Ég og framtíðin 2

Ég og framtíðin 2 Verkefnabók í náms- og starfsfræðslu Reinhardt Jåstad Røyset og Kjell Helge Kleppestø

Ég og framtíðin 2 verkefnabók í náms- og starfsfræðslu Íslensk útgáfa og staðfæring ISBN 978-9979-0-2977-9 © 2021 Vigmostad & Bjørke AS © 2024 Þýtt og staðfært: Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur og góð ráð: Elísabet Vala Guðmundsdóttir, Rósa Siemsen og Rúnar Helgi Haraldsson Aðstoð og góð ráð við tölfræðigögn: Vignir Örn Hafþórsson Málfarslestur: Ingólfur Steinsson og Magnús Teitsson Umbrot: Menntamálastofnun Ljósmyndir: Shutterstock 1. útgáfa 2024 ( rafræn bók) 2. útgáfa 2024 ( bók skipt í þrjá hluta- rafræn og prentuð Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Min framtid norsk útgáfa © 2021 Vigmostad & Bjørke AS Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2021 ISBN: 978-82-8372-261-1 Grafísk hönnun: John Grieg, Bergen Ljósmyndir: Shutterstock Hönnun á efninu: Fagbokforlaget

Ég og framtíðin 2 Verkefnabók í náms- og starfsfræðslu

2 Inngangur Inngangur Til nemenda Hugmyndin með þessari bók er að hjálpa þér við að taka ákvörðun um næstu skref í námi og/eða velta fyrir þér framtíðaráformum varðandi þátttöku í atvinnulífinu. Slíkt kallast náms- og starfsfræðsla. Bókin er hugsuð fyrir efstu bekki grunnskólans og mun vonandi gagnast á þeim þremur árum þar til þú ferð í framhaldsskóla eða út á vinnumarkaðinn. Gangi þér vel. Til kennara / náms- og starfsráðgjafa Ég og framtíðin hefur komið út í Noregi frá árinu 2004 og verið mikilvægur þáttur í náms- og starfsfræðslu þar í landi. Bókin er byggð upp með hliðsjón af námskrá í greininni, en í Noregi er náms- og starfsfræðsla skyldunámsgrein í 8.–10. bekk. Markmið bókarinnar tengjast því að gera nemendur færari í að taka sjálfstæðar ákvarðanir, auka færni við að stýra eigin náms- og starfsferli og vinna með þverfagleg viðfangsefni á mörkum lífsleikni og náms- og starfsfræðslu. Í hverjum þriggja kafla bókarinnar snýst fyrri hlutinn um að horfa inn á við en sá síðari um það náms- og starfsumhverfi sem við tekur að grunnskóla loknum. Norsku útgáfunni fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar og mikið magn ítarefnis sem hægt er að nálgast á vefsíðunni minframtid.fagbokforlaget.no. Einnig er rétt að benda á bók þeirra Reinhardt J. Røyset og Kjell H. Kleppestø, Utdanningsvalg – karrierelæring og livsmestring þar sem finna má margvíslegar tengingar við efni þessarar bókar. Þó að enn hilli ekki undir sérstaka námskrá í náms- og starfsfræðslu og hún „óburðug námsgrein í íslensku skólakerfi“ er von okkar sú að Ég og framtíðin verði skref í þá átt að búa nemendur „undir frekara nám og starf með markvissri námsog starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem er í boði að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu“. (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 2011). Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Í kössum neðst á sumum síðum er bent á ítarefni eins og netsíður, meira lesefni, fræðslumyndir eða sögur sem styðja við efni kaflans. Meira af slíku er í vinnslu og bætist við jafn óðum og það verður tilbúið.

3 Tenglar í meira efni Tenglar og ítarefni Í námsefninu eru tenglar sem vísa á frekari upplýsingar og fleiri verkefni. Hér eru einfaldar útskýringar á efninu sem vísað er til: Efnisyfirlit 9. bekkur Lífsleikni og sjálfsstjórn . . . . . . . . . ......... 5 Náms- og starfsferillinn þinn nú og til framtíðar . . . . . . . . . . . ............ 39 HINDRANIR MÖGULEIKAR AÐLÖGUN MÓTSTAÐA TILVILJANIR VAL BREYTINGAR STÖÐUGLEIKI ÉG SAMHENGI Vefsíða leiðir á síðu á netinu þar sem finna má frekari upplýsingar. Lesa meira viðbótartexti með meiri upplýsingum en eru í bókinni. Myndband tengill á fræðslumyndir sem styðja við efni kaflans. Klípusaga sögur sem hægt er að velta fyrir sér og ræða í nemendahópnum. Næsta skref lýsingar á fjölbreyttum störfum og námsleiðum.

4 Orðskýringar Náms- og starfsferill: Leið okkar í námi, starfi og lífinu sjálfu. Leikni í að stjórna eigin náms- og starfs- ferli snýst um að skilja og þroska sjálf sig í tengslum við nám, þróa með sér sterka sjálfsmynd og kanna tækifæri til menntunar og þátttöku í atvinnulífinu. Hér er átt við færni við að safna, greina og nota upplýsingar varðandi nám, vinnu og sjálfa/n sig og til að takast á við tímabil í lífinu þar sem breytingar eiga sér stað. Ákvarðanataka og að skilja afleiðingar af eigin vali eru líka hluti viðfangsefnisins. Þessi leikni gerir fólki kleift að fást við breytingar, til dæmis þegar skipt er um skólastig eða vinnu. Staðreyndin er að hvert og eitt mótast af lífsaðstæðum sínum og gjörðum en getur líka haft áhrif á og mótað bæði eigin framtíð og samfélagið. Náms- og starfsfræðsla: Nám sem tengist stjórnun eigin náms- og starfsferils getur bæði átt sér stað sem hluti af skipulögðu námi í skóla eða með óformlegri hætti vegna áhrifa frá fjölskyldu, vinum eða öðrum mikilvægum fyrirmyndum. Einnig getur verið um að ræða sér námsgrein með námsefni og ákveðnum áfanga- og lokamarkmiðum. Skólinn ber þá ábyrgð á kennslunni og innihaldið er skilgreint í námskrá. Á Íslandi er slík fræðsla ekki sérstök námsgrein, heldur fellur undir lífsleikni og samfélagsgreinar, oft í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjöf: Markmið náms- og starfsráðgjafar eru að efla færni fólks til að takast á við breytingar og taka mikilvægar ákvarðanir sem tengjast vali á námi og starfi. Náms- og starfsráðgjöf felst í aðstoð við fólk til að kanna aðstæður sínar, átta sig á eigin óskum og tækifærum og styðja við ákvarðanatöku og val. Ráðgjöfin fer ýmist fram með einstaklingum eða hópum, oftast staðbundið en einnig á netinu. Náms- og starfsráðgjöf fer víða fram í samfélaginu, hvort tveggja í tengslum við skóla og atvinnulíf. Lífsleikni: Náms- og starfsfræðsla tengist bæði lýðheilsu og lífsleikni á þann hátt að nemendur læra að takast á við bæði meðbyr og mótlæti, áskoranir og umskipti. Með náminu og samspili ólíkra viðfangsefna eiga nemendur að fá innsýn í hvaða þættir eru mikilvægir til að fást við lífið og val á námi og störfum, vera undirbúin fyrir þátttöku í atvinnulífinu, starfsþróun og símenntun ásamt því að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd. Þemu sem tengjast þessum greinum eru lífsstíll, neysla og fjárhagur, gildi, mannleg samskipti, að setja mörk og bera virðingu fyrir öðrum auk þess að geta tekist á við eigin hugsanir og tilfinningar. Orðskýringar

