Ég og framtíðin 3

54 10. bekkur | 2. HLUTI Að komast að niðurstöðu Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma af stað hugsunarferli í átt að mismunandi frumgerðum. 1. Búa til lógó fyrirtækis. Lógóið þarf að geta birst alls staðar þar sem fyrirtækið er sýnilegt, bæði á netinu og í raunheimum. 2. Hugsaðu þér gjöf til að gefa, þar sem bæði umbúðirnar og gjöfin sjálf skipta miklu máli. 3. Útbúa veisluborð fyrir manneskju sem er að halda upp á mikilvægan viðburð í lífi sínu. 4. Búa til veggspjald sem skýrir eitthvert efni sem mörgum finnst erfitt að læra. 5. Hanna forsíðu nýrrar námsbókar. 6. Hanna umbúðir utan um nýtt súkkulaði. 7. Hanna umbúðir fyrir nýtt og hollt morgunkorn. 8. Búa til leikfang sem hentar börnum á aldrinum 7 til 10 ára. 9. Hárgreiðslustofu vantar þrjú veggspjöld sem eiga að birtast bæði í gluggum og á netinu. 10. Hanna upplýsingabækling þar sem fjallað er á skýran hátt um nám í framhaldsskólum. 11. Útbúa tímalínu í tengslum við einhvern sögulegan atburð. 12. Hanna stól eða koll sem hægt er að nota í fleira en að sitja á. 13. Hanna forsíðu nútímalegrar og spennandi matreiðslubókar. 14. Hugsa um þær ólíku áskoranir sem þú mætir í daglegu lífi eða í skólanum. Hvernig getur þú gert betur varðandi eina eða fleiri þessara áskorana? 15. Setja efni á upplýsingaskjá í skólanum þínum. Hvaða mikilvægu skilaboð finnst þér sem nemanda, að ættu að birtast á þeim skjá? Hvernig ætti að birta upplýsingarnar? 16. Hanna notendaviðmót fyrir nýjan snjallsíma sem mun gjörbylta markaðnum. 17. Skipulag götu þar sem þú býrð eða ferð mikið um. Hugaðu sem mest um öryggi fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og umferðin getur gengið eðlilega fyrir sig. 18. Skapaðu goðsagnakennda veru. Gerðu lista yfir náttúrufyrirbæri og búðu síðan til veru sem þér dettur í hug að geti útskýrt slík fyrirbæri. 19. Upphugsa tæki eða app sem gerir þér kleift að sjá herbergið sem þú ert í, á allt annan hátt, án þess að hreyfa þig. 20. Hanna stuttermabol sem þú telur að margir myndu vilja klæðast. 21. Búa til öruggan ljósgjafa fyrir heimili án þess að nota rafmagn. Hópvinna Veljið eina af verkefnahugmyndunum. Notið stig hönnunarhugsunar til að þróa eina af þessum vörum. Eftir að hafa unnið frumgerðina getið þið endað með nákvæma teikningu, líkan eða kynningu sem sýnir hugsanlegt útlit vörunnar. Prófraunin verður að kynna frumgerðina fyrir bekknum. Aðrir nemendur geta þá sagt sitt álit. Ræðið hvernig hægt er að nýta hönnunarhugsun í tengslum við námsval og starfsferil. a d b c e

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=