Ég og framtíðin 3

Ég og framtíðin 3 Verkefnabók í náms- og starfsfræðslu Reinhardt Jåstad Røyset og Kjell Helge Kleppestø

Ég og framtíðin 3 verkefnabók í náms- og starfsfræðslu Íslensk útgáfa og staðfæring ISBN 978-9979-0-2975-5 © 2021 Vigmostad & Bjørke AS © 2024 Þýtt og staðfært: Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur og góð ráð: Elísabet Vala Guðmundsdóttir, Rósa Siemsen og Rúnar Helgi Haraldsson Aðstoð og góð ráð við tölfræðigögn: Vignir Örn Hafþórsson Málfarslestur: Ingólfur Steinsson og Magnús Teitsson Umbrot: Menntamálastofnun Ljósmyndir: Shutterstock 1. útgáfa 2024 ( rafræn bók) 2. útgáfa 2024 ( bók skipt í þrjá hluta- rafræn og prentuð) Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Min framtid norsk útgáfa © 2021 Vigmostad & Bjørke AS Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2021 ISBN: 978-82-8372-261-1 Grafísk hönnun: John Grieg, Bergen Ljósmyndir: Shutterstock Hönnun á efninu: Fagbokforlaget

Ég og framtíðin 3 Verkefnabók í náms- og starfsfræðslu

2 Inngangur Inngangur Til nemenda Hugmyndin með þessari bók er að hjálpa þér við að taka ákvörðun um næstu skref í námi og/eða velta fyrir þér framtíðaráformum varðandi þátttöku í atvinnulífinu. Slíkt kallast náms- og starfsfræðsla. Bókin er hugsuð fyrir efstu bekki grunnskólans og mun vonandi gagnast á þeim þremur árum þar til þú ferð í framhaldsskóla eða út á vinnumarkaðinn. Gangi þér vel. Til kennara / náms- og starfsráðgjafa Ég og framtíðin hefur komið út í Noregi frá árinu 2004 og verið mikilvægur þáttur í náms- og starfsfræðslu þar í landi. Bókin er byggð upp með hliðsjón af námskrá í greininni, en í Noregi er náms- og starfsfræðsla skyldunámsgrein í 8.–10. bekk. Markmið bókarinnar tengjast því að gera nemendur færari í að taka sjálfstæðar ákvarðanir, auka færni við að stýra eigin náms- og starfsferli og vinna með þverfagleg viðfangsefni á mörkum lífsleikni og náms- og starfsfræðslu. Í hverjum þriggja kafla bókarinnar snýst fyrri hlutinn um að horfa inn á við en sá síðari um það náms- og starfsumhverfi sem við tekur að grunnskóla loknum. Norsku útgáfunni fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar og mikið magn ítarefnis sem hægt er að nálgast á vefsíðunni minframtid.fagbokforlaget.no. Einnig er rétt að benda á bók þeirra Reinhardt J. Røyset og Kjell H. Kleppestø, Utdanningsvalg – karrierelæring og livsmestring þar sem finna má margvíslegar tengingar við efni þessarar bókar. Þó að enn hilli ekki undir sérstaka námskrá í náms- og starfsfræðslu og hún „óburðug námsgrein í íslensku skólakerfi“ er von okkar sú að Ég og framtíðin verði skref í þá átt að búa nemendur „undir frekara nám og starf með markvissri námsog starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem er í boði að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu“. (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 2011). Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Í kössum neðst á sumum síðum er bent á ítarefni eins og netsíður, meira lesefni, fræðslumyndir eða sögur sem styðja við efni kaflans. Meira af slíku er í vinnslu og bætist við jafn óðum og það verður tilbúið.

3 Tenglar í meira efni Tenglar og ítarefni Í námsefninu eru tenglar sem vísa á frekari upplýsingar og fleiri verkefni. Hér eru einfaldar útskýringar á efninu sem vísað er til: Efnisyfirlit 10. bekkur Lífsleikni og náms- og starfsferillinn þinn . . .. 5 Framhaldsskólanám og leiðin áfram . . . .... 32 HINDRANIR MÖGULEIKAR AÐLÖGUN MÓTSTAÐA TILVILJANIR VAL BREYTINGAR STÖÐUGLEIKI ÉG SAMHENGI Vefsíða leiðir á síðu á netinu þar sem finna má frekari upplýsingar. Lesa meira viðbótartexti með meiri upplýsingum en eru í bókinni. Myndband tengill á fræðslumyndir sem styðja við efni kaflans. Klípusaga sögur sem hægt er að velta fyrir sér og ræða í nemendahópnum. Næsta skref lýsingar á fjölbreyttum störfum og námsleiðum.

4 Orðskýringar Náms- og starfsferill: Leið okkar í námi, starfi og lífinu sjálfu. Leikni í að stjórna eigin náms- og starfs- ferli snýst um að skilja og þroska sjálf sig í tengslum við nám, þróa með sér sterka sjálfsmynd og kanna tækifæri til menntunar og þátttöku í atvinnulífinu. Hér er átt við færni við að safna, greina og nota upplýsingar varðandi nám, vinnu og sjálfa/n sig og til að takast á við tímabil í lífinu þar sem breytingar eiga sér stað. Ákvarðanataka og að skilja afleiðingar af eigin vali eru líka hluti viðfangsefnisins. Þessi leikni gerir fólki kleift að fást við breytingar, til dæmis þegar skipt er um skólastig eða vinnu. Staðreyndin er að hvert og eitt mótast af lífsaðstæðum sínum og gjörðum en getur líka haft áhrif á og mótað bæði eigin framtíð og samfélagið. Náms- og starfsfræðsla: Nám sem tengist stjórnun eigin náms- og starfsferils getur bæði átt sér stað sem hluti af skipulögðu námi í skóla eða með óformlegri hætti vegna áhrifa frá fjölskyldu, vinum eða öðrum mikilvægum fyrirmyndum. Einnig getur verið um að ræða sér námsgrein með námsefni og ákveðnum áfanga- og lokamarkmiðum. Skólinn ber þá ábyrgð á kennslunni og innihaldið er skilgreint í námskrá. Á Íslandi er slík fræðsla ekki sérstök námsgrein, heldur fellur undir lífsleikni og samfélagsgreinar, oft í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjöf: Markmið náms- og starfsráðgjafar eru að efla færni fólks til að takast á við breytingar og taka mikilvægar ákvarðanir sem tengjast vali á námi og starfi. Náms- og starfsráðgjöf felst í aðstoð við fólk til að kanna aðstæður sínar, átta sig á eigin óskum og tækifærum og styðja við ákvarðanatöku og val. Ráðgjöfin fer ýmist fram með einstaklingum eða hópum, oftast staðbundið en einnig á netinu. Náms- og starfsráðgjöf fer víða fram í samfélaginu, hvort tveggja í tengslum við skóla og atvinnulíf. Lífsleikni: Náms- og starfsfræðsla tengist bæði lýðheilsu og lífsleikni á þann hátt að nemendur læra að takast á við bæði meðbyr og mótlæti, áskoranir og umskipti. Með náminu og samspili ólíkra viðfangsefna eiga nemendur að fá innsýn í hvaða þættir eru mikilvægir til að fást við lífið og val á námi og störfum, vera undirbúin fyrir þátttöku í atvinnulífinu, starfsþróun og símenntun ásamt því að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd. Þemu sem tengjast þessum greinum eru lífsstíll, neysla og fjárhagur, gildi, mannleg samskipti, að setja mörk og bera virðingu fyrir öðrum auk þess að geta tekist á við eigin hugsanir og tilfinningar. Orðskýringar