9. bekkur | 1. HLUTI 5 Lífsleikni og sjálfstjórn 9. bekkur, 1. hluti – Sjálfstal . . . .... 6 – Tilfinningar . . .... 7 – Tilfinningar frá A–Ö . . 8 – Tilfinningadagbók . . . 10 – Hvað er ég að hugsa? Um hvað hugsar þú? .. 11 – Varaáætlunin mín . .. 12 – Tilfinningar annarra . . 13 – Tengslanetið mitt . .. 14 – ABCDE-aðferðin . . . . 15 – Áhugi . . . ..... 16 – Eiginleikar og persónueinkenni . ... 20 Áform mín fyrir 9. bekk – 24 styrkleikar . . ... 22 – Sjálfsmynd . . .... 27 – Ákvarðanataka – tíu skref að betra vali .. 28 – Jafnvægishjólið . ... 30 – Hvað ákveða þau að gera? . . . .... 31 – Samskipti . . .... 33 – Venjur þínar . . ... 34 – Jafningjaleiðsögn og virk hlustun . ... 37

6 9. bekkur | 1. HLUTI Sjálfstal Sjálfstal köllum við samtalið sem við eigum innra með okkur, með neikvæðum og jákvæðum athugasemdum um okkur sjálf. Þetta samtal hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum áskorunum. Jákvætt sjálfstal er lykilþáttur í að takast á við bæði meðbyr og mótlæti. Hér skoðar þú og veltir þessu samtali fyrir þér. Athugaðu hvað þú hefur skrifað um sjálfstal í 8. bekk. Hvað hefur breyst? Hugsaðu um krefjandi aðstæður sem þú hefur lent í, þar sem sjálfstal kom við sögu. Skrifaðu niður hvað gerðist. Var sjálfstalið jákvætt eða neikvætt? Komdu með dæmi. Gerðir þú eitthvað til að breyta hugsunarhætti þínum? Hvað virkaði? Hvað hefðir þú sagt ef vinur þinn eða vinkona væri í þessum aðstæðum? Nefndu fimm atriði sem einkenna þig og þína vinnu í skólanum. Hvað finnst þér hafa breyst á fyrsta ári í unglingadeild? a a b b c d Horfðu á fræðslumynd á ensku um vaxandi hugarfar. Horfðu á myndband á ensku um líkamstjáningu. 1 Jákvætt eða neikvætt sjálfstal? 2 Sjálfstal í skólastofunni

9. bekkur | 1. HLUTI 7 ÉG SAMHENGI Tilfinningar 1 Tilfinningar og mismunandi hlutverk Hvaða hlutverkum gegnir þú í lífi þínu? Hvernig líður þér í mismunandi hlutverkum? Að skrifa niður hvernig þér líður hjálpar til við að spá í tilfinningar þínar. Notaðu listann á næstu blaðsíðu sem sýnir tilfinningar frá A til Ö. • Þú skrifar þær tilfinningar (jákvæðar og neikvæðar) sem þú upplifir í mismunandi hlutverkum í lífinu, í hringina hér fyrir neðan. Dæmið sýnir hvað þú átt að gera og hægt er að bæta meiru við. • Deildu með bekkjarfélaga og síðan bekknum. • Hefur eitthvað breyst síðan í 8. bekk? Sjá bls. 15. Systir Fýld Vinsæl Kappsfull Pirruð Hress hlutverk... hlutverk... hlutverk... hlutverk...

8 9. bekkur | 1. HLUTI Tilfinningar frá A til Ö Segja má að til séu tíu mismunandi grunntilfinningar: gleði, spenna, undrun, sorg, reiði, andstyggð, fyrirlitning, hræðsla, skömm og sektarkennd. Tilfinningarnar geta svo verið margs konar blæbrigði af grunntilfinningunum. A blíðlynd eftirsóttur glaður hjálpsöm illgjörn andlaus bálvondur F gremjuleg hvekktur illkvittinn afslappaður blygðunarfull feimið gáskafullur hamingjusöm iðrandi andstyggð bóngóð framtakslítil geðvond hæstánægður Í andúð blíður frábært glaðlyndur hlý í uppnámi amalegur beygð forviða geðstór hugsjúkur J agndofa bölsýnn friðsæld greiðvikin hnuggin jákvæð agalegur brjáluð frjáls geðugt hikandi K áköf bráðfjörugur fjandsamlegur góðlátleg hnýsinn kvíðin áhugasamur bráðlynd fjarræn glaðvær hæðnislega kvalinn argur D fokreiður geðstirður hrista upp í kjarklaus afskiptalaus durtsleg fyrirlitlegur grimm hlédræg kappsöm andstyggilegur dapurt fýluleg glettin hæglát kuldalegur aflvana dofin fúllyndur geislandi hrærður kaldranaleg aðgerðalaus dásamlegt fastheldin H hróðug kraftlaus andvaralaus dauðhræddur fagnandi hryggur harmþrunginn kærulaus afbrýðisamur depurð friðlaus hrifin hnípin kátur arfavitlaus drambslega forhertur heillaður hvetjandi krumpin alsæl dasaður fegin hugfanginn hvumpinn klökkur athugull dapurleg fjörugur heimskt háðsk kvíðalaus Á E fráhrindandi himinlifandi hæðinn kaldhæðin árásargirni einmana forvitin huglaus hreykin L áhyggjufull ergileg fokillur hissa höfugur latur áfjáður eftirvæntingarfullur fokreið hughraust hjárænuleg lukkuleg ánægð eitrað fælinn hatursfull hæverskur lítilsvirðing ástúðlegur eirðarlaus framlág hneykslaður heilbrigð ljúfmannlegur álitleg efnilegur fúll hrelld hreinskilinn leiðinleg ástríkur einræn fáskiptin hræddur I lítilfjörlegur áhyggjulaus efins fróðleikfús hræðilegur illur lömuð áreiðanleg eflast G hress illvíg leiður B eyðilagður gramur hjálparlaus innblástur lætur sér á sama standa bitur endurnærð gáttuð hjartahlýr illa fyrir kallaður lífleg

