Ég og framtíðin 2

9. bekkur | 1. HLUTI 31 TILVILJANIR VAL Hvað ákveða þau að gera? Í eftirfarandi fimm sögum lenda aðalpersónurnar í aðstæðum þar sem þær standa frammi fyrir ákveðnu vali. Notaðu ESH-aðferðina til að ákveða hvað rétt sé að gera. • Einstaklingsverkefni: Hver eru svör þín við spurningunum í lok hverrar sögu? • Samvinnuverkefni: Ræðið svörin ykkar á milli. Hverju komist þið að sameiginlega? • Hópverkefni: Deilið hugsunum ykkar með bekknum. Hver er lýðræðisleg ákvörðun meirihlutans? 1 PC eða MAKKI Sara hefur lengi lagt fyrir til að geta keypt nýja fartölvu. Hún er ekki alveg viss um hvort hún á að velja MacBook eða PC. Upphæðin sem hún er búin að spara er það há að hún þarf ekki að velta verðinu svo mikið fyrir sér. • Hvað hugsar Sara? Hvað finnst henni? Hvað velur hún? 2 Brotni vasinn Jón er í heimsókn hjá ömmu sinni. Hann situr í stofunni og heyrir ömmuna raula lag á meðan hún gerir vöfflur inni í eldhúsi. Hundurinn og kötturinn á heimilinu rölta til og frá eins og venjulega. Jón situr í sófanum og horfir á myndbönd á Instagram. Netið hjá ömmu er hægt en sem betur fer getur hann tengst í gegnum símann. Eitt myndband er sérlega skemmtilegt og fær Jón til að sveifla höndunum. Áður en hann veit af liggur rándýr uppáhalds kristalsvasi ömmu, mölbrotinn á gólfinu. Amma raular áfram í eldhúsinu. • Hvernig líður Jóni? Hvað hugsar hann? Hvernig leysir hann málin? 3 Tónleikar með hljómsveitinni eða kærastanum? Emma er trommari í rokkhljómsveit. Henni finnst gaman að leiða aðra í hljómsveitinni áfram með flottum taktbreytingum. Hún og þrjár aðrar stelpur hafa æft saman frá því í byrjun 8. bekkjar. Allar fjórar eru núna í 10. bekk. Pabbi Elísu söngvara þekkir deildarstjóra í skólanum sem hefur boðið þeim að spila á jólaballinu. Þetta er fyrsta tækifærið þeirra til að spila fyrir fullan sal af fólki. Í staðinn fá þær frítt á ballið og ókeypis kvöldverð. Einn kennaranna við skólann tengist nokkrum öðrum hljómsveitum og gæti mögulega útvegað þeim fleiri tækifæri til að koma fram, ef vel tekst til núna. Tveimur vikum fyrir ballið hittir Emma strák sem heitir Rúnar og er þremur árum eldri. Hann á bíl, klæðist leðri og er skemmtileg týpa, þannig að ekki líður á löngu þar til Emma er orðin ástfangin upp fyrir haus. Kvöld eitt eftir æfingu með hljómsveitinni býður Rúnar Emmu að koma með sér á tónleika í nálægu bæjarfélagi. Hann er búinn að kaupa miða. Þetta er uppáhalds hljómsveit Emmu og trommarinn er stóra fyrirmyndin hennar. Það tekur nokkra klukkutíma að keyra fram og til baka en tónleikarnir eru sama kvöld og jólaballið. • Hvað hugsar Emma? Hvernig líður henni? Hvaða möguleika hefur hún? Hvernig metur hún stöðuna? Hvað gerir Emma á endanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=