Ég og framtíðin 3

44 10. bekkur | 2. HLUTI Tíu verknámsleiðir Eftirfarandi námsleiðir leiða beint til starfs eftir að hafa lokið þriggja til fimm ára námi. Þó að námið sé sambland af bóklegu og verklegu eru þessar námsbrautir að jafnaði einnig tengdar ákveðnum fræðilegum áherslum sem þarf að ná tökum á og skilja. Byggingar og mannvirki Viltu vera með í að skapa og byggja framtíðarlausnir? Viltu setja þín spor á byggingar, vegi og brýr, útisvæði eða aðstöðu? Þú gætir til dæmis orðið málari, múrari, húsasmiður eða pípulagningamaður. Hér er kostur að hafa gott verkvit, vera verklagin/n ásamt því að geta unnið sjálfstætt og af nákvæmni auk þess að vinna vel með öðrum. Sjá nánar. Rafiðngreinar Viltu vita hvað leynist inni í tölvu, magnara, sjónvarpi, þvottavél eða þvottavél? Hefurðu áhuga á fjarskiptum, nýrri tækni og viðhaldi rafstýrðra kerfa? Þú gætir til dæmis orðið rafvirki, rafeindavirki, rafvélavirki, rafveituvirki eða hljóðmaður. Hér er kostur að geta unnið skipulega og nákvæmt, búa yfir hagsýni og verklagni ásamt því að vera skapandi, hugsa rökrétt og búa yfir þjónustulund. Sjá nánar. Tíska og útlit Hefurðu áhuga á hönnun, tískustraumum og sjónrænni tjáningu? Langar þig að vita meira um mismunandi samsetningar, form, liti og stíl? Þú gætir til dæmis orðið hársnyrtir, blómaskreytir, snyrtifræðingur eða búningahönnuður. Ef þú velur nám á þessu sviði er kostur að vera skapandi og hafa auga fyrir fagurfræði auk áhuga á að vinna með höndunum í tengslum við sjónræna tjáningu. Sjá nánar. Heilsa og uppeldi Langar þig til að vinna með fólki á ýmsum aldri og í alls konar aðstæðum? Þú gætir til dæmis orðið sjúkraflutningamaður, fótaaðgerðafræðingur, frístundaleiðbeinandi, lyfjatæknir eða heilbrigðisritari. Störf innan heilbrigðis- og umönnunargreina krefjast þess að þú getir sýnt umhyggju og tillitssemi gagnvart öðrum og búir yfir góðri samskiptahæfni. Sjá nánar. Starfaflokkar. Horfðu á myndina Mikilvægi iðngreina. Myndin kallast Das Handwerk á youtube.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=