5 10. bekkur | 1. HLUTI Lífsleikni og náms- og starfsferillinn þinn 10. bekkur, 1. hluti – Sjálfstal . . . . . . . . ......... 6 – Gildi . . . . . . . . . . .......... 7 – Gildahringur . . . . . . ....... 9 – Störf og gildi . . . . . . ...... 10 – Störf tengd raungreinum . . . . . . ...... 12 – SVÓT greining . . . . . ...... 14 – SMART markmiðasetning . . 16 – Draumastörfin mín . . . . ....17 – Reynsluhótelið – mín mörgu hlutverk . . . . . ..... 18 Áform mín fyrir 10. bekk – Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – fyrsta umferð . . .. 20 – Kynbundin störf . . . . . ..... 21 – Framtíðarstörf . . . . . ...... 22 – Margt er um að velja . . . ... 24 – Ísjaki – mannkostir . . . . .... 26 – Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri? . . . . .28 – Að byggja framtíð . . . . .... 29 – Verðleikar, færni og kynjaímyndir . . . . . . ...... 30

6 10. bekkur | 1. HLUTI 2 Sjálfstal í skólastofunni 1 Jákvætt eða neikvætt sjálfstal? Sjálfstal Sjálfstal köllum við samtalið sem við eigum innra með okkur, með neikvæðum og jákvæðum athugasemdum um okkur sjálf. Þetta samtal hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum áskorunum. Jákvætt sjálfstal er lykilþáttur í að takast á við bæði meðbyr og mótlæti. Í þessari æfingu skoðum við og veltum þessu samtali fyrir okkur Hugsaðu um krefjandi aðstæður sem þú hefur lent í, þar sem sjálfstal kom við sögu. Skrifaðu niður hvað gerðist. Var sjálfstalið jákvætt eða neikvætt? Nefndu dæmi. Nefndu fimm atriði sem einkenna þig og vinnu þína í skólanum. Gerðir þú eitthvað til að breyta hugsunarhætti þínum? Hvað virkaði? Hvað hefðir þú sagt ef vinur þinn eða vinkona væri í þessum aðstæðum? Hefur eitthvað breyst varðandi það hvernig þú hlustar á og notar sjálfstalið, síðan í 9. bekk? Sjá bls. 74. a a c b b d Horfðu á Ted talk fyrirlestur á ensku um það hvernig sjálfstal hefur áhrif á okkur.

7 10. bekkur | 1. HLUTI 1 Gildishlaðin orð Gildi Hefur þú góða yfirsýn yfir það sem er sérstaklega mikilvægt fyrir þig við mismunandi aðstæður? Í þessu verkefni skoðum við orð sem lýsa gildum. Gildi skóla, fyrirtækja og samfélags eru oft skýrt afmörkuð og mótuð með lýsandi orðum. Á listanum er að finna mörg mismunandi gildishlaðin orð og orðasambönd. Hugsaðu um hvað orðin þýða. Merktu við þau orð sem þarfnast skýringar. Samþykki Hafa vald til að taka ákvarðanir Umhyggja Stöðugleiki Alvara Hjálpa öðrum Hugulsemi Stuðningur frá fjölskyldu Ábyrgð Hjálpsemi Að ráða við hlutina Heilbrigði Vinna hörðum höndum Að vinna hratt og vel Upplifanir Traust Öðlast frægð Von Bjartsýni Þéna mikla peninga Vera vel metin Ekki of mikil pressa Skipulag Hefðir Nota hæfileika mína Vinna einn Sannfæring Heiðarleiki Dugnaður Vinna með öðrum sem deila mínum gildum Hagnaður Öryggi Fjölskylda Vinna með vélar Afkasta Þolinmæði Færni Vinna með fólki Áreiðanleiki Sjálfstæði Fyrirsjáanleiki Forvitni Hafa áhrif á aðra Áskoranir Friður Sköpunargáfa Sanngirni Fjölbreytni Frelsi Jafnrétti Snyrtimennska Vinir Líkamlegar áskoranir Læra nýja hluti Samvinna Góðvild Fá viðurkenningu Samkennd Sjá afrakstur vinnunnar Virðing Ánægja Að takast á við verkefni Búa til betri heim Vera í góðu formi Manngæska Tækifæri til að fá útrás Skapa eitthvað nýtt Vera listræn/n Skemmta sér Glaðværð Spenna Gera gagn í samfélaginu

8 10. bekkur | 1. HLUTI 2 Gildi sem eru þér mikilvæg Merktu við tíu gildi í töflunni, sem þú telur mikilvæg fyrir þig. Notaðu lit eða tákn. Veldu fimm af þeim tíu gildum sem þér finnast mikilvægust. Merktu þau með öðrum lit eða öðru tákni. Hvaða gildi munu skipta þig máli þegar þú leitar að námi og vinnu? Verða þessi gildi öðruvísi en í einkalífinu? Ræðið saman tvö og tvö um þau gildi sem þið hafið merkt við. Eru einhver þeirra sameiginleg hjá ykkur? Skrifið þau niður ef svo er. Hvað finnst þér um þau gildi sem þú hefur merkt við? Hvernig myndir þú skilgreina þau? a b c d e Horfðu á Ted talk fyrirlestur á ensku um gildin sem gera lífið okkar gott.

9 10. bekkur | 1. HLUTI ÉG SAMHENGI Gildahringur Hvaða fólk, hlutir, staðir og athafnir skipta þig miklu máli? Þú setur innst í hringinn það sem þér finnst allra mikilvægast. Það sem þú setur í ytri hringina hefur trúlega líka mikið gildi en er atriði sem þú hefur ekki í huga dags daglega. Skrifaðu minnispunkta í hvern hluta og veltu fyrir þér á hverju val þitt byggist. Hver er ástæðan fyrir forgangsröðuninni? HLUTIR SEM SKIPTA MIG MIKLU STAÐIR SEM SKIPTA MIG MIKLU STARFSEMI SEM SKIPTIR MIG MIKLU FÓLK SEM SKIPTIR MIG MIKLU

10 10. bekkur | 1. HLUTI 1 Gildi í ólíkum störfum Störf og gildi Hver telurðu að séu mikilvæg gildi fólks í eftirfarandi störfum? Leikjahönnuður: Grafískur hönnuður: Slökkviliðsmaður: Tækniteiknari: Landslagsarkitekt: Dýralæknir: Öryggisvörður: Rafvirki: Lögfræðingur: Hlaðmaður: Stjórnmálafólk: Blaðamaður:

11 10. bekkur | 1. HLUTI 2 Hvaða gildi eru mikilvæg í atvinnulífinu? Ræðið saman í hópum um mismunandi skoðanir almennt varðandi gildi, og gildi í tengslum við störf. Í efstu röðina skrifið þið niður fjögur störf sem þið komið ykkur saman um. Í vinstri dálkinn skráirðu sjö gildi sem þú telur mikilvæg í atvinnulífinu. Hér ákveður þú ein/n hvaða gildi þú velur. Settu viðeigandi gildi undir þau störf sem þú telur að séu mikilvæg. Deildu hugmyndum þínum með öðrum í hópnum. Ef önnur gildi eru nefnd, sem þú hefur ekki skráð, skaltu skrifa þau niður við viðkomandi starf. a d b e c Störf Gildi