9. bekkur | 1. HLUTI 9 léttur niðurlútur rólegt styrk tregur vesæll lokuð náin ráðvilltur smámunarsöm tvístígandi vingjarnlegur lítilmótlegur niðurlægjandi ringluð sorgbitinn tregafullur viðbjóður lúin nærgætinn reiðigjarn spaugsöm U vinsæl ljómandi natin reið spurull uppnumin vökull léttur O rislágur skömmustuleg undirleitur Y lokuð ofsahræddur, raunaleg sneypulegur uppvæg yfirspennt lítilmótlegur opin S spæld uppstökkur yndislegur lúin Ó sinnulaus skapstyggur umhyggjusöm Þ ljómandi ójafnvægi skapstórt sakbitin undrandi þunglyndur lummulegur ógeðslegt smeykur slitinn uppburðarlítill/laus þjökuð lítilmannlegur óframfærinn spennt stolt uppspennt þrumulostinn ljúf óróleg sár stórbrotinn upp með sér þrúguð M ógurlegur stórfenglegt stórkostleg uppgefinn þakklátur meyr óð skelkaður skínandi utanveltu þakkarskuld mæðuleg óskemmtilegur skelfingu lostin stúrinn Ú þreytt meinyrtur óánægð skelfdur súrt úthvíldur þróttlaus móðursjúk ósáttur skapvond sorglegur útslitin Æ móðgaður óæðri skammarlegur syfjuð út undan ævintýragjörn miður sín óstyrk svekkt særður V æstur mild óvirkur skemmtilegur sliguð vandræðalegur æfur miskunnsamur óttaslegin samansaumuð sáttur vonsvikin Ö misskilin óhuggandi skapgóður seinþreytt Ú örugg minnimáttar óþolinmóður sorgleg smáður úthvíldur örvæntingarfullur meinlegur óhamingjusöm samstillt T útslitin önug magnast ótrauður snubbóttur taugaspenntur út undan örlyndur N ófús særð tilfinningasöm V öfundsjúk notaleg óviss skapþungur tilfinningalaus vandræðalegur örvandi nískur óöruggur samúðarfull tortrygginn vonsvikin örmagna niðurdrepandi óþægilegur strekktur tómlátur vitlaus Ei niðurbeygð P svartsýn taugastrekkt viðkvæmur eirðarlaus N pirraður spakur tvíráður viðfelldin Au notaleg pottþéttur sjálfumglöð tryllt af hræðslu viðkunnanlegur auðvirðulegur nískur púkó sleginn tíkarlegur vænleg aum niðurdrepandi R snortin traust vantrúaður auðmýktur niðurbeygð ragur sjálfsöruggur tryggur vond aumkunarverð

10 9. bekkur | 1. HLUTI Tilfinningadagbók Fylgstu með tilfinningum þínum í viku og skrifaðu það sem þú uppgötvar í töfluna. mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur sunnudagur Hvað gerðist? Hvað fannst þér? Var þetta jákvætt eða neikvætt? Hvernig brást þú við? Fannstu fyrir líkamlegum viðbrögðum? Hvað ætlar þú að gera næst?

9. bekkur | 1. HLUTI 11 Hvað er ég að hugsa? Um hvað hugsar þú? Oft getur skipt miklu máli að hafa áætlun til vara ef upphaflega áætlunin gengur ekki upp. Í æfingunni hér á eftir skaltu æfa þig í að hugsa um hvað þú getur gert annað í þessum aðstæðum. 1 «Hvað ef ...» – atburðarás 1 2 «Hvað ef ...» – atburðarás 2 Hvað gerirðu ef þú hefur verið að vinna að stóru verkefni heima og svo áttar þú þig á því í skólanum að þú hefur ekki vistað rétta útgáfu? Hvað ef þú værir úti með einhverjum vinum á laugardagskvöldi og næðir ekki síðasta strætó heim? Hver er áætlun þín til vara? Hugsaðu nokkur dæmi og notaðu hringina til aðstoðar. Hvað hefði einhver annar gert? Spurðu einn eða fleiri hvað þau hefðu gert. Skrifaðu tillögur þeirra í öðrum lit. a b

12 9. bekkur | 1. HLUTI Varaáætlunin mín Hugsaðu um tvenns konar aðstæður, annað hvort eitthvað sem þú hefur lent í eða ímyndaðar aðstæður. Þú getur notað dæmi 1 og 2 hér að framan sem innblástur til að búa til þínar eigin aðstæður. Dæmin þurfa að vera þannig að það geti verið gagnlegt að hafa áætlun til vara. Hver er varaáætlun þín? Notaðu hringina til aðstoðar til að hugsa upp nokkur dæmi. a Hvað hefði einhver annar gert? Spurðu einn eða fleiri hvað þau hefðu gert? Skrifaðu tillögur þeirra í öðrum lit. b Sjálfsþekking er grunnurinn að geðheilbrigði. Horfðu á myndbandið. 1 «Hvað ef ...» – atburðarás 1 2 «Hvað ef ...» – atburðarás 2

9. bekkur | 1. HLUTI 13 Tilfinningar annarra Veldu eina af þeim atburðarásum sem lýst er hér að neðan. Skrifaðu á myndina þær tilfinningar sem viðkomandi myndi líklega upplifa. Skrifaðu með öðrum lit hvernig þú getur sýnt viðkomandi samúð. Hvernig væri það? Hvernig myndi þér líða og hvernig myndi það hljóma? Sviðsmyndir • Vinur er lagður í einelti í gegnum samfélagsmiðil á netinu. • Vinur er lagður í einelti við eða á skólalóðinni. • Amma vinar/ vinkonu deyr. • Vinur fær slæma einkunn á mikilvægu prófi. Horfið á mynd á ensku um samkennd. Horfðu á myndband um kvíða og tilfinningar.

14 9. bekkur | 1. HLUTI ÉG SAMHENGI Tengslanetið mitt Í þessu verkefni veltirðu fyrir þér tengslum þínum við aðra og hvernig þau hafa orðið til. • Fylltu út í tengslahringinn hér að neðan. Skráðu fólkið sem þér finnst þú hafa best samband við, næst miðju hringsins, þar sem stendur „Ég“. • Skrifaðu hvaða hópi hver og einn tilheyrir. Er tengingin við skóla, frístundastarf, hópastarf sem þú tilheyrir, fjölskyldu, vini, netið eða annars staðar frá? Skoðaðu þau sem þú hefur skráð næst þér. Hvers vegna finnst þér þú hafa gott samband við þau? Hefur þetta breyst á síðasta ári? Eru einhver félagasamtök, klúbbar eða starfsemi í nágrenninu sem geta gefið þér tækifæri til að mynda fleiri sambönd eða ná til annarra (beint eða á netinu)? Eru einhverjar breytingar hér frá því í 8. bekk? Sjá bls. 20. a b ÉG

9. bekkur | 1. HLUTI 15 ABCDE-aðferðin Á einni viku mæta þér mörg verkefni og ýmislegt sem þú getur hugsað þér að gera: að undirbúa þig fyrir próf, fara í ræktina, fara í bíó, spila með vinum, æfa á gítar, taka til í herberginu. Hver eru verkefni þín í þessari viku? Hugsaðu um öll þau verkefni sem þú veist að þú ættir að ljúka og gerðu lista yfir þau. Búðu líka til lista yfir annað sem þú gerir í hverri viku. Þegar þú hefur gert báða listana skaltu dreifa verkefnum, eftir gildi og forgangi í töfluna fyrir neðan. Þannig geturðu verið viss um að þú sért að vinna í mikilvægustu verkefnum þínum. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi með því að nota ABCDE aðferðina: • A er verkefni sem þú þarft að gera. • B er verkefni sem þú ættir að gera, en það er ekki eins mikilvægt og A. • C er eitthvað sem væri gaman að gera en er ekki nauðsynlegt. • D er eitthvað sem hægt er að fela öðrum, svo að þú getir losað tíma til að sinna A verkefnum þínum. • E er eitthvað sem þú getur sleppt án nokkurra afleiðinga. a b Mjög mikilvægt Framkvæmd: GERA FYRST (A) Framkvæmd: GERA NÆST (B) Síður mikilvægt Framkvæmd: GERA SEINNA (C) Engin framkvæmd: FELA ÖÐRUM (D) GERA EKKI (E) Mjög áríðandi Ekki áríðandi Forgangsröðun verkefna Hversu mikilvægt er verkefnið?

