguleikum getur valdið því að við missum af eða forðumst að sjá möguleika sem gætu reynst mikils virði. Að vera opin fyrir tækifærum, þora að taka áhættu og aðlögunarhæfni eru mikilvægir eiginleikar á náms- og vinnumarkaði nútímans. Æfingin er góð til að leika sér aðeins með þetta. Er þetta vinna? bls. 35 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Í þessari æfingu eru nemendum kynnt alls kyns verkefni sem þeir eru líklega nokkuð góðir í nú þegar. Nemendur ákveða hvort þeir telja að þetta sé verkefni sem mögulegt sé að fá borgað fyrir og hvort þeir gætu sjálfir hugsað sér að starfa við það. Hvers vegna vinnum við? bls. 36 Hæfniviðmið að nemendur geti: • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð • rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög Við skoðum nánar mikilvægi þess að mennta sig og fá vinnu. Þetta er ekki tæmandi texti um ástæður þess að sem flestir hafi vinnu heldur opnar á að það eru margar aðrar ástæður fyrir mikilvægi vinnu en að fá regluleg laun. Hér er einnig ágætt tækifæri til að fjalla almennt um þátttöku í atvinnulífinu og mikilvægi þess fyrir bæði einstaklinga og samfélög, tilgang skatta, svarta atvinnustarfsemi og annað í þeim dúr. Kreditkort – að kaupa dýra hluti bls. 38 Hæfniviðmið að nemendur geti: • notað töluleg gögn í tengslum við viðfangsefni náms- og starfsfræðslu Oft er rætt um samband ungs fólks við kreditkort og fjármál almennt. Í þessu verkefni skoðum við nánar mismunandi leiðir til að fjármagna kaup á dýrum hlutum, til dæmis mótorhjóli. Hvernig munu hinir ýmsu endurgreiðslumöguleikar hafa áhrif á lokaupphæðina? Eru aðrir möguleikar en að nota kreditkort?
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |20| Fjögur störf sem þig langar að kynnast, bls. 40 Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til Í þessu verkefni víkka nemendur sjóndeildarhringinn varðandi störf sem þeir þekkja. Upplagt er að nota lýsingarorðin sem þeir lærðu í 1. hluta til að lýsa mismunandi hliðum fagsins. Hvað þykir mikilvægast í vinnunni?, bls. 41 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Í þessu verkefni skoðum við hugtakið stöðu (og framgang í starfi) nánar. Mikilvægt er að hafa í huga að það er fjölbreytileiki starfsgreina sem gerir atvinnulífið og vinnuna að spennandi stað til að vera á. Nemendur munu líklega hafa skoðanir á störfum sem þeir geta eða geta ekki hugsað sér að sinna. Mikilvægt er að draga þetta fram og sjá hvað býr að baki. Nemendur þekkja ólík störf og hafa mismunandi áhuga á þeim. Hvað er það þá sem er mikilvægt til að dafna í starfi? Í töflunni á bls. 41 er athyglisvert að sjá að það sem fólki finnst veita framgang í starfi hér getur jafnvel átt við um fjölda ólíkra starfa. Lögfræðingur, læknir eða arkitekt getur verið mjög góður í því sem hann á að gera og á sama hátt er mikilvægt að sá sem vinnur við þrif, flokkun sorps og þjónustu við viðskiptavini á kassa í verslun geti verið sérfræðingur á sínu starfssviði. Sumir hópar, eins og ræstingafólk, geta jafnvel frekar ráðið úrslitum um hvort sjúkrahús haldi starfsemi gangandi en hvort skurðlæknir veikist einn daginn. Í töflunni kemur einnig fram að atriði sem oft þykja sýna ákveðna „stöðu“ í starfi, eins og staðsetning skrifstofu og aðgengi að fyrirtækisbíl, eru ekki svo ofarlega á listanum samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar. Störf og kynjaskipting, bls. 42 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval Í þessu verkefni er tafla yfir störf sem hlotið hafa háa einkunn hjá þeim sem tóku þátt í könnuninni. Nemendur velja nokkur störf og skoða nánar hvaða eiginleika er krafist, hvers konar menntun veitir góðan undirbúning og hvaða verkefni fylgja starfinu. Enn fremur eiga nemendur að skoða hvernig kynjaskiptingin er í þeim starfsgreinum sem þeir hafa valið sér.