12 10. bekkur | 1. HLUTI 1 Hvaða störf kannast þú við? Störf tengd raungreinum Í töflunni hér að neðan er að finna margar starfsgreinar sem má tengja má við raungreinar. Hvaða störf kannast þú við? Segðu bekkjarfélaga frá tveimur þeirra. Hvaða störf virðast áhugaverð? Hvað gerir þau áhugaverð? Hvaða störf eru alveg ný fyrir þér? Merktu þau með Ó. Veldu nokkur þessara ókunnu starfa og kynntu þér þau betur. Hugsanlega finnur þú starf sem þú vissir ekki um áður, en hljómar spennandi? a c b d Störf tengd raungreinum lyfjafræðingur rafmagnsverkfræðingur skordýrafræðingur lektor háls-, nef- og eyrnalæknir geimtæknifræðingur landmælingamaður veirufræðingur umhverfis- og byggingaverkfræðingur lungnalæknir sjávarlíffræðingur örverufræðingur lífefnafræðingur dósent heimilislæknir stjörnufræðingur vistfræðingur sveppafræðingur lyfsali gigtarlæknir matvælafræðingur sjávarlíffræðingur frumkvöðull tölfræðingur dýrafræðingur læknir iðnhönnuður slökkviliðsmaður læknir geimfari skipulagsfræðingur líftæknifræðingur stærðfræðingur jarðfræðingur tannlæknir vatnafræðingur eðlisfræðingur augnlæknir brjósta- og innkirtlaskurðlæknir aðstoðarmaður á rannsóknarstofu haffræðingur leikjaforritari lífeindafræðingur sérfræðingur í meltingarsjúkdómum verkfræðingur barnaskurðlæknir húðlæknir tölvunarfræðingur brjóstalæknir grasafræðingur efnaverkfræðingur arkitekt jarðeðlisfræðingur kennari efnafræðingur dýralæknir veðurfræðingur líffræðingur tæknifræðingur fiskifræðingur frumuverkfræðingur barna- og unglingageðlæknir vélaverkfræðingur

13 10. bekkur | 1. HLUTI 2 Raungreinar og kynjaskipting Skoðaðu töfluna um kynjaskiptingu í störfum sem tengjast raungreinum. Mörg þessara starfa og starfsheita krefjast mismikillar raunvísindamenntunar. Hugleiddu með bekkjarfélaga kynjaskiptingu í hinum ýmsu starfsgreinum. Sjáið þið eitthvað sem er áberandi? Sjáið þið mynstur eða kerfi á muninum milli kynja? Hvernig eru launakjörin í þeim störfum þar sem karlar eru áberandi? Notið Utdanning.no til að skoða þetta. Hvernig eru launakjörin í þeim störfum þar sem konur eru áberandi? Notið Utdanning.no til að skoða þetta. a c b d Störf sem tengjast raungreinum og hlutfall starfandi kvenna og karla í þeim Starf Konur – Karlar (%) Starf Konur – Karlar (%) Líffræðingur 45–55 Tæknifræðingur 25–75 Dýralæknir 69–31 Arkitekt 48–52 Vélaverkfræðingur 7–93 Jarðfræðingur 31–69 Lífeindafræðingur 87–13 Efnafræðingur 41–59 Heilbrigðisverkfræðingur 64–36 Efnaverkfræðingur 49–51 Iðnaðarverkfræðingur 8–92 Jarðeðlisfræðingur 31–69 Lektor í háskóla 53–47 Veðurfræðingur 41–59 Tölvunarfræðingur 17–83 Stærðfræðingur 37–63 Lyfsali 97–3 Eðlisfræðingur 30–70 Læknir 50–50 Olíuverkfræðingur 14–86 Næringarfræðingur 40–60 Rafmagnsverkfræðingur 8–92 Efnaverkfræðingur 42–58 Landmælingamaður 27–73 Stjörnufræðingur 30–70 Lyfjafræðingur 75–25

14 10. bekkur | 1. HLUTI Þannig greining er gjarnan notuð innan fyrirtækja þegar þau vilja kanna eigin stöðu. Þú notar núna SVÓT greiningu til að finna út þína eigin styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Notaðu nokkrar af spurningunum og settu svörin í töfluna. 1 Dæmi um spurningar SVÓT greining Jákvæðir þættir Neikvæðir þættir Styrkleikar Veikleikar • Hvaða hæfni býrðu yfir? • Hvaða sérþekkingu býrðu yfir? • Hvaða hæfileikum býrðu yfir? • Hvaða úrræðum býrðu yfir? • Hverjar eru þínar sterku hliðar? • Hvaða tengiliði hefur þú? • Áttu einhver áhugamál sem skipta þig miklu og gætu verið mikilvæg í tengslum við vinnu, skóla eða frítíma? • Hvað hvetur þig áfram og fær þig til að vilja leggja aðeins meira á þig? • Við hvaða aðstæður finnst þér þú vera hamingjusöm/ samur, eða að þér líði sérstaklega vel? • Í hvaða samhengi gerir þú þitt allra besta? • Hefur þú aðra styrkleika sem þú hefur ekki þegar talið upp? • Hvað takmarkar þig eða heldur aftur af þér? • Vantar eitthvað upp á þá hæfni, reynslu, menntun eða þekkingu sem þú býrð yfir? • Hverjar eru þínar veikustu hliðar? • Í hvers konar aðstæðum finnurðu helst fyrir pirringi eða vanlíðan? • Ertu á einhvern hátt viðkvæm/ur? • Værirðu í framtíðinni til í að búa annars staðar en þú gerir núna? • Er gott jafnvægi milli skóla og frítíma hjá þér? • Hversu áhættusækinn ertu? • Ertu með einhverjar aðrar takmarkanir sem þú hefur ekki skráð sem aðrir gætu hafa tekið eftir? Tækifæri Ógnanir • Hverjir eru styrkleikar og veikleikar þeirra sem þú ert í samkeppni við? • Hvers konar námsleiðir höfða mest til þín? • Hvers konar fólki finnst þér best að vinna með? • Hvers konar starfsumhverfi höfðar mest til þín? • Langar þig að vinna í einkageiranum eða hjá hinu opinbera? • Hefur þú áhuga á að verða yfirmaður eða stjórnandi? • Eru einhverjar uppfinningar, hugmyndir eða ný vinnubrögð sem þú myndir vilja nýta? • Eru einhver laus störf núna eða á næstunni, innan þeirrar atvinnugreinar sem þú myndir helst kjósa? • Getur þú mætt samkeppni eða andstöðu frá öðrum? • Krefst starfssviðið sem þú helst vilt, sérstakrar menntunar eða reynslu? • Hefur þú gert eða sagt eitthvað sem gæti skaðað orðspor þitt á vinnumarkaði? • Hversu líklegt er að kunnátta þín eða þekking úreldist vegna tækninýjunga? • Eru aðstæður tengdar ferðum til og frá vinnu sem þú þarft að taka mið af?

15 10. bekkur | 1. HLUTI 2 SVÓT greiningin þín Jákvæðir þættir Neikvæðir þættir Innri þættir Styrkleikar Veikleikar • Hverjir eru styrkleikar þínir og hvað er jákvætt í núverandi aðstæðum þínum? • Hverjir eru veikleikar þínir og hvað er neikvætt í núverandi aðstæðum þínum? Ytri þættir Tækifæri Ógnanir • Hvaða aðstæður eru fyrir hendi í starfsumhverfinu sem þú getur notað þér til framdráttar? • Hvaða aðstæður eru fyrir hendi í starfsumhverfinu sem geta unnið gegn eða komið í veg fyrir það sem þú vilt?

