Ég og framtíðin 2

50 9. bekkur | 2. HLUTI Ef við skoðum launahæstu starfstéttirnar hér á landi er munur á konum og körlum. Þessi tafla sýnir miðgildi reglulegra launa árið 2021, en rétt er að hafa í huga að laun hafa hækkað nokkuð frá þeim tíma. Taflan sýnir einnig muninn á reglulegum launum karla og kvenna í þessum starfsgreinum. 2 Hálaunastörf Veltu fyrir þér hvers vegna það er munur á mánaðarlaunum í þeim starfsgreinum þar sem karlar eru með há laun og fá hærri laun en konur. a Miðgildi launa 2021 Karlar Konur Mismunur Fjármála- og vátryggingastarfsemi (K) 1026 736 290 Rafmagns-, gas- og hitaveitur (D) 786 749 37 Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar (O) 731 683 48 Upplýsingar og fjarskipti (J) 727 640 87 Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F) 572 666 -94 Fræðslustarfsemi (P) 599 568 31 Heilbrigðis- og félagsþjónusta (Q) 573 591 -18 Flutningar og geymsla (H) 583 547 36 Framleiðsla (C) 568 488 80 Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum (G) 551 469 82 Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun (E) 458 550 -92 Rekstur gististaða og veitingarekstur (I) 472 452 20 Launamunur á störfum karla og kvenna hefur dregist saman á undanförnum áratugum en þó er enn marktækur munur. Hér sjáum við að karlarnir hafa hærri laun en konurnar í flestum störfum og langmestur munur er í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Í flokkum F og E má sjá að konurnar hafa talsvert hærri laun en karlarnir (merkt með -) en í þessum flokkum eru konur færri og sinna helst tæknifræði- og verkfræðingastörfum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=