16 9. bekkur | 1. HLUTI Áhugi 1 Áhugamálin mín Áhugi, hæfileikar og færni spila oft saman. Mörg áhugamála þinna passa eflaust inn í mismunandi skilgreind áhugasvið. Hér átt þú að finna út innan hvaða áhugasviða áhugamálin þín falla. Hvað gerir þú vel? Dragðu hring utan um 5–8 atriði sem þér finnst passa við þig. a Atriðin falla undir þessi sex skilgreindu áhugasvið (HVLFAS): Handverks (H): búa eitthvað til, gera við, samræma, stjórna vélum Vísinda (V): rannsaka, fylgjast með, leysa vandamál, greina Lista (L): hanna, fá hugmyndir, skapa, nýjungar Félags (F) veita umhyggju, samvinna, hjálpa öðrum, samskipti Athafna (A): selja, stýra, skipuleggja, koma af stað Skipulags (S): stjórna, leiðbeina, gera fjárhagsáætlanir, meta • Finndu orðin sem þú dróst hring um í verkefni 1 a. • Áhugasviðin þín eru þar sem þú settir hring utan um flest orðin. • Taktu kóða-bókstafina og skráðu þá í verkefni 1 c. Ef niðurstöðurnar dreifast jafnt á marga flokka geturðu velt fyrir þér hvaða flokkur passar best við þig. b búa eitthvað til fylgjast með koma af stað meta hanna hjálpa öðrum samræma skapa vinna saman hefja eitthvað nýtt gera við veita umhyggju eiga samskipti stýra skipuleggja fá hugmyndir stjórna leiðbeina leysa vandamál gera fjárhagsáætlun rannsaka selja greina stjórna vélum

9. bekkur | 1. HLUTI 17 Hvaða HVLFAS – kóðum skila niðurstöðurnar þínar? Þú reynir að búa til 2–3 bókstafa kóða sem byggir á sexhyrningnum og þeim flokkum sem flest áhugamálin þín virðast falla innan. Skrifaðu kóðann hér: Í sólargeislana skrifar þú niður núverandi áhugamál þín og þau sem þú hefur átt í gegnum tíðina. Þú getur búið til fleiri geisla. Skrifaðu niður. • Áhugamálin þín í dag – nota einn lit fyrir þau • Áhugamál þegar þú varst yngri – veldu annan lit á þau • Áhugasvið sem þér dettur í hug að gætu átt við þig í framtíðinni – veldu þriðja litinn á þau Er eitthvað breytt frá því í 8. bekk? Sjá síðu 18. Vinnið tvö og tvö saman. Skrifaðu niður. • Deilið með hvort öðru áhugamálunum ykkar úr verkefni 1 a. • Ræðið áhugamálin úr verkefni 2. • Eigið þið eitthvað sameiginlegt? Hvað er ólíkt? c a b 2 Sólargeislar Þú getur líka tekið áhugakönnun á Næstaskref.is og skoðað YouTube myndband um mismunandi áhugasvið. áhugamál Áhugasviðin mín Handverkssvið Fólk sem líkar því vel að vinna með höndunum og beita verk- færum, tækjum og tólum. Kann vel við líkamleg störf sem tengjast útiveru, gjarnan í svolítið ævintýralegu umhverfi. Vísindasvið Gaman af að leysa vandamál með vísindalegum aðferðum, reikna og rannsaka. Kunna vel við sjálfstæði í vinnu og störf sem krefjast einbeitingar. Áhugamál eru fjölbreytt, nýjum hugmyndum og reynslu vel tekið. Listasvið Mestur áhugi á störfum sem tengjast sköpun og tjáningu. Uppteknari af tilfinningum, nýjum hugmyndum og sköpun en rökhugsun. Kunna því vel að vinna sjálfstætt og fara óhefðbundnar leiðir. Skipulagssvið Gott skipulag, afmörkuð verkefni og skynsamlegar, hagnýtar lausnir. Gjarnan áreiðanlegt fólk sem vill hafa reglu á hlutunum og vinna undir stjórn annarra eða þar sem farið er eftir skýrum áætlunum. Félagssvið Mestur áhugi á mannlegum samskiptum; að hjálpa öðrum, leiðbeina eða kenna. Samvinna, sameiginleg ábyrgð og sveigjanleiki í samskiptum skiptir miklu máli í starfi. Áhersla á að leysa málin með samræðu. Athafnasvið Fólk upptekið af því að ná fram ákveðnum markmiðum. Vilja vinna með öðrum en hafa mestan áhuga á að stjórna og hafa áhrif, jafnvel taka áhættu og keppa við aðra. Oft fólk í viðskiptum, stjórnmálum eða stjórnunar- störfum. H S V L F A

18 9. bekkur | 1. HLUTI Finndu að lágmarki fimm störf sem virðast áhugaverð út frá áhugasviðum þínum. Hvað hefur þú lært um þig sjálfa/n eftir að hafa unnið með áhuga og áhugamál? a b 3 Kannaðu áhuga og störf Notaðu HVLFAS kóðann úr 1 c, til að skoða tengsl áhuga og starfa í yfirlitinu á næstu síðu. HVLFAS-flokkur Það sem ég hef gaman af og áhugamál mín. Starf