16 10. bekkur | 1. HLUTI Að setja sér markmið til að vinna að, getur haft mikil áhrif á að þú náir þeim árangri sem þú vilt. SMART markmið eru mjög skýr og geta auðveldað þér að koma auga á hvað þú þarft að gera til að ná settu marki. 1 Þitt SMART markmið SMART markmiðasetning Þetta verkefni krefst þess að þú hafir lokið „Áætlun mín fyrir 10. bekk“ (sjá ítarefni síðu 107). Veldu eitt markmið þaðan og gerðu það að SMART markmiði með því að svara eftirfarandi spurningum: Skýr Markmiðið þarf að vera skýrt og þú þarft að skrifa það niður. Settu þér undir- eða skammtímamarkmið og tilgreindu nákvæmlega hverju þú vilt ná fram. Mælanleg Markmið þarf að vera mælanlegt svo aðþú vitir hvort og hvenær því hefur verið náð. Hvernig geturðu sýnt fram á að markmiðinu hafi verið náð? Aðgerðamiðað Markmiðið þarf að vera svolítið ögrandi og fela í sér áskorun svo að þú hafir eitthvað til að takast á við og vinna að. Hvað hvetur þig sérstaklega til að ná markmiðinu? Hvað gerir það erfitt að ná markmiðinu? Raunhæf Jafnvel mjög metnaðarfullt markmið þarf að vera raunhæft, einnig með tilliti til tíma og þess sem þú hefur úr að spila. Hvað þarf til að ná markmiðinu? Tímasett Markmiðið þarf að vera takmarkað við tíma (dagar, vikur, mánuðir), hvenær er því náð? (Hafðu í huga að mögulega þarftu að vera sveigjanleg og aðlaga tímann ef aðstæður breytast). Hvenær ætlarðu að hafa náð markmiðinu? Að setja sér markmið Skrifaðu í einni setningu: Þetta er það sem ég ætla mér að gera:

17 10. bekkur | 1. HLUTI Taktu saman mikilvægar upplýsingar um það sem þér finnst helst skipta máli þegar þú skipuleggur nám að loknum grunnskóla. Hugleiddu vel og vandlega hverja og eina spurningu áður en þú svarar þeim (forgangsraðaðu ef það er mögulegt). AÐLÖGUN MÓTSTAÐA Draumastörfin mín Nokkur störf sem þú getur hugsað þér að vinna við. Námsbrautir sem geta leitt til þeirra starfa sem þér finnst áhugaverð. Sérþekking og styrkleikar sem þig langar að nota í starfi? (forgangsraðað eftir þínum óskum): Með hvers konar fólki vilt þú helst vinna? Hvers konar vinnuaðstæðna og tækifæra óskarðu þér helst? Ábyrgð og laun sem þú óskar eftir? Hvar á landinu eða í heiminum viltu vinna? Eiginleikar, gildi, markmið og tilgangur sem þú vilt að sé hluti af þínu daglega lífi. Færni sem þú tekur með þér út í atvinnulífið. Aðrar upplýsingar sem þú telur mikilvægar á leið þinni að fyrsta vinnustaðnum. a b c d i j f g h e

18 10. bekkur | 1. HLUTI ÉG SAMHENGI Reynsluhótelið – mín mörgu hlutverk Ímyndaðu þér að þú sért hótel með mörgum herbergjum. Hvert og eitt herbergi hefur eitt hlutverk, byggt á margs konar reynslu þinni, sem hefur flutt inn og hefur þar búsetu. Þú (hótelið) getur haft mörg mismunandi hlutverk, sum eru mjög virk en önnur eru í bakgrunni. Hlutverk þín þroskast smám saman um leið og þú upplifir nýja hluti í samskiptum við aðra. Hlutverkin eru grunnurinn að þroska þínum og það hvernig þú tekst á við áskoranir. Dæmi: Ég er faðir, kennari, fyrirlesari, rithöfundur, listmálari, tónlistarmaður, stærðfræðingur og YouTuber (samfélagsmiðlari). Þetta er reynsla sem ég get talað oft og mikið um. Auk þess ólst ég upp á sveitabæ þar sem ég tók þátt í sveitastörfum, svo sem smalamennsku, heyskap, girðingavinnu og skógrækt. Þessa reynslu nota ég ekki lengur, mikið í mínu daglega lífi. Á næstu síðu er hótel sem hefur 24 herbergi, samanber fjölda glugga. Hugleiddu þessar spurningar og skrifaðu stutt svör. 1 Gefðu hverju herbergi hlutverk byggt á eigin reynslu 2 Hlutverkin þín Settu eitt hlutverk í hvert herbergi. Teiknaðu gjarnan tákn eða eitthvað sem þú tengir við hvert hlutverk. Hvaða hlutverk skipta þig mestu máli? Hvers vegna? Hvaða hlutverk notar þú mest í daglegu starfi? Geta einhver hlutverk hjálpað þér? Á hvaða hátt? Ef þú manst nokkurn veginn hvenær þú byrjaðir að sinna þessu hlutverki má gjarnan skrifa það líka í gluggann. Veita einhver hlutverk þér styrk? Valda önnur þeirra þér áhyggjum? Eru þetta hlutverk sem þú vildir óska að þú hefðir? Eru einhver hlutverk sem þú vildir ekki hafa? a a b c b d e f

19 10. bekkur | 1. HLUTI HÓTEL

20 10. bekkur | 1. HLUTI Í þessu verkefni skaltu kanna nokkrar námsbrautir í framhaldsskólum og skoða hvaða möguleika þær bjóða upp á. Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – fyrsta umferð Notaðu Starfavísi eða taktu áhugakönnun á næsta skref. Svaraðu eftirfarandi spurningum: • Námsbrautir sem mér finnst áhugaverðar: • Á öðru og þriðja ári get ég valið um mismunandi áfanga innan ákveðins ramma. • Skólar sem bjóða upp á þessar námsbrautir í næsta nágrenni mínu: • Störfin sem ég get sinnt með því að fara í gegnum þetta nám. • Hvaða möguleika hef ég til að fara í meira nám, ef ég vil það eftir nokkurra ára starf: Notaðu næstaskref.is til að finna upplýsingar um mismunandi námsbrautir framhaldsskóla. • Námið sem ég stefni á er á háskólastigi og í boði í eftirfarandi skólum: • Ég hef ákveðið að fara í iðn – eða verknám. Frekari upplýsingar um námið get ég fengið hér: • Kynntu þér nánar möguleika til iðn- og verknáms á Nám & störf vefnum. a c b Næsta skref. Næsta skref.

