Ég og framtíðin 3

24 10. bekkur | 1. HLUTI 1 Viðtal um námsval 2 Heyrið sögur hvers annars 3 Líkt og ólíkt í námsvali? Margt er um að velja Í þessu verkefni gætirðu uppgötvað að það eru margar leiðir til að velja og taka ákvarðanir. Þú lærir á þinn eigin ákvarðanatökustíl. Þú tekur stutt viðtal við einhvern um hvernig viðkomandi valdi sína námsleið og skrifar stuttan texta sem dregur viðtalið saman. Þú getur tekið viðtal við foreldri eða annan fullorðinn. Spurningar sem þú getur stuðst við: • Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst yngri? • Breyttust þær áætlanir á einhverjum tímapunkti? • Hvers konar aðstoð fékkstu við val á námsleið að loknum grunnskóla? • Segðu frá því hvernig þú valdir námið sem þú fórst í. Hafði einhver sérstök áhrif á það val? • Hvernig fékkstu fyrsta starfið þitt? • Hefur þú skipt um starf eða vinnustað? Segðu frá því. Skiptist á að segja frá því hvers þið urðuð vísari varðandi námsval viðmælanda ykkar. • Ræðið það sem er líkt og ólíkt og hvernig frásagnirnar passa við það hvernig þú tekur ákvarðanir. Þegar öll hafa sagt frá námsvali einhvers ætti bekkurinn að ræða saman út frá spurningunum hér að neðan. Hvaða munur er á því hvernig viðmælendur völdu sína námsleið? Hvað er líkt á milli viðmælenda? Ef ætti að lýsa ákvarðanatökunni í fyrirsögn, hver yrði hún? (Nokkur dæmi: «gaman», «hagkvæmt», «fylgdi straumnum», «pressa frá foreldrum» o.s.frv.) Líkist aðferð þín við ákvarðanatöku, eitthvað aðferð annarra viðmælenda? Ef þú þyrftir að nota einn ákvarðanatökustíl, hver þeirra yrði fyrir valinu? a d b e c

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=