Ég og framtíðin 2

32 9. bekkur | 1. HLUTI 4 María María hefur mikinn áhuga á tónlist og dansi. Hún æfir með fleirum fimm sinnum í viku. Þau eru orðin mjög góð og hafa bæði komið fram í skólanum og utan hans. Nú hefur þeim verið boðið að taka þátt í sýningu sem verður sýnd beint á RÚV. María er spennt og hlakkar mikið til. En þá kemur símtal frá Ástralíu þar sem frændi hennar býður allri fjölskyldunni þangað í vikuferð í vetrarfríinu. Hann mun bæði borga fyrir ferðir og uppihald. Í Ástralíu er sumar og sól en heima dimmt og drungalegt. María þarf að velja á milli. • Skrifaðu um þær hugsanir sem leita á Maríu. Hvernig líður henni? Hvaða gildi eru henni mikilvæg? Hvað velur hún að lokum? 5 Tómas Tómasi líður vel með félögunum, er jákvæður, félagslyndur og vel liðinn. Hann grínast og hlær og finnst lífið gott. Skólinn er líka ágætur. Fjórir úr vinahópnum hafa lengi skipulagt hjólatúr út fyrir bæinn. Þeir ætla að tjalda, elda mat, synda og veiða. Kvöld eitt þegar hann er úti með nokkrum vinum, hittir hann Píu. Tómas hugsar um hana alla næstu viku þrátt fyrir að eiga að vera að undirbúa hjólaferðina á laugardag. Á fimmtudegi hringir vinkona Píu og spyr hvort hann hafi áhuga á að fara á tónleika á laugardag og síðan heim og panta pítsu. Pía ætli með. • Skrifaðu um það sem Tómas er að hugsa. Hvaða tilfinningar leita á hann? Hvaða gildi eru honum mikilvæg? Hvað velur hann að lokum? Hugleiddu hvað það er sem stýrir því hvað við veljum í mismunandi aðstæðum. Notaðu „10 skref að betra vali“ á síðu 66 í leitinni að góðu svari. a

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=