21 10. bekkur | 1. HLUTI Kynbundin störf Skrifaðu niður þau tíu störf sem koma fyrst upp í hugann. Ræðið í hópum hvort hægt er að flokka störfin sem þið hafið skrifað niður, í karla- eða kvennastörf. Flokkið störfin í þessa töflu. Karlastörf Kvennastörf Setjið störfin sem unnið var með í töfluna hér fyrir neðan. Veltið fyrir ykkur hvernig þið teljið að dreifing karla og kvenna sé í mismunandi störfum. a b c Karlastörf – hér starfa flestir karlar Hlutlaus Kvennastörf – hér starfa flestar konur Flestir karlar Mun fleiri karlar Aðeins fleiri karlar Álíka margar konur og karlar Aðeins fleiri konur Mun fleiri konur Flestar konur

22 10. bekkur | 1. HLUTI 1 Fjórða iðnbyltingin 2 Hvernig munu störfin þróast í framtíðinni? Framtíðarstörf Heimurinn hefur gengið í gegnum nokkrar tæknibyltingar í samskiptum og atvinnustarfsemi. Margir telja að nú séum við á góðri leið inn í fjórðu iðnbyltinguna. Því er spáð að fram til ársins 2030 lendi störfin sem til eru í dag í einum af þremur eftirfarandi flokkum: • Störf sem hverfa eða verða síður mikilvæg. • Störf sem verða áfram þau sömu og nú en munu líklega þróast á einn eða fleiri vegu. • Störf sem þróast alveg á nýjan hátt, eða í alveg ný störf sem við þekkjum ekki í dag. Hvað finnst þér felast í þessu hugtaki? Hvað getur þú fundið út um þetta? Hvað telur þú að fjórða iðnbyltingin hafi að segja um náms- og starfsferil þinn? Hugleiðið og ræðið tvö og tvö hvaða starfsgreinar munu lenda í fyrstu tveimur flokkunum. Hvaða störf munum við finna í þriðja flokknum? a c a b b Horfðu á mynd á ensku um iðnbyltinguna.

23 10. bekkur | 1. HLUTI 3 Ímyndaðu þér framtíðarstarf Í gegnum árin hafa verið til mörg störf sem nú eru horfin. Sama sagan er að endurtaka sig, en talið er að mörg störf muni hverfa innan nokkurra ára. Önnur störf koma trúlega í stað þeirra. Í þessu verkefni skaltu hugsa þér eitt starf sem verður til einhvern tímann í framtíðinni. Kennarinn mun gefa nokkur dæmi um störf, sem þú getur valið að skrifa um, eða þú kemur sjálf með hugmynd að alveg nýju starfi. Þegar þú segir frá nýja starfinu svarar þú eftirfarandi spurningum. Þá geturðu notað hugmyndaflugið og sköpunargáfuna til hins ýtrasta til að lýsa starfinu og náminu sem þarf að ljúka. Hvað heitir starfið sem þú ætlar að tala um? a b Lestu söguna Væntingar og veruleiki. Hver er boðskapur sögunnar? Segðu frá framtíðarstarfinu út frá eftirfarandi atriðum: • Lýstu starfinu út frá daglegum verkefnum sem þarf að sinna, eiginleikum, gildum, styrkleikum og áhugasviðum. • Lýstu dæmigerðri námsleið. • Er um að ræða almennt bóknám eða fagnám? • Er námið á framhalds- eða háskólastigi? • Er tækifæri til frekari menntunar til meistara- eða doktorsprófs? • Er auðvelt að komast á námssamning? Er hægt að fá meistararéttindi? • Hvernig eru atvinnutækifærin í nærsamfélaginu? Hvar finnast venjulega störf af þessu tagi? Hvernig mun þetta starf halda áfram að þróast í framtíðinni?

24 10. bekkur | 1. HLUTI 1 Viðtal um námsval 2 Heyrið sögur hvers annars 3 Líkt og ólíkt í námsvali? Margt er um að velja Í þessu verkefni gætirðu uppgötvað að það eru margar leiðir til að velja og taka ákvarðanir. Þú lærir á þinn eigin ákvarðanatökustíl. Þú tekur stutt viðtal við einhvern um hvernig viðkomandi valdi sína námsleið og skrifar stuttan texta sem dregur viðtalið saman. Þú getur tekið viðtal við foreldri eða annan fullorðinn. Spurningar sem þú getur stuðst við: • Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst yngri? • Breyttust þær áætlanir á einhverjum tímapunkti? • Hvers konar aðstoð fékkstu við val á námsleið að loknum grunnskóla? • Segðu frá því hvernig þú valdir námið sem þú fórst í. Hafði einhver sérstök áhrif á það val? • Hvernig fékkstu fyrsta starfið þitt? • Hefur þú skipt um starf eða vinnustað? Segðu frá því. Skiptist á að segja frá því hvers þið urðuð vísari varðandi námsval viðmælanda ykkar. • Ræðið það sem er líkt og ólíkt og hvernig frásagnirnar passa við það hvernig þú tekur ákvarðanir. Þegar öll hafa sagt frá námsvali einhvers ætti bekkurinn að ræða saman út frá spurningunum hér að neðan. Hvaða munur er á því hvernig viðmælendur völdu sína námsleið? Hvað er líkt á milli viðmælenda? Ef ætti að lýsa ákvarðanatökunni í fyrirsögn, hver yrði hún? (Nokkur dæmi: «gaman», «hagkvæmt», «fylgdi straumnum», «pressa frá foreldrum» o.s.frv.) Líkist aðferð þín við ákvarðanatöku, eitthvað aðferð annarra viðmælenda? Ef þú þyrftir að nota einn ákvarðanatökustíl, hver þeirra yrði fyrir valinu? a d b e c

25 10. bekkur | 1. HLUTI 4 Val og manngerðir Hægt er að fara margar leiðir við ákvarðanatöku. Í skýrslu sem kallast Moments of Choice eru dregnar saman rannsóknir á viðhorfum breskra unglinga til náms- og starfsvals. Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram sem fimm manngerðir eða aðferðir þegar staðið er frammi fyrir náms- eða starfstengdu vali. Safnarinn: „Ég vil afla eins mikilla upplýsinga og hægt er, og kanna sem flest til að komast að því hver rétta leiðin er fyrir mig.“ Sá staðfasti: „Ég veit hvað ég vil og vinn markvisst að því að finna upplýsingar og rök sem staðfesta valið sem ég hef í huga.“ Á báðum áttum: „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að velja en verð að finna eitthvað eins fljótt og auðið er.“ Harðákveðin: „Ég veit hvað ég vil og þarf ekki að spá frekar í það.“ Uppgefinn: „Mér er alveg sama, þetta verður bara að koma í ljós.“ Hver þessara manngerða er líkust þér? d i ? ! i ? ! i ? ! i ? ! i ? !

26 10. bekkur | 1. HLUTI Lýsandi orð Ísjaki – mannkostir Hér að neðan er listi yfir lýsingarorð sem gætu átt við um þig í mismunandi aðstæðum. Skoðaðu listann. Veldu 5–6 orð sem þér finnst að lýsi þér vel. Láttu vin eða bekkjarfélaga velja 5–6 orð sem hann eða hún telur að lýsi þér vel. Orðin eiga að dreifast í mismunandi flokka á ísjakanum á næstu síðu: Opið: Hér setur þú orðin sem bæði þú og vinur þinn eða bekkjarfélagi völdu. Blint: Í þennan reit seturðu orð sem aðeins vinur þinn eða bekkjarfélagi völdu. Falið: Hér skrifar þú orðin sem bara þú valdir. Óþekkt: Þetta er flokkur fyrir orð sem annað hvort passa ekki til að lýsa þér eða orð sem þú ert ekki viss um að passi við þig núna. a b Listi yfir lýsingarorð sem geta lýst þér við mismunandi aðstæður dugleg margslunginn uppátækjasöm sterkur feimið flinkur sjálfsöruggt greindur stolt spaugsamur hæf áreiðanlegur einræn hljóður mannblendin viðmótsþýður verðug góður yfirveguð kjánalegur klár samúðarfull fróður afslöppuð hvatvís aðlögunarhæf kraftmikill rökvís trúrækin geðþekk kjarkmikil félagslyndur ástrík opinn taugaspennt hugrökk vinalegur bráðþroska móttækilegur ábyrgt rólegur gjafmild hlédrægur forvitin hlýr nærgætin glaðlegur óframfærin sjálfsöruggur vitur hjálpsamur taugaóstyrk sjálfsmeðvitaður fyndin hugljúf kátur hugsjónaauðug athugull tilfinningaríkur þolinmóð hress sjálfstæð skipulagður væmin skarpur

