Ég og framtíðin 2

9. bekkur | 1. HLUTI 25 Jafnrétti Ég læt ekki persónulegar tilfinningar mínar hafa áhrif á það hvernig ég hugsa um eða skynja annað fólk. Ég gef öllum tækifæri og hef almennt siðferði að leiðarljósi í daglegu lífi mínu. Ég tek velferð annarra jafn alvarlega og mína eigin, óháð því hversu vel ég þekki fólkið. Persónulega fordóma get ég auðveldlega lagt til hliðar. Leiðtoga- hæfileikar Mér fer vel að skipuleggja verkefni og sjá til þess að þeim ljúki. Ég er mannlegur, tillitssamur og áhrifaríkur leiðtogi bæði fyrir einstaklinga og ólíka hópa. Ég viðheld góðum tengslum milli hópmeðlima. Sjálfsstjórn Ég get auðveldlega stjórnað löngunum mínum, þörfum og hvötum. Ég veit hvað er rétt og get hagað mér samkvæmt því. Ég get haft stjórn á eigin tilfinningum þegar eitthvað rangt eða vont gerist. Ég get (að)lagað og „núll stillt“ neikvæðar tilfinningar mínar og skapað sjálf jákvæðar tilfinningar. Varfærni Ég er varkár og segi ekki eða geri hluti sem ég gæti iðrast síðar. Ég bíð þar til allir hafa sagt sitt áður en ég bregst við. Ég er forsjáll og íhuga hlutina vel. Ég á auðvelt með að standast skjótfundin skammtímamarkmið og horfi frekar til lengri tíma. Auðmýkt Ég leita ekki í sviðsljósið, vil heldur láta gjörðir mínar tala sínu máli. Mér líkar ekki sjálfsupphafning. Fólk kann að meta hógværð mína og hlédrægni. Ég er laus við tilgerð og hef mig ekki í frammi. Mér finnst eigin óskir, sigrar og ósigrar, skipta frekar litlu máli í stóra samhenginu. Að meta fegurð Ég stoppa og finn lyktina af rósunum. Ég met fegurð, dugnað og færni á ýmsum sviðum á borð við: náttúru, list, vísindi sem og stórkostlega fjölbreytta hæfileika og færni sem fólk getur búið yfir. Oft sé ég eða heyri hluti sem vekja hjá mér djúpa lotningu eða aðdáun. Þakklæti Ég er meðvituð um það góða sem gerist hjá mér og tek því aldrei sem sjálfsögðum hlut. Ég gef mér alltaf tíma til að þakka fyrir það sem vel er gert, sérstaklega ef aðrir eiga í hlut. Þakklæti er mér efst í huga þegar fólk gerir eitthvað gott í minn garð. Almennt er ég þakklátur gagnvart góðu fólki og fyrir góð verk. Þakklæti getur beinst að lífinu og möguleikunum sem það felur í sér en ekki að mér sem einstaklingi. Von Ég vænti þess besta í framtíðinni og vinn að því að ná því. Ég er vongóð og bjartsýn og horfi til framtíðar með jákvætt viðhorf. Ég býst við að góðir atburðir muni gerast þar sem ég hef prófað margt og skipulagt framtíðina. Líf mitt er tilgangsríkt og ég lifi við góðar aðstæður. Andleg málefni Ég hef sterka trú á æðri tilgang og merkingu alheimsins. Ég veit hvar ég passa inn í „stóra samhengið“ og hef yfirlýsta sýn á lífsspeki, trúarbrögð og hið veraldlega. Trúin mótar gjörðir mínar og er uppspretta stuðnings og huggunar. Lífið hefur merkingu fyrir mig vegna tengingar við eitthvað „stærra en“ sjálfan mig. Fyrirgefning Ég fyrirgef þeim sem hafa gert mér eitthvað. Ég gef fólki alltaf annað tækifæri. Jákvæðni og fyrirgefning er leiðarljós mitt. Kímnigáfa Mér finnst gaman að hlæja og fá aðra til að hlæja. Ég á auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Ég er fjörug og fyndin. Lífsgleði Ég er lífleg og helli mér af fullum krafti í þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Á morgnana vakna ég fullur tilhlökkunar fyrir deginum. Ástríða mín gagnvart verkefnum smitast til annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=