9. bekkur | 2. HLUTI 61 Ræðið tvö og tvö saman og hjálpist að við að finna góð svör við spurningunni „Hvaða nám/braut ætlar þú að velja í framhaldsskóla?“ Ræðið við nýjan félaga og deilið þeim svörum sem þið komust að. Skrifaðu niður nýjar tillögur að svörum sem þú heyrir núna. Ræðið aftur saman í upprunalegum pörum. Komið ykkur saman um hvað væru góð svör, byggð á þeim svörum sem þið hafið nú deilt með hvert öðru. a b c Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri? Margir nemendur eru forvitnir og áhugasamir um eigin framtíð. Þegar þú segir fólki að þú sért í 9. bekk spyrja trúlega margir hvaða námsbraut þú ætlir að velja í framhaldsskóla. Sum okkar eiga auðvelt með að svara þessari spurningu skýrt og greinilega. Fyrir önnur getur það verið svolítið óþægilegt að geta ekki gefið ákveðið svar um hvað eigi að gera eftir grunnskóla. Hvernig er staðan hjá þér?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=