27 10. bekkur | 1. HLUTI Opið Persónueinkenni og hliðar á þér sem þú kannast vel við og aðrir sjá líka og geta staðfest. Blint Persónueinkenni og hliðar á þér sem þú þekkir en aðrir ekki. Falið Persónueinkenni og hliðar sem þú kannast ekki við hjá þér en aðrir sjá og geta staðfest. Óþekkt Persónueinkenni og hliðar á þér sem þú kannast ekki við og aðrir ekki heldur.

28 10. bekkur | 1. HLUTI Vinnið tvö og tvö saman og hjálpist að við að finna góð svör við spurningunni „Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri?“ Skrifið niður öll svör sem ykkur detta í hug. Skiptið nú um félaga og deilið svörunum ykkar. Bætið endilega við nýjum tillögum. Vinnið aftur saman tvö og tvö, þau sömu og í upphafi. Komið ykkur saman um bestu svörin miðað við öll þau svör sem þið hafið deilt hvert með öðru. Setjið saman lokasvörin ykkar. Verið tilbúin að deila svörunum ykkar með bekknum. a b c d Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri? Í efstu bekkjum grunnskóla erum við mörg áhugasöm og forvitin um eigin framtíð. Þegar þú talar við fólk og það heyrir að þú munir fljótlega klára grunnskólann færðu sennilega oft þá spurningu hvaða námsbraut í framhaldsskóla þú ætlir að velja og hvert þú stefnir. Kannski veistu nú þegar hvað þú ætlar að gera eftir 10. bekk? Verkefnið er hugsað til að draga úr álagi eða þrýstingi í tengslum við náms og starfsval. Mörg finnum við sennilega fyrir óþarfa kröfu um að velja rétt því valið skipti svo miklu máli. Hefur eitthvað breyst frá því að þið unnuð með þetta í 9. bekk (bls. 99)?

29 10. bekkur | 1. HLUTI Að byggja framtíð Nú skaltu skoða eina eða fleiri mögulegar myndir af framtíðinni. Framtíðin er ekki eitthvað sem þegar er til staðar eða bíður þín einhvers staðar. Á vissan hátt er hugmyndin um framtíðina tálsýn – því ekkert er að gerast þar enn. Hins vegar getur hugmyndin um tiltekna framtíð veitt mikinn kraft til að fikra sig í átt að þeirri framtíð sem við sjáum fyrir okkur. Þú kannar hugmyndina um einn eða fleiri ólíka framtíðarmöguleika út frá þriggja þrepa líkani: Hvernig hugsar þú um framtíðina? Í kristalskúlunni geturðu leikið þér með hugmyndina um margs konar mismunandi framtíð og einstaka sviðsmyndir gagnvart framtíðinni sem þú vilt skapa þér. Þú getur skrifað um þetta eða teiknað það sem þú sérð fyrir þér. Hvernig viltu að framtíðin verði? Í kristalskúluna skrifar þú og teiknar ástæður þess að þig dreymir um tiltekna framtíð. Hvernig skapa ég framtíðina? Hvað get ég gert til að skapa þessa framtíð? Í kristalskúluna skrifar og teiknar þú það sem þú þarft að gera. a b c Lestu um það hvernig þú gætir byggt upp framtíð þína. Að byggja eigin framtíð. Þú hugsar Þig langar Þú bregst við

30 10. bekkur | 1. HLUTI Hugsaðu um hvaða verðleika og færni þú tengir við karlkyn, kvenkyn eða ert hlutlaus gagnvart. Skráðu orðin í töfluna og deildu sýn þinni með bekkjarfélaga. Veljið fimm atriði sem ykkur finnst eiga best við um karlkyn, kvenkyn eða eruð hlutlaus gagnvart. Merkið þau. Atriðunum sem þið eruð sammála um deilið þið með bekknum. Til umhugsunar eftir umræðu í bekknum: Eru allir nemendur sammála um einhver atriði? Voru einhverjir verðleikar eða hæfni sem kölluðu á sérstaklega góðar umræður? Hvað getum við lært af þessu? a b c d Verðleikar, færni og kynjaímyndir Notið listann yfir verðleika og færni á næstu síðu. Karlkyns Hlutlaus Kvenkyns

31 10. bekkur | 1. HLUTI Verðleikar, færni og kynjaímyndir árásargjörn fyndinn frek traustur jákvæð klár áreiðanlegur aðlagast vel virkur framtakssöm staðfastur trygglynt greinandi aðgreinandi ropar efast um sjálfa sig ábyrgðarfullur mikið innsæi gjafmild töff gott vinnusiðferði kaldhæðin tilfinningaríkur þolir streitu stjórnsamur keyrir hratt málefnaleg þolinmóður barngóð knúsar vini sína sölumiðaður óhrædd hjálplegur klók samvinnufús óörugg tekur ákvarðanir samkeppnissinnuð kaldhæðinn félagslynd í ræktinni kappsamur sjálfmiðað ögrandi boxar baráttumaður sjálfstæður óþolinmóð notar maskara gagnrýninn þekkir sjálfa sig hlýlegur notar naglalakk hlustar sjálfsörugg blíður gengur með bindi eldar mat sjálfstætt viljasterk smíðar setur stút á munninn væmin sýnir tilfinningar leggur fallega á borð elskar blóm þjónustulunduð sýnir umhyggju hrein og bein kann vel við völd og stöðu efins eigingjörn kann vel við spennu feimin samúðarfull rökvís fer í megrun áköf tryggt slæst er hetja kann að hlusta talar um erfiðleika góð sýnir samúð góð í samskiptum tortryggin deilir með öðrum sveigjanleg liðug hrækir góð að hugga þarf að líta vel út þrjósk þrjóskur markviss stefnumótandi ratvís hleypir í brýrnar skipulögð góðhjörtuð býr til tengslanet styðjandi grætur náin uppfyllir kröfur gengur á háum hælum umhyggjusöm sæt gengur í kjól hugulsamt tekur frumkvæði gengur með hníf uppátækjasöm tekur frumkvæði á besta vin fræðir passar upp á vinnusöm jákvæð tæknilegt hjálpar hagsýn fyrirgefur

10. bekkur | 1. HLUTI Framhaldsskóla- nám og leiðin áfram 10. bekkur, 2. hluti – Að lifa lífinu . . . . . . . . . .......... 33 – Ákvarðanataka – tíu skref að betra vali . . . . . ..... 35 – Nám að loknum grunnskóla . . . ... 37 – Skólakerfið . . . . . . . . . ........... 38 – Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – önnur umferð . . . . . . . . ........ 39 – Sérhæfing í námi . . . . . . . ........ 41 – Tíu verknámsleiðir . . . . . . . ....... 44 – Starfsmenntun . . . . . . . . ......... 46 – Hvað stýrir valinu okkar? . . . . ..... 48 – Umsókn um framhaldsskóla . . . . . . .51 – Hönnunarhugsun . . . . . . . ........ 52 – Frumkvöðlastarf . . . . . . . . ........ 55