9. bekkur | 1. HLUTI 19 Einkennisstafur Lýsing Áhugamál og athafnir sem þú hefur gaman af Dæmi um störf H Hér er verkleg úti- og innivinna. Þú smíðar, byggir, gerir við og sinnir líkamlegri vinnu með mismunandi tækjum og tólum. · Laga og gera við · Byggja hluti · Finna út hvernig hlutir virka · Smíða · Leysa áþreifanleg vandamál · Ná hagnýtum og sýnilegum árangri · Meðhöndla verkfæri, vélar og tæki · Vinna með höndunum · Samræma hluti · Reyna á sig líkamlega Smiður Pípari Bílstjóri Byggingaverkamaður Vinna á lager Starfsfólk í framleiðslu Símvirki Starfsfólk í skrúðgarðyrkju Málmsuðumaður V Hér er vinna í tengslum við rannsóknir og athuganir – störf sem krefjast fræðilegrar menntunar og gera miklar kröfur til greiningarvinnu og dýpri hugsunar. · Lesa, greina, kanna, rannsaka · Svara fræðilegum spurningum um flókin viðfangsefni · Leysa sértæk vandamál · Nálgast vandamál á vitsmunalegan hátt · Tjá sig skýrt · Leysa flókin vandamál · Hugsa gagnrýnið og af innsæi · Sjá flókna hluti í samhengi · Verkefnamiðað · Sjálfstæð vinnubrögð · Búa yfir innri hvata og áhuga á verkefnum · Búa yfir góðri tungumálakunnáttu Vísindamaður Sálfræðingur Læknir Efnafræðingur Verkfræðingur Sagnfræðingur Málfræðingur Forritari Lögfræðingur L Hér eru störf þar sem unnið er út frá eigin sköpunargáfu meðal annars innan listgreina. · Nýta sköpunargáfu · Beita eigin sköpunargáfu í ýmsum miðlum, semja, skrifa, flytja, skapa o.fl. · Sýna · Koma fram · Skreyta og hanna · Prófa sig áfram · Vera skapandi · Sýna frumkvæði · Vera frumleg/ur Arkitekt Ljósmyndari Húsgagnahönnuður Rithöfundur Vefhönnuður Starf við útstillingar Förðunarfræðingur Tónlistarfólk F Hér eru störf sem tengjast mannlegum samskiptum – vinna sem krefst tillitssemi, tilfinninga og samkenndar með öðrum og að finnast gott að geta orðið öðrum að liði. · Sýna öðrum skilning · Ráðleggja · Leiðbeina · Kenna · Sýna umhyggju · Hjálpa öðrum · Hjálpa öðrum til sjálfshjálpar · Tala við fólk og skapa góð tengsl við aðra · Vera umhugað um líðan fólks · Hafa áhuga á samfélagsmálum · Vera umhugað um persónulegan vöxt og þroska fólks Félagsráðgjafi Kennari Starfa í barnavernd Starfsmaður í umönnun Aðstoð í leikskóla Starfa í umhverfisvernd Heilbrigðisstarfsfólk Þjálfari Ráðgjafi flóttafólks A Hér er athafna- og verkefnamiðuð vinna, ekki venjubundin heldur störf sem krefjast frumkvæðis og aðgerða þar sem ákvarðanir eru teknar þrátt fyrir óvissu og álag. · Búa yfir góðum sannfæringarkrafti · Ekki gefast upp við mótlæti · Geta haft áhrif á aðra · Söluhæfileikar · Hafa áhuga á viðskiptum · Vera hagnaðarmiðuð · Vera samkeppnismiðaður · Góð stefnumörkun · Hæfileiki til að ná markmiðum · Leiðtogahæfileikar · Verkefnastjórnun · Taka ákvarðanir · Kunna vel við völd og stöðu · Metnaður · Upptekin af fjárhagslegum ávinningi · Upptekin af efnislegum gæðum · Geta rætt um og kynnt hluti · Rökræða · Sýna frumkvöðlahugsun, hafa gaman að framgangi verkefna, búa til og byggja upp · Hæfileikar til þátttöku í stjórnmálum · Geta tekið áhættu · Þola töluvert álag · Vera kraftmikil/l Sölufólk Stjórnandi Frumkvöðull Viðskiptaráðgjafi Leigubílastjóri Stjórnmálafólk Blaðamaður Starfa í söluskála Þjónn Fasteignasali S Hér er vinna sem tengist því að framkvæma og ljúka verkefnum sem aðrir hafa frumkvæði að – eiga við tölur og tölfræði, gögn, sinna skjalavörslu o.s.frv. Störf sem einkennast af smáatriðum þar sem farið er eftir skýrum reglum. · Kjósa skýrt afmörkuð verkefni · Vinna skipulega · Kunna vel við fyrirsjáanleika og stöðugleika · Kunna við virðingarröð í starfi · Leysa hagnýt vandamál · Sýna þrautseigju í venjubundinni vinnu · Vera nákvæm/ur með auga fyrir smáatriðum · Skrifa skýrslur · Fara eftir skýrum reglum við lausn vandamála · Kunna vel við gagnasöfnun · Geta sinnt skjalavörslu · Vinna við tölvu · Sinna pappírsvinnu · Meðhöndla upplýsingar · Skipuleggja og vinna skipulega · Búa til línurit og yfirlitsmyndir Bókari Pöntunarstjóri Stöðuvörður Launafulltrúi Fjármálasérfræðingur Málastjóri Bréfberi Þjónustufulltrúi í banka Endurskoðandi

20 9. bekkur | 1. HLUTI Eiginleikar og persónueinkenni Í umræðu um jafnrétti og kynferði er algengt að fólk telji að ekki sé gerður greinarmunur á strákum, stelpum og stálp og að kyn skipti ekki máli. Í þessu verkefni veltirðu fyrir þér eiginleikum og persónueinkennum sem við eignum hvert öðru og byggjast á kynferði. 1 Passa lýsingarnar? Lestu eftirfarandi og spáðu í lýsingarnar. • Passa lýsingarnar við þig? Eiga þær við um einhverja aðra? • Eiga einhverjar lýsinganna aðeins við um eitt kynjanna? • Ef útskýringar þarf á einhverjum orðanna skaltu leita eftir þeim áður en þú vinnur verkefni 2. Eiginleikar og persónueinkenni innsæi hagsýni ákveðni stunda líkamsrækt notar maskara flissar samkennd sjálfstæði óviss boxar stendur undir væntingum sýnir tilfinningar ratvís hafa gaman að blómum snyrtir augabrúnirnar kann vel við völd og stöðu stjórnsemi leggur fallega á borð liðugt efast um sjálfan sig rökvís lakkar neglurnar knúsar vini sína samúðarfullur stríðsmaður árásargirni er vinaleg klæðist kjólum passar upp á hefur gaman af spennu töff grætur tekur frumkvæði splæsir smíðar hluti hlýlegu væmin sjálfsörugg er hetja slæst hugulsemi gengur með bindi virkur barngóð sýnir umhyggju hughreystandi keppir keyrir hratt þarf að líta vel út eldar mat á besta vin tekst á við uppátækjasöm sætur talar um vandamál grennir sig tæknilega þenkjandi

9. bekkur | 1. HLUTI 21 2 Eru eiginleikar kynjanna ólíkir? Skiptu eiginleikum og persónueinkennum í þrjá flokka. Þú raðar eiginleikum og einkennum eftir því hvort þú heldur að þau eigi við um karlkyn eða kvenkyn. Ef einkennin passa jafn vel óháð kyni, velurðu hlutlausan flokk. • Einstaklingsverkefni: Veltu fyrir þér þínum eigin hugmyndum og skráðu þær í töfluna. • Samvinnuverkefni: Deildu niðurstöðum þínum með bekkjarfélaga eða í litlum hópi. • Hópverkefni: Skiptist á skoðunum í bekknum. Ræðið og setjið fram rök fyrir ykkar skoðun. Karlkyns eiginleiki Hlutlaus eiginleiki Kvenkyns eiginleiki

22 9. bekkur | 1. HLUTI 24 styrkleikar Öll erum við góð í einhverju, búum yfir styrkleikum og kostum. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði sýna að það finnast að minnsta kosti 24 styrkleikar eða mannkostir sem eru sameiginlegir flestum menningarheimum. 1 Kynntu þér yfirlit þessara 24 styrkleika Viska og þekking Hugrekki Mannúð Réttlæti Hófsemi Andleg málefni Forvitni · Áhugi · Leita eftir nýjungum · Kanna · Vera opinn Æðruleysi · Hugprýði · Horfast í augu við hættu · Standa með því sem er rétt Ást · Að elska og vera elskuð · Kunna að meta náin tengsl Samvinna Samfélagsþátttaka Félagsleg ábyrgð Tryggð Fyrirgefning · Miskunn · Virða takmarkanir annarra · Gefa fólki annað tækifæri Meta fegurð · Lotning · Undrun · Fögnuður Fróðleiksfýsn · Ná tökum á nýrri færni og viðfangsefnum · Bæta markvisst við sig nýrri þekkingu Úthald · Gefast ekki upp við mótlæti · Dugnaður · Ljúka því sem byrjað er Góðmennska · Gjafmildi · Veita umhyggju og athygli · Samkennd · Fórnfýsi Jafnrétti · Sanngirni · Láta skynsemina ráða í ákvörðunum sem snúa að öðrum Hógværð · Lítillæti · Láta verkin tala Þakklæti · Vera þakklát fyrir það sem er gott · Sýna þakklæti · Finna fyrir blessun Dómgreind · Gagnrýnin hugsun · Hugsa hluti til enda · Hafa opinn hug Heilindi · Áreiðanleiki · Heiðarleiki Félagsgreind · Meðvitund um bæði eigin tilfinningar og annarra · Vita hvað hvetur annað fólk áfram Leiðtogahæfileikar · Geta skipulagt hópastarf · Geta hvatt hóp til að koma hlutum í verk Aðgát · Varfærni · Taka ekki óþarfa áhættu Von · Bjartsýni · Hugsa um framtíðina · Hugsa fram á við Sköpunargáfa · Frumleiki · Aðlögunarhæfni · Hugvit Lífsgleði · Lífslöngun · Áhugi · Lífskraftur · Orka · Finnast þú lifandi Sjálfræði · Sjálfsstjórn · Sjálfsagi · Hafa stjórn á eigin hvötum og tilfinningum Húmor · Leikgleði · Koma öðrum til að brosa · Áhyggjulaus Sjónarhorn · Viska · Gefa góð ráð · Sjá stóra samhengið Andleg málefni · Trú · Skilningur · Tilgangur

