9. bekkur | 2. HLUTI 33 Sögur Að lifa lífinu Þegar þú færð spurningar um hvað þú ætlar þér í framtíðinni, er væntanlega spurt um áform varðandi nám og störf. Kannski hefurðu skýrar hugmyndir um hvað þú vilt, eða þarftu ef til vill aðstoð við að átta þig á hvar þú sérð þig í framtíðinni? Í þessari æfingu geturðu fengið hugmyndir um hvað er mikilvægt til að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi og hvernig væri mögulegt að ná því markmiði. Saga 1: Katrín Katrín er 32 ára. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2018 og hefur starfað á lögfræðistofu í fjögur ár. Hún ákvað að læra lögfræði því hún hefur alltaf haft gaman af rökræðum. Auk þess vildi hún hafa menntun sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri. Á lögfræðistofunni vinnur hún að undirbúningi mála fyrir réttarhöld og henni er falin mikil ábyrgð. Henni finnst spennandi að bera svona mikla ábyrgð en metur líka mikils að geta átt samstarf við vinnufélagana. Katrín vinnur oft 50 tíma á viku, stundum meira og hún þénar töluvert meira en vinir hennar. Hins vegar saknar hún þess að hafa ekki meiri tíma til að sinna öðrum áhugamálum eins og að teikna og vera meira með kærastanum og vinum sínum. Vinnið fjögur saman í hóp. Æfingin fer fram í þremur áföngum. Allir meðlimir hópsins lesa sögurnar fjórar. Ræðið saman um sögurnar. Finnið líkindi og mismun á því hvernig lifa má góðu og innihaldsríku lífi. Hvernig eru sögurnar ólíkar hver annarri? Hvað er svipað með þeim? Þið skuluð ekki reyna að vera sammála, heldur hlusta frekar á sjónarmið hvert annars. Hafið þessar spurningar sem útgangspunkt: • Hvað er líkt og hvað ólíkt með Láru, Hinriki, Viktori og Katrínu? • Hvað einkennir mismunandi hugmyndir þeirra um gott líf? Í lok æfingarinnar ræðið þið saman, þar sem öll reyna að svara eftirfarandi spurningum. Hvert og eitt segir frá sínum vangaveltum og hin hlusta á meðan. • Hugmyndum hvers um gott líf ertu síst sammála? Hver er ástæðan? • Hugmyndum hvers um gott líf ertu helst sammála? Hvers vegna? • Nefndu eitt af því sem þér finnst mikilvægt til að geta átt gott og innihaldsríkt líf. a b c
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=