9. bekkur | 2. HLUTI 49 Spyrja má hvort staða kynjanna sé líka jöfn hvað varðar laun. Á Íslandi eru í gildi lög sem hafa það sem markmið að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Lög þessi heita Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn að koma sér upp vottuðu stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum starfsfólks byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Lagasetning þessi hefur unnið gegn launamun kynjanna en engu að síður er staðan þessi: • Karlar eru í störfum sem eru betur launuð en störf kvenna. Þetta hefur mikil áhrif á meðallaun. • Konur sem hafa eignast börn hafa lægri laun en karlar. • Fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Þetta vandamál, sem oft er kallað launamunur, er mjög flókið og engin ein lausn getur minnkað launamuninn. Hver heldur þú að gæti verið ástæðan fyrir því að konur hafa oft lægri laun en karlar í sömu störfum? a 1 Jafnrétti og laun Sömu laun fyrir sömu störf Í vinnumarkaðskönnun kemur fram að á fjórða ársfjórðungi 2022 voru 219.600 starfandi á Íslandi. Þar af voru 117.900 karlar og 101.700 konur. Með „aðeins“ 16.200 fleiri körlum má segja að vinnumarkaðurinn á Íslandi sé mjög jafn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=