9. bekkur | 2. HLUTI 33 Sögur Að lifa lífinu Þegar þú færð spurningar um hvað þú ætlar þér í framtíðinni, er væntanlega spurt um áform varðandi nám og störf. Kannski hefurðu skýrar hugmyndir um hvað þú vilt, eða þarftu ef til vill aðstoð við að átta þig á hvar þú sérð þig í framtíðinni? Í þessari æfingu geturðu fengið hugmyndir um hvað er mikilvægt til að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi og hvernig væri mögulegt að ná því markmiði. Saga 1: Katrín Katrín er 32 ára. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2018 og hefur starfað á lögfræðistofu í fjögur ár. Hún ákvað að læra lögfræði því hún hefur alltaf haft gaman af rökræðum. Auk þess vildi hún hafa menntun sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri. Á lögfræðistofunni vinnur hún að undirbúningi mála fyrir réttarhöld og henni er falin mikil ábyrgð. Henni finnst spennandi að bera svona mikla ábyrgð en metur líka mikils að geta átt samstarf við vinnufélagana. Katrín vinnur oft 50 tíma á viku, stundum meira og hún þénar töluvert meira en vinir hennar. Hins vegar saknar hún þess að hafa ekki meiri tíma til að sinna öðrum áhugamálum eins og að teikna og vera meira með kærastanum og vinum sínum. Vinnið fjögur saman í hóp. Æfingin fer fram í þremur áföngum. Allir meðlimir hópsins lesa sögurnar fjórar. Ræðið saman um sögurnar. Finnið líkindi og mismun á því hvernig lifa má góðu og innihaldsríku lífi. Hvernig eru sögurnar ólíkar hver annarri? Hvað er svipað með þeim? Þið skuluð ekki reyna að vera sammála, heldur hlusta frekar á sjónarmið hvert annars. Hafið þessar spurningar sem útgangspunkt: • Hvað er líkt og hvað ólíkt með Láru, Hinriki, Viktori og Katrínu? • Hvað einkennir mismunandi hugmyndir þeirra um gott líf? Í lok æfingarinnar ræðið þið saman, þar sem öll reyna að svara eftirfarandi spurningum. Hvert og eitt segir frá sínum vangaveltum og hin hlusta á meðan. • Hugmyndum hvers um gott líf ertu síst sammála? Hver er ástæðan? • Hugmyndum hvers um gott líf ertu helst sammála? Hvers vegna? • Nefndu eitt af því sem þér finnst mikilvægt til að geta átt gott og innihaldsríkt líf. a b c

34 10. bekkur | 2. HLUTI Saga 2: Hinrik Hinrik er 42 ára gamall og starfar á hverfisbarnum, rétt hjá heimili sínu, þar sem hann býr með konu sinni og tveimur börnum. Hann var efnilegur íþróttamaður þegar hann var 18 ára og ætlaði sér að læra íþróttafræði. Til að ná sér í aukatekjur fór hann að vinna á barnum og líkaði svo vel frelsið sem fylgdi starfinu að hann hætti við að fara í nám og hélt sig við það. Vinnutíminn gefur honum tækifæri til að hreyfa sig daglega og eyða miklum tíma með börnunum yfir daginn. Hinrik veltir því stundum fyrir sér hvort hann væri ánægðari ef hann hefði farið í nám. Saga 3: Viktor Viktor er 34 ára. Hann er menntaður jarðfræðingur frá Háskólanum í Ósló í Noregi. Hann valdi að læra jarðfræði vegna þess að hann hafði kennara í framhaldsskóla sem fjallaði á mjög áhugaverðan hátt um jarðfræði. Hann stefndi reyndar á nám í mörg ár, en fékk vinnu á norskum olíuborpalli þar sem hann hefur verið í fimm ár. Honum líkar vel við starfið og þénar vel, en hefur áhyggjur af framtíðarhorfum innan greinarinnar í kjölfar olíukreppunnar sem reið yfir landið. Hann er líka orðinn þreyttur á að vera langtímum í burtu frá konu sinni og tveimur ungum börnum þeirra. Saga 4: Lára Lára er 37 ára og hefur lokið kennaranámi. Hún starfar á fósturheimili þar sem börn á aldrinum 4 til 18 ára geta dvalið, geti þau ekki búið hjá foreldrum sínum. Þegar Lára fór í framhaldsskóla vissi hún ekki hvað hún vildi verða. Hana langaði að vinna með börnum og valdi sér kennaranámið í HÍ með áherslu á yngri barna kennslu. Hún var í starfsþjálfun í 6 ára bekk í grunnskóla, en líkaði ekki að bera ábyrgð á svo mörgum ungum börnum. Lára fékk vinnu á fósturheimilinu þar sem hún hefur starfað síðastliðin 17 ár. Henni líkar starfið mjög vel og finnst hún fá gott tækifæri til að aðstoða og bæta líf barnanna sem eru þar. Lára á sjálf tvö börn, en býr ekki með föður þeirra. Foreldrarnir deila umönnuninni en þegar hún er með börnin getur verið erfitt að komast á réttum tíma til að sækja þau í leikskólann. Lára er meðvituð um að hún hefur oft litla orku til að sinna börnunum eftir langa og erfiða vinnudaga. Hún íhugar af og til að finna sér vinnu sem krefst ekki svo mikils af henni en á sama tíma er hún hrædd við að hætta í starfi sem henni líkar vel.

35 10. bekkur | 2. HLUTI TILVILJANIR VAL Ákvarðanataka – tíu skref að betra vali Ef þú átt erfitt með að velja eða þarft að taka erfiða ákvörðun, geta þessi tíu skref verið góð leið til undirbúnings áður en þú tekur endanlega ákvörðun og gerir áætlun um hvað þú ætlar að gera. 1 Umsókn um nám í framhaldsskóla Notaðu skrefin tíu til að undirbúa og fylla út umsókn um framhaldsskóla. Þau geta hjálpað þér við að velja námsleið á framhaldsskólastigi. Skref 1 Hvaða vali stendur þú frammi fyrir, hvaða ákvörðun þarftu að taka? Skref 2 • Hvað telurðu að muni gerast þegar þú hefur tekið ákvörðun? • Hvaða mismunandi valkostum stendur þú frammi fyrir? Skref 3 • Finndu rök með og á móti. • Litaðu mikilvægustu rökin. • Settu mismunandi liti á rökin með og á móti. • Gefðu rökunum 1–3 stig. • Hvor hliðin (rökin með eða móti) skorar hærra þegar þú leggur stigin saman? Rök með Stig Rök á móti Stig

36 10. bekkur | 2. HLUTI Skref 4 • Hvað er það besta sem gæti gerst? • Hvaða tilfinningar og líðan vekur það? • Hvað er það versta sem gæti gerst? • Hvaða tilfinningum og líðan finnur þú fyrir? Skref 5 Hvað er mikilvægast fyrir þig? 1. 2. 3. Skref 6 • Hvað ertu alveg viss um? • Hvað þarftu að skoða betur? Skref 7 • Hvern geturðu beðið um aðstoð? Skref 8 • Hverjir hafa skoðanir á valinu? • Hvað finnst þeim? • Hvernig mun val þitt hafa áhrif á annað fólk í lífi þínu? Skref 9 Þetta er ákvörðunin sem þú hefur tekið þegar þú hefur íhugað alla möguleika og valkosti hér að framan. Skref 10 Þetta er áætlunin til að framkvæma það sem þú hefur ákveðið.