9. bekkur | 1. HLUTI 23 2 Hverjir eru styrkleikar þínir? Nú átt þú að komast að því hvaða styrkleikar lýsa þér best. Á næstu síðu skaltu lesa meira um styrkleikana 24 og skoða þá styrkleika sem einkenna þig. Skrifaðu (+) á spássíuna þar sem þú sérð lýsingu sem á vel við um þig. Skrifaðu (–) þar sem þú telur að lýsingin passi þér ekki. Skildu restina eftir ómerkta. Skoðaðu styrkleikana sem þú hefur merkt með (+) og raðaðu þeim frá 1 til 5. Settu 1 við þann sem þér finnst lýsa þér best, 2 við þann sem lýsir þér næst best o.s.frv. Skoðaðu að lokum styrkleikana sem þú hefur merkt með (–) á spássíunni. Hér reynirðu að raða þeim fimm sem passa síst við þig. Settu 24 við það sem passaði verst, síðan 23 og haltu áfram niður í 20. Þetta geta talist veikustu hliðar þínar, eða veikleikar. a b c • Þegar þú lest lýsingarnar skaltu hugsa um hvað af þessu lýsir þér vel og hvað ekki. • Það er mikilvægt að hafa í huga að við höfum öll okkar styrkleika og veikleika. Að vera heiðarleg/ur um hvort tveggja mun hjálpa þér að skipuleggja líf sem nýtir þína bestu kosti.

24 9. bekkur | 1. HLUTI Forvitni Ég er forvitin um heiminn og hef sterka löngun til að upplifa hann. Ég er sveigjanlegur varðandi hluti sem standast ekki væntingar mínar. Ég þoli tvíræðni og heillast af öllum möguleikum. Ég er að leita að nýjum hlutum og leiðist sjaldan. Fróðleiksfýsn Ég elska að læra nýja hluti, hvort sem er í skólastofunni eða fyrir sjálfa mig. Ég kann virkilega að meta skólann, lestur, söfn og aðra staði þar sem ég get lært. Ég er sérfræðingur á sumum sviðum og aðrir kunna að meta þekkingu mína. Dómgreind Ég hugsa og skoða hlutina frá öllum hliðum og dreg ekki ályktanir í fljótheitum. Ég treysti aðeins á haldgóðar sannanir til að taka ákvarðanir og er tilbúinn að breyta afstöðu minni. Ég er mjög góð í að sigta út upplýsingar á hlutlægan og skynsamlegan hátt. Sköpunargleði Ég er góður í að finna nýjar eða nýstárlegar og um leið viðeigandi leiðir til að ná markmiðum mínum. Ég vil helst ekki gera hlutina á venjulegan máta. Félagsgreind Ég er meðvituð um eigin tilfinningar og annarra og hvað það er sem virkar mest hvetjandi Ég tek eftir því hvernig fólk er mismunandi, hvað varðar skopskyn, skapgerð, hvatningu og fyrirætlanir og get brugðist vel við. Ég hef fullt vald yfir tilfinningum mínum og get skilið og stjórnað eigin hegðun. Sjónarhorn Ég sé heiminn á þann hátt sem auðveldar bæði mér og öðrum að skilja hvað er að gerast. Ég er fær um að hjálpa öðrum að leysa vandamál og get verið hlutlaus í afstöðu minni. Ég hef góða skynjun og tilfinningu fyrir því sem er mikilvægt í lífinu. Æðruleysi Ég hræðist ekki að standa frammi fyrir ógnum, áskorunum, sársauka eða erfiðleikum. Ég missi ekki stjórn á mér í hræðsluvekjandi aðstæðum. Ég læt óttann ekki stöðva mig. Ég get staðist löngunina til að flýja og tekst frekar á við erfiðar aðstæður. Þolgæði Ég klára það sem ég byrja á. Ég geri það sem ég segist ætla að gera, stundum meira, aldrei minna. Ég tek að mér erfið verkefni og klára þau. Ég hef jákvætt viðhorf og kvarta lítið. Ég er sveigjanlegur og raunsær án þess að vera fullkomnunarsinni. Heiðarleiki Ég er heiðarleg manneskja og lifi lífinu af sannleika og sanngirni. Ég er jarðbundin og hef skýran tilgang. Ég sýni fyrirætlanir mínar og skuldbindingar gagnvart sjálfum mér og öðrum á einlægan hátt, bæði í orðum og athöfnum. Góðvild Ég er góð og gjafmild við aðra og hef alltaf tíma til að gera öðrum greiða. Ég kann að meta að gera góðverk fyrir aðra, óháð því hversu vel ég þekki fólkið. Athafnir mínar hafa mjög oft hagsmuni annarra að leiðarljósi, jafnvel þó að þær uppfylli ekki endilega mínar eigin óskir og þarfir. Kærleikur Náin trúnaðarsambönd við aðra eru mér mikils virði. Ég ber djúpar og einlægar tilfinningar til annarra og þær eru gagnkvæmar. Hér er um að ræða dýpri tilfinningu en oft er vísað til í rómantískum bíómyndum. Þetta snýst um að hafa mikið og einlægt samband við fólkið í kringum sig. Samvinna Ég er framúrskarandi og traustur sem meðlimur hóps. Ég skila alltaf mínum hluta verksins og legg hart að hópnum til að ná árangri. Ég met og fylgi tilgangi og markmiðum hópsins, jafnvel þó að þau séu ólík mínum eigin. Ég virði þau sem sinna leiðtogastörfum, svo sem kennara og þjálfara.

