Ég og framtíðin 3

45 10. bekkur | 2. HLUTI Hönnun og handverk Langar þig að vinna við hefðbundið handverk? Viltu læra um verktækni, mismunandi efni og þróun sjálfbærrar vöru? Þú gætir til dæmis orðið úrsmiður, gull- og silfursmiður, klæðskeri, búningahönnuður eða skósmiður. Í slíkum störfum þarftu að hafa gaman af því að vinna með höndunum, móta og búa til hluti. Þau krefjast þess líka að þú vinnir af nákvæmni og dugnaði. Sjá nánar. Upplýsingatækni og miðlun Langar þig að starfa í tengslum við upplýsingatækni og notendalausnir innan fyrirtækja? Hefur þú áhuga á ljósmyndun eða fjölmiðlun? Þú gætir orðið ljósmyndari, grafískur miðlari, bókbindari, prentari eða blaðamaður. Hér er kostur að vera skapandi og nákvæm/ ur og hafa áhuga á upplýsingatækni, innviðum, hugbúnaði, hönnun og samskiptum. Sjá nánar. Umhverfi og landbúnaður Hefurðu áhuga á náttúru og umhverfi, fólki og dýrum? Viltu vinna í tengslum við umhverfið og nýtingu náttúruauðlinda? Þú gætir til dæmis orðið búfræðingur, skógtæknir, hestasveinn eða garðplöntufræðingur. Í umhverfis- og landbúnaðargreinum er kostur að vera verklagin/n og sátt/ur við að vinna úti í alls konar veðri. Einnig að sýna umhyggju gagnvart fólki, dýrum og umhverfinu. Sjá nánar. Matvæla- og veitingaþjónusta Hefurðu áhuga á mataræði og næringu? Finnst þér gaman að útbúa og bera fram mat? Þú gætir til dæmis orðið matreiðslumaður, framreiðslumaður, bakari, kjötiðnaðarmaður eða næringarráðgjafi. Hér þarfnastu sköpunargáfu og þess að geta unnið með höndunum af nokkurri nákvæmni og og sjá mikilvægi þess að gæta hreinlætis. Auk þess er þjónustulund mikilvægur eiginleiki. Sjá nánar. Sala og ferðaþjónusta Geturðu hugsað þér að vinna við að þjónusta viðskiptavini eða við sölu og markaðssetningu? Þú gætir orðið sölumaður, ferðaráðgjafi, ferðamálafræðingur, leiðsögumaður eða hópferðabílstjóri. Hér skiptir kurteisi og þjónustulund miklu máli, ásamt áhuga á að eiga samskipti við fólk og vera opin/n fyrir ólíkri menningu og hefðum. Það er líka kostur að geta unnið skipulega og kerfisbundið. Sjá nánar. Iðnaður, vélar og tækni Viltu vinna í tengslum við vélar og tækni? Hefurðu áhuga á bílum og farartækjum? Þú gætir til dæmis orðið blikksmiður, málmsuðumaður, bifvélavirki, tæknifræðingur eða vélstjóri. Hér þarftu að vera bæði handlagin/n og verklagin/n og hafa áhuga á nýlegri tækni. Þú þarft einnig að geta unnið sjálfstætt og af nákvæmni. Sjá nánar – og Námogstörf.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=