37 10. bekkur | 2. HLUTI Nám að loknum grunnskóla Nám í framhaldsskólum er skipulagt sem beint framhald af grunnskólanáminu. Hugmyndin er sú að framhaldsskólar geti boðið hverjum og einum nemanda nám við hæfi og er námsframboðið því afar fjölbreytt, en ætla má að um eða yfir 100 mismunandi námsleiðir séu í boði á framhaldsskólastigi: almennt nám, listnám, bóknám og starfsnám. Í framhaldsskólum eru því kenndar bæði verklegar og bóklegar greinar. Þær verklegu miða flestar að því að búa nemendur undir tiltekið starf og veita starfsréttindi en námsbrautir með áherslu á bóknám eru fræðilegri og búa nemendur undir háskólanám. Þrátt fyrir að námið sé fjölbreytt og skólarnir ólíkir er ákveðinn kjarni sameiginlegur flestum námsbrautum hvort sem ætlunin er að stefna að framhaldsskólaprófi, prófi til starfsréttinda eða stúdentsprófi. Námstími í framhaldsskóla getur verið mislangur en er oftast 3–4 ár í bóknámi til stúdentsprófs, námi til ákveðinna starfsréttinda og listnámi. Á langflestum brautum er í boði að ljúka stúdentsprófi. Ólíkt grunnskólanum er nám í framhaldsskóla ekki skylda en öll þau sem ljúka grunnskóla eða eru orðin 16 ára eiga að geta hafið nám í framhaldsskóla, þar sem svokölluð fræðsluskylda er til 18 ára aldurs. Að ýmsu er að huga, enda mikil breyting að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla. Það þarf að velta fyrir sér hve margar einingar rétt sé að taka á hverri önn, möguleikanum á að þurfa að taka aftur tiltekna áfanga, gæta vel að mætingu og því hvernig náminu er sinnt frá degi til dags. Fjöldi lokinna eininga á önn stýrir í raun námshraðanum í áfangaskólum og þarf til dæmis að ljúka 33–34 einingum á hverri önn til að ná stúdentsprófi á þremur árum. Einnig þarf ákveðna lágmarkseinkunn til að ná hverjum áfanga og halda áfram í þann næsta. Með því að kanna margar námsleiðir – verklegar og bóklegar – og skoða þær vandlega færðu betri innsýn í alla þá möguleika sem eru í boði. Þá verða ákvarðanir sem þú tekur um framhaldið betur ígrundaðar og þú öðlast færni til að stýra eigin náms- og starfsferli. Það getur verið gott að kynna sér vel upplýsingar á heimasíðum framhaldsskólanna eða á öðrum upplýsingavefjum áður en ákvörðun er tekin um það hvert stefna skuli. Og ræða málin við foreldra, vini, kennara eða náms- og starfsráðgjafa. Áttavitinn Nám & störf Næsta skref

38 10. bekkur | 2. HLUTI Skólakerfið Hér er stutt kynning á íslenska skólakerfinu. Grunnskólanám er skylda en önnur skólastig valfrjáls. Flest velja að fara í framhaldsskóla og byggja náms- og starfsferil sinn þaðan. Háskólar bjóða upp á hæstu prófgráðuna. Á því stigi er nám mislangt, frá einu og upp í sjö ár eða jafnvel lengur, frá grunnnámi til doktorsnáms. Námið sem tekur lengstan tíma er yfirleitt þannig að nemendur vinna samhliða þar sem námið er stundað. Námið getur verið mjög fjölbreytti; bæði fræðilegt og faglegt. Meginmunurinn er kannski sá að nám sem er að mestu fræðilegt getur leitt til alls kyns starfa en hið síðara tengist yfirleitt einu ákveðnu fagsviði. Iðn- og verknámsskólar sérhæfa sig í námsleiðum sem veita réttindi sem nýtast beint í atvinnulífinu og eru jafnvel settar upp þannig að hægt sé að stunda vinnu samhliða. Boðið er upp á iðn- og verknám í fjölda greina. Almennt framhaldsskólanám er í boði fyrir alla, en ekki er um skyldunám að ræða. Námsbrautirnar skiptast í starfsnáms-, iðnnáms- og bóknámsbrautir. Ef þú hefur lokið bóknámsbraut geturðu farið beint í háskóla. Ef þú hefur lokið iðn- eða starfsnámi hefurðu öðlast starfsréttindi og getur einnig tekið viðbótarnám til stúdentsprófs sem opnar leið að háskólum. Grunnskólanám er skylda frá 1. til 10. bekk. Öll börn eiga rétt á og ber skylda til að fá grunnmenntun á þessum tíu árum sem er nemendum að kostnaðarlausu. Um námið gilda bæði grunnskólalög og námskrár en grunnþættir samkvæmt þeim eru læsi, sjálfbærni, sköpun, heilbrigði, velferð, lýðræði og mannréttindi. Tilgangurinn er að undirbúa nemendur fyrir lífið til framtíðar og þroska þá á mörgum sviðum, bæði sem manneskjur og til þátttöku í samfélaginu. Þrennt sem ég hef lært um íslenska skólakerfið Tvennt sem mér finnst flókið við íslenska skólakerfið Upplýsingar sem mig vantar varðandi íslenska skólakerfið a b c Að hefja nám | Ísland.is

39 10. bekkur | 2. HLUTI HINDRANIR MÖGULEIKAR Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – önnur umferð Forvitni um framboð á námi að loknum grunnskóla er einn þáttur í því að efla færni til að stýra eigin náms- og starfsferli . Með því að kanna fleiri möguleika og skoða þá vandlega verða ákvarðanir sem þú að lokum tekur, betur ígrundaðar. Í framhaldsskóla er gerður greinarmunur á bóklegu námi og verklegu. Bóklega námið leggur mesta áherslu á fræðilega þekkingu og gefur þér tækifæri til að stunda nám á háskólastigi. Iðn- og verkmenntun leiðir til ákveðins starfs og þú getur bætt við þig viðbótarnámi til stúdentsprófs sem gefur möguleika til að fara í háskólanám. Yfirlitskort yfir framhaldsskólanám á Íslandi Nám af bóknámsbraut leiðir til stúdentsprófs, sem veitir réttindi til háskólanáms. Hér fyrir neðan eru sýndar ýmsar leiðir sem liggja frá grunnskóla (10. bekk) til frekara náms í framhaldsskóla og háskóla. Hvað veist þú um námsbrautir, starfsnám og iðnnám? Skoðaðu vefinn Nám og störf. GRUNNSKÓLI 1.–10. BEKKUR Starfsbrautarnám Próf til starfsréttinda (löggilt iðnám) og önnur lokapróf. Próf til starfsréttinda (iðnmeistarar) og viðbótarnám við framhaldsskóla. Bóknámsbrautir og önnur stúdentspróf. Undirbúningsnám og framhaldsskólapróf. 5.–7. HÆFNIÞREP 4. HÆFNIÞREP 3. HÆFNIÞREP 1.–2. HÆFNIÞREP 1. HÆFNIÞREP HÁSKÓLANÁM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=