Ég og framtíðin 3

48 10. bekkur | 2. HLUTI BREYTINGAR STÖÐUGLEIKI Hvað stýrir vali okkar? Þessa æfingu geturðu notað til að hugleiða mikilvæga ákvörðun sem þú hefur tekið. Það getur til dæmis verið val á framhaldsskólanámi, val á námsbraut eða ákvörðun um að sækja um ákveðið starf. Í töflunni finnur þú fjölda fullyrðinga eða staðhæfinga sem lýsa ýmsu sem tengist vali. Þú skalt lesa þær allar. Sammála eða ósammála? Raðaðu fullyrðingunum í þrjá flokka: • Settu A við þær staðhæfingar sem þú ert sammála, eða sem passa best við reynslu þína af því að taka ákvarðanir. • Settu B við staðhæfingar sem þú ert ekki sammála, eða þær sem passa ekki við reynslu þína af ákvarðanatöku. • Settu C við staðhæfingar sem þú ert hvorki sammála né ósammála eða sem þér finnst ekki passa neitt sérstaklega við þig. Fullyrðing 1 Kynningardagar í framhaldsskóla hjálpuðu mér við að finna út hvaða námsbraut ég vildi velja. 2 Ég valdi braut sem ég vissi eitthvað um og er ekki ólík því sem ég er vön/vanur. 3 Það hjálpaði mikið að mamma og pabbi studdu við val mitt. 4 Ég spurði foreldra mína hvort ég hefði valið skynsamlega. 5 Samtöl við náms- og starfsráðgjafa urðu til þess að ég valdi annað nám en ég hafði ákveðið áður. 6 Það var mikilvægt fyrir mig að velja nám þar sem var möguleiki á nægri vinnu. 7 Náms- og starfsráðgjafinn ræddi við mig um áhugasvið mín og styrkleika. Það styrkti mig í valinu. 8 Ég hefði valið sömu námsbraut þó að foreldrar mínir hefðu ekki verið sammála. 9 Náms- og starfsráðgjafinn sýndi mér hvaða námsbrautir væru í boði til að geta orðið það sem ég vil verða. 10 Náms- og starfsráðgjafinn hvatti mig til að hugsa út fyrir rammann og skoða aðrar námsleiðir, sem ég og gerði en valdi samt það sem ég hafði upphaflega í huga. 11 Ég er ekki viss um hvaða námsbraut ég vil helst. Ég held að bóknám sé það sem heldur flestum leiðum opnum. 12 Ég valdi bóknámsbraut þar sem ég hef áhuga á fræðilegum greinum. 13 Það er traustvekjandi að vita að það eru góð atvinnutækifæri í faginu sem ég valdi. 14 Ég valdi námið út frá einkunnum mínum. Ég vildi vera viss um að ég kæmist í það nám sem ég set í fyrsta sæti. 15 Mig langaði í rauninni í verklegt nám en námsbrautir í boði hentuðu mér ekki. 16 Ég hef áhuga á starfi sem krefst verklagni og valdi nám sem leiðir til slíkra starfa. 17 Ég valdi það nám sem vekur mestan áhuga hjá mér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=