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |21| Sjálfstal, bls. 6 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Við skoðum aftur æfinguna um innra samtalið. Nemendur hafa nú lokið einu ári á unglingastigi. Þau eru bæði andlega og líkamlega þroskaðri, orðin öruggari um veru sína í unglingadeild og umgengni við smáa sem stóra hópa samnemenda. Kannski hefur innra samtalið breyst samhliða og kannski er enn eitthvað óbreytt? Nemendur skoða nánar sitt innra samtal og eru hvattir til að velta fyrir sér hvað hafi mögulega breyst og hvernig þau finna fyrir þeirri breytingu. Tilfinningar, bls. 7 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í félagsskap með öðrum finnum við oft fyrir ólíkum tilfinningum sem geta breyst frá degi til dags, bæði gagnvart fólki og aðstæðum. Við byggjum ofan á æfingu frá því í 8. bekk og skoðum enn betur hvað tilfinningar hafa að segja um það hvernig við tengjumst öðru fólki og högum okkur við mismunandi aðstæður. Einnig eru nemendur hvattir til að kanna hvort eitthvað hafi breyst á árinu sem hefur liðið. Hér er gott að nefna að ekki er verið að leita eftir „réttum svörum“ þar sem við getum öll upplifað mismunandi tilfinningar við ákveðna aðstæður. 9. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og sjálfstjórn
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |22| Tilfinningar frá A til Ö, bls. 8 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Niðurstöður rannsókna benda til að það finnist ákveðinn fjöldi grunntilfinninga. Það eru stór hugtök sem lýsa mismunandi tilfinningalegu ástandi okkar. Slíkar tilfinningar finnast þvert á menningarheima eða tungumál og er því hægt að lýsa sem mjög almennum. Allar tilfinningar eru okkur mikilvægar. Þó að sumar geti verið óþægilegar eða virkað neikvætt á okkur eru erfiðar tilfinningar ekki eitthvað til að reyna beinlínis að forðast. Tilfinningarnar eru tjáning þess hvernig okkur líður. Frekar en að forðast þær ættum við velta fyrir okkur áhrifum þeirra. Kannski getum við lært að færa í orð hvernig okkur líður? Við notum talsvert pláss hér til að sýna hvernig við getum lýst mismunandi blæbrigðum grunntilfinninga með orðum. Hvaða önnur orð er hægt að nota til að lýsa reiði, gleði eða undrun? Tilfinningadagbók, bls. 10 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Til þess að æfa sig í að orða og lýsa tilfinningum eiga nemendur að skrifa niður lykilorð eða orðasambönd og fylgjast með því hvernig þau bregðast við mismunandi í aðstæðum í eina viku. Það gæti verið gott að vinna með einhverjum samkennara ef þú hittir námshópinn ekki mjög oft. Auðveldara er að fá alla nemendur til að skrifa um eigin reynslu og tilfinningaleg viðbrögð ef það er gert á nokkurn veginn sama tíma dag hvern. Hvað er ég að hugsa? Um hvað hugsar þú?, bls. 11 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hér skoðum við nánar hvernig sömu aðstæður geta kallað fram mismunandi tilfinningaviðbrögð og lausnir. Nemendurnir fá að tala um hvað þeir hefðu gert en heyra einnig um aðrar lausnir frá samnemendum. Hvað er sameiginlegt? Hver er mest skapandi lausnin? Varaáætlunin mín, bls. 12 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Nemendur fylgja fyrra verkefni eftir, með því að búa til sínar eigin aðstæður og deila með öðrum. Hvernig er hægt að leysa úr málum á mismunandi vegu?
Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |23| Tilfinningar annarra, bls. 13 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Samkennd og tilfinningagreind eru hæfileikar sem víða eru í miklum metum og jafnvel í fleiri starfsgreinum en koma fyrstar upp í hugann. Í viðtali árið 2017 sagði Yuval Noah Harari (höfundur bókanna Sapiens og Homo Deus) að með framtíðina í huga fyndist honum að menntakerfið ætti að fjárfesta í þjálfun tilfinningagreindar. Það rökstuddi hann þannig að framtíðarnemendur og fagfólk þyrftu gott andlegt jafnvægi til að takast á við erilsaman heim stöðugra breytinga og þróunar. Hér skoða nemendur nánar hvernig vinna má með eigin tilfinningagreind og nýta hana í samskiptum. Tengslanetið mitt, bls. 14 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val Við rifjum upp þessa æfingu sem fjallar um mismunandi samskipti og tengsl. Nemendur skoða hvort eitthvað nýtt hafi gerst í þessu samhengi, hvort eitthvað sé óbreytt frá því í 8. bekk og hvað hafi hugsanlega breyst. Hér er gott tækifæri til að velta frekar fyrir sér mikilvægi góðra og sterkra tengsla við annað fólk. Í ensku spakmæli segir: It’s not what you know, but who you know. Hvað gæti þetta haft að segja fyrir nemendur í framtíðinni? ABCDE-aðferðin, bls. 15 Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Þessi aðferð byggir á fyrra verkefni. Í ABCDE-aðferðinni verða nemendur að hugsa um hverju er mikilvægt að forgangsraða og hvaða viðfangsefni megi jafnvel vera neðar á forgangslistanum. Sem aukaverkefni má vinna í því hvernig nemendur forgangsraða tíma sínum, hverju þau eru góð í og hvar þau þurfi að leggja meira á sig. Hér eru nokkur ráð til að skipuleggja tímann betur: Ráð til að skipuleggja tíma þinn betur Hæfniviðmið að nemendur geti: • tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli Eiginleiki sem verður sífellt mikilvægari eftir því sem nemendur verða eldri er getan til að skipuleggja sig þannig að verkefnum sé skilað á réttum tíma, tekinn sé frá tími til að læra fyrir próf og dagurinn skipulagður og verkefnum forgangsraðað þannig að allt gangi upp. Hér eru nokkur ráð til að vinna eftir til að ná betri árangri í þessu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=