9. bekkur | 1. HLUTI 25 Jafnrétti Ég læt ekki persónulegar tilfinningar mínar hafa áhrif á það hvernig ég hugsa um eða skynja annað fólk. Ég gef öllum tækifæri og hef almennt siðferði að leiðarljósi í daglegu lífi mínu. Ég tek velferð annarra jafn alvarlega og mína eigin, óháð því hversu vel ég þekki fólkið. Persónulega fordóma get ég auðveldlega lagt til hliðar. Leiðtoga- hæfileikar Mér fer vel að skipuleggja verkefni og sjá til þess að þeim ljúki. Ég er mannlegur, tillitssamur og áhrifaríkur leiðtogi bæði fyrir einstaklinga og ólíka hópa. Ég viðheld góðum tengslum milli hópmeðlima. Sjálfsstjórn Ég get auðveldlega stjórnað löngunum mínum, þörfum og hvötum. Ég veit hvað er rétt og get hagað mér samkvæmt því. Ég get haft stjórn á eigin tilfinningum þegar eitthvað rangt eða vont gerist. Ég get (að)lagað og „núll stillt“ neikvæðar tilfinningar mínar og skapað sjálf jákvæðar tilfinningar. Varfærni Ég er varkár og segi ekki eða geri hluti sem ég gæti iðrast síðar. Ég bíð þar til allir hafa sagt sitt áður en ég bregst við. Ég er forsjáll og íhuga hlutina vel. Ég á auðvelt með að standast skjótfundin skammtímamarkmið og horfi frekar til lengri tíma. Auðmýkt Ég leita ekki í sviðsljósið, vil heldur láta gjörðir mínar tala sínu máli. Mér líkar ekki sjálfsupphafning. Fólk kann að meta hógværð mína og hlédrægni. Ég er laus við tilgerð og hef mig ekki í frammi. Mér finnst eigin óskir, sigrar og ósigrar, skipta frekar litlu máli í stóra samhenginu. Að meta fegurð Ég stoppa og finn lyktina af rósunum. Ég met fegurð, dugnað og færni á ýmsum sviðum á borð við: náttúru, list, vísindi sem og stórkostlega fjölbreytta hæfileika og færni sem fólk getur búið yfir. Oft sé ég eða heyri hluti sem vekja hjá mér djúpa lotningu eða aðdáun. Þakklæti Ég er meðvituð um það góða sem gerist hjá mér og tek því aldrei sem sjálfsögðum hlut. Ég gef mér alltaf tíma til að þakka fyrir það sem vel er gert, sérstaklega ef aðrir eiga í hlut. Þakklæti er mér efst í huga þegar fólk gerir eitthvað gott í minn garð. Almennt er ég þakklátur gagnvart góðu fólki og fyrir góð verk. Þakklæti getur beinst að lífinu og möguleikunum sem það felur í sér en ekki að mér sem einstaklingi. Von Ég vænti þess besta í framtíðinni og vinn að því að ná því. Ég er vongóð og bjartsýn og horfi til framtíðar með jákvætt viðhorf. Ég býst við að góðir atburðir muni gerast þar sem ég hef prófað margt og skipulagt framtíðina. Líf mitt er tilgangsríkt og ég lifi við góðar aðstæður. Andleg málefni Ég hef sterka trú á æðri tilgang og merkingu alheimsins. Ég veit hvar ég passa inn í „stóra samhengið“ og hef yfirlýsta sýn á lífsspeki, trúarbrögð og hið veraldlega. Trúin mótar gjörðir mínar og er uppspretta stuðnings og huggunar. Lífið hefur merkingu fyrir mig vegna tengingar við eitthvað „stærra en“ sjálfan mig. Fyrirgefning Ég fyrirgef þeim sem hafa gert mér eitthvað. Ég gef fólki alltaf annað tækifæri. Jákvæðni og fyrirgefning er leiðarljós mitt. Kímnigáfa Mér finnst gaman að hlæja og fá aðra til að hlæja. Ég á auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Ég er fjörug og fyndin. Lífsgleði Ég er lífleg og helli mér af fullum krafti í þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Á morgnana vakna ég fullur tilhlökkunar fyrir deginum. Ástríða mín gagnvart verkefnum smitast til annarra.

26 9. bekkur | 1. HLUTI 3 Helstu styrkleikar mínir Nú hefurðu fundið fimm helstu styrkleika þína, sem þú getur kallað megin styrkleika. Helstu styrkleikar Það sem ég get gert til að efla styrkleika mína Skrifaðu meginstyrkleika þína í töfluna. Hugleiddu hvaða merkingu þú leggur í hina ýmsu styrkleika. Skrifaðu stikkorð eða setningar sem lýsa skoðun þinni eða hugsun. a b Hvernig má nýta sérhvern styrkleika í námi og framtíðarstörfum? Hvernig geturðu unnið með þessa styrkleika svo að þeir komi þér enn betur að gagni? Hvað getur þú gert á hverjum degi? Hvað getur þú gert vikulega? c d Lestu söguna. Kartöflur, egg og kaffibaunirnar. Hvernig bregst þú við í erfiðum aðstæðum.

9. bekkur | 1. HLUTI 27 Sjálfsmynd Útbúðu nú þína sjálfsmynd þar sem þú sýnir þínar ólíku hliðar. Punktarnir hér fyrir neðan geta hjálpað þér að byrja, og svo geturðu bætt við öllum öðrum upplýsingum sem þér finnast líka mikilvægar. Þú getur teiknað, skrifað, litað og notað margs konar smáatriði til að gera sjálfsmyndina eins skýra og mögulegt er. Skiptu síðunni eins og þér finnst best, til að sýna sjálfsmyndina. Hlutarnir eiga að vera fjórir. • Teiknaðu einn eða fleiri staði sem þér líkar að vera á og eitt eða fleiri áhugamál eða tómstundir. • Teiknaðu eitthvað sem þú gerir vel og finnst skemmtilegt að gera. • Teiknaðu einn eða fleiri eiginleika sem þú hefur og eitt eða fleiri af mikilvægustu gildum þínum. • Svo skaltu líka teikna einn eða fleiri drauma eða markmið sem þú vinnur að og vilt láta rætast.

28 9. bekkur | 1. HLUTI Ákvarðanataka – tíu skref að betra vali Hugsaðu um erfiða ákvörðun eða ákvarðanir sem þú þarft að taka, annað hvort fljótlega eða í framtíðinni. Dæmi um slíkt geta verið hvaða valgrein þú eigir að taka, hvort rétt sé að halda áfram eða hætta að stunda einhverja íþrótt eða hvort þú eigir að nota svona mikinn tíma í tölvuleiki. Skref 1 • Hvaða vali stendur þú frammi fyrir eða hvers konar ákvörðun þarf að taka? Skref 3 • Skrifaðu niður rök með og á móti. • Veldu lit á mikilvægustu röksemdirnar. • Veldu mismunandi liti á rök með og á móti. Skref 2 • Hvaða hugmyndir hefurðu um hvað muni gerast þegar þú hefur tekið ákvörðun? Hvaða ólíku valkostum stendur þú frammi fyrir? • Gefðu röksemdunum stig frá 1 til 3. • Hvor leiðin skorar hærra þegar þú leggur stigin saman? Fylgdu skrefunum tíu að betra vali. Skrefin geta verið heppileg aðferð til að leggja grunn áður en ákvörðun er tekin og búa til áætlun um framhaldið. a Röksemdir með Stig Röksemdir gegn Stig

9. bekkur | 1. HLUTI 29 Skref 4 • Hvað er það besta sem gæti gerst? • Hvaða tilfinningar og hughrif vekur það? • Hvað er það versta sem gæti gerst? • Hvaða tilfinningum og hughrifum finnur þú fyrir? Skref 5 • Hvað er allra mikilvægast fyrir þig? Skref 6 • Hvað veistu alveg örugglega? • Hvað þarftu að kanna nánar? Skref 7 • Hvern geturðu beðið um aðstoð? Skref 8 • Hverjir hafa skoðun á valmöguleikunum þínum? • Hvað finnst þeim? • Hvernig mun valið hafa áhrif á fólkið í kringum þig? Skref 9 • Þetta er ákvörðunin eftir að þú hefur velt fyrir þér öllum möguleikunum og valkostunum hér að ofan. Skref 10 • Hér er áætlunin til að framkvæma það sem þú hefur ákveðið. 1 2 3

