Ég og framtíðin 2

30 9. bekkur | 1. HLUTI Jafnvægishjólið 1 Hvernig nýtir þú tímann? Deilir þú tíma þínum tiltölulega jafnt eða snýst hjólið ýmist hægt eða hratt? Eru einhver forgangsatriði sem þú gætir leyst með öðrum og betri hætti? Mynd 1 Jafnvægishjólið sýnir átta flokka. Tíminn deilist oft svipað frá viku til viku. Veltu fyrir þér hversu mikinn tíma þú notar innan mismunandi flokka. Notar þú of mikinn, hæfilega mikinn eða of lítinn tíma í hvern flokk? Litaðu það sem á við um þig. Hugsaðu um það hvort þú gætir nýtt tímann betur í einhverjum tilfellum. Litaðu heppilega tímanotkun í hinu hjólinu. a b HIÐ LÍKAMLEGA HIÐ FÉLAGSLEGA HIÐ TILFINNINGALEGA LEIKUR OG FRÍTÍMI HIÐ TILVISTARLEGA HIÐ PERSÓNULEGA HIÐ VITSMUNALEGA VINNA of mikið passlegt of líti ð HIÐ LÍKAMLEGA HIÐ FÉLAGSLEGA HIÐ TILFINNINGALEGA LEIKUR OG FRÍTÍMI HIÐ TILVISTARLEGA HIÐ PERSÓNULEGA HIÐ VITSMUNALEGA VINNA of mikið passlegt of líti ð Hið vitsmunalega: athafnir þar sem þú lærir eitthvað nýtt og kannar eigin hugarstarfsemi. Hið tilvistarlega: athafnir sem fá þig til að velta fyrir þér tilgangi lífsins og hugsa heimspekilega. Hið tilfinningalega: tími sem þú notar til að eiga í samskiptum og athafnir sem skipta þig persónulega máli. Mynd 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=