Ég og framtíðin 3

23 10. bekkur | 1. HLUTI 3 Ímyndaðu þér framtíðarstarf Í gegnum árin hafa verið til mörg störf sem nú eru horfin. Sama sagan er að endurtaka sig, en talið er að mörg störf muni hverfa innan nokkurra ára. Önnur störf koma trúlega í stað þeirra. Í þessu verkefni skaltu hugsa þér eitt starf sem verður til einhvern tímann í framtíðinni. Kennarinn mun gefa nokkur dæmi um störf, sem þú getur valið að skrifa um, eða þú kemur sjálf með hugmynd að alveg nýju starfi. Þegar þú segir frá nýja starfinu svarar þú eftirfarandi spurningum. Þá geturðu notað hugmyndaflugið og sköpunargáfuna til hins ýtrasta til að lýsa starfinu og náminu sem þarf að ljúka. Hvað heitir starfið sem þú ætlar að tala um? a b Lestu söguna Væntingar og veruleiki. Hver er boðskapur sögunnar? Segðu frá framtíðarstarfinu út frá eftirfarandi atriðum: • Lýstu starfinu út frá daglegum verkefnum sem þarf að sinna, eiginleikum, gildum, styrkleikum og áhugasviðum. • Lýstu dæmigerðri námsleið. • Er um að ræða almennt bóknám eða fagnám? • Er námið á framhalds- eða háskólastigi? • Er tækifæri til frekari menntunar til meistara- eða doktorsprófs? • Er auðvelt að komast á námssamning? Er hægt að fá meistararéttindi? • Hvernig eru atvinnutækifærin í nærsamfélaginu? Hvar finnast venjulega störf af þessu tagi? Hvernig mun þetta starf halda áfram að þróast í framtíðinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=