30 9. bekkur | 1. HLUTI Jafnvægishjólið 1 Hvernig nýtir þú tímann? Deilir þú tíma þínum tiltölulega jafnt eða snýst hjólið ýmist hægt eða hratt? Eru einhver forgangsatriði sem þú gætir leyst með öðrum og betri hætti? Mynd 1 Jafnvægishjólið sýnir átta flokka. Tíminn deilist oft svipað frá viku til viku. Veltu fyrir þér hversu mikinn tíma þú notar innan mismunandi flokka. Notar þú of mikinn, hæfilega mikinn eða of lítinn tíma í hvern flokk? Litaðu það sem á við um þig. Hugsaðu um það hvort þú gætir nýtt tímann betur í einhverjum tilfellum. Litaðu heppilega tímanotkun í hinu hjólinu. a b HIÐ LÍKAMLEGA HIÐ FÉLAGSLEGA HIÐ TILFINNINGALEGA LEIKUR OG FRÍTÍMI HIÐ TILVISTARLEGA HIÐ PERSÓNULEGA HIÐ VITSMUNALEGA VINNA of mikið passlegt of líti ð HIÐ LÍKAMLEGA HIÐ FÉLAGSLEGA HIÐ TILFINNINGALEGA LEIKUR OG FRÍTÍMI HIÐ TILVISTARLEGA HIÐ PERSÓNULEGA HIÐ VITSMUNALEGA VINNA of mikið passlegt of líti ð Hið vitsmunalega: athafnir þar sem þú lærir eitthvað nýtt og kannar eigin hugarstarfsemi. Hið tilvistarlega: athafnir sem fá þig til að velta fyrir þér tilgangi lífsins og hugsa heimspekilega. Hið tilfinningalega: tími sem þú notar til að eiga í samskiptum og athafnir sem skipta þig persónulega máli. Mynd 2

9. bekkur | 1. HLUTI 31 TILVILJANIR VAL Hvað ákveða þau að gera? Í eftirfarandi fimm sögum lenda aðalpersónurnar í aðstæðum þar sem þær standa frammi fyrir ákveðnu vali. Notaðu ESH-aðferðina til að ákveða hvað rétt sé að gera. • Einstaklingsverkefni: Hver eru svör þín við spurningunum í lok hverrar sögu? • Samvinnuverkefni: Ræðið svörin ykkar á milli. Hverju komist þið að sameiginlega? • Hópverkefni: Deilið hugsunum ykkar með bekknum. Hver er lýðræðisleg ákvörðun meirihlutans? 1 PC eða MAKKI Sara hefur lengi lagt fyrir til að geta keypt nýja fartölvu. Hún er ekki alveg viss um hvort hún á að velja MacBook eða PC. Upphæðin sem hún er búin að spara er það há að hún þarf ekki að velta verðinu svo mikið fyrir sér. • Hvað hugsar Sara? Hvað finnst henni? Hvað velur hún? 2 Brotni vasinn Jón er í heimsókn hjá ömmu sinni. Hann situr í stofunni og heyrir ömmuna raula lag á meðan hún gerir vöfflur inni í eldhúsi. Hundurinn og kötturinn á heimilinu rölta til og frá eins og venjulega. Jón situr í sófanum og horfir á myndbönd á Instagram. Netið hjá ömmu er hægt en sem betur fer getur hann tengst í gegnum símann. Eitt myndband er sérlega skemmtilegt og fær Jón til að sveifla höndunum. Áður en hann veit af liggur rándýr uppáhalds kristalsvasi ömmu, mölbrotinn á gólfinu. Amma raular áfram í eldhúsinu. • Hvernig líður Jóni? Hvað hugsar hann? Hvernig leysir hann málin? 3 Tónleikar með hljómsveitinni eða kærastanum? Emma er trommari í rokkhljómsveit. Henni finnst gaman að leiða aðra í hljómsveitinni áfram með flottum taktbreytingum. Hún og þrjár aðrar stelpur hafa æft saman frá því í byrjun 8. bekkjar. Allar fjórar eru núna í 10. bekk. Pabbi Elísu söngvara þekkir deildarstjóra í skólanum sem hefur boðið þeim að spila á jólaballinu. Þetta er fyrsta tækifærið þeirra til að spila fyrir fullan sal af fólki. Í staðinn fá þær frítt á ballið og ókeypis kvöldverð. Einn kennaranna við skólann tengist nokkrum öðrum hljómsveitum og gæti mögulega útvegað þeim fleiri tækifæri til að koma fram, ef vel tekst til núna. Tveimur vikum fyrir ballið hittir Emma strák sem heitir Rúnar og er þremur árum eldri. Hann á bíl, klæðist leðri og er skemmtileg týpa, þannig að ekki líður á löngu þar til Emma er orðin ástfangin upp fyrir haus. Kvöld eitt eftir æfingu með hljómsveitinni býður Rúnar Emmu að koma með sér á tónleika í nálægu bæjarfélagi. Hann er búinn að kaupa miða. Þetta er uppáhalds hljómsveit Emmu og trommarinn er stóra fyrirmyndin hennar. Það tekur nokkra klukkutíma að keyra fram og til baka en tónleikarnir eru sama kvöld og jólaballið. • Hvað hugsar Emma? Hvernig líður henni? Hvaða möguleika hefur hún? Hvernig metur hún stöðuna? Hvað gerir Emma á endanum?

32 9. bekkur | 1. HLUTI 4 María María hefur mikinn áhuga á tónlist og dansi. Hún æfir með fleirum fimm sinnum í viku. Þau eru orðin mjög góð og hafa bæði komið fram í skólanum og utan hans. Nú hefur þeim verið boðið að taka þátt í sýningu sem verður sýnd beint á RÚV. María er spennt og hlakkar mikið til. En þá kemur símtal frá Ástralíu þar sem frændi hennar býður allri fjölskyldunni þangað í vikuferð í vetrarfríinu. Hann mun bæði borga fyrir ferðir og uppihald. Í Ástralíu er sumar og sól en heima dimmt og drungalegt. María þarf að velja á milli. • Skrifaðu um þær hugsanir sem leita á Maríu. Hvernig líður henni? Hvaða gildi eru henni mikilvæg? Hvað velur hún að lokum? 5 Tómas Tómasi líður vel með félögunum, er jákvæður, félagslyndur og vel liðinn. Hann grínast og hlær og finnst lífið gott. Skólinn er líka ágætur. Fjórir úr vinahópnum hafa lengi skipulagt hjólatúr út fyrir bæinn. Þeir ætla að tjalda, elda mat, synda og veiða. Kvöld eitt þegar hann er úti með nokkrum vinum, hittir hann Píu. Tómas hugsar um hana alla næstu viku þrátt fyrir að eiga að vera að undirbúa hjólaferðina á laugardag. Á fimmtudegi hringir vinkona Píu og spyr hvort hann hafi áhuga á að fara á tónleika á laugardag og síðan heim og panta pítsu. Pía ætli með. • Skrifaðu um það sem Tómas er að hugsa. Hvaða tilfinningar leita á hann? Hvaða gildi eru honum mikilvæg? Hvað velur hann að lokum? Hugleiddu hvað það er sem stýrir því hvað við veljum í mismunandi aðstæðum. Notaðu „10 skref að betra vali“ á síðu 66 í leitinni að góðu svari. a

9. bekkur | 1. HLUTI 33 Samskipti Samskipti eru talin mikilvæg við margs konar aðstæður. Í samskiptum við aðra gæti þér verið bent á að þú þurfir að tjá þig betur munnlega, eða fengið spurningu um hvað þú átt við. Stundum getur þér fundist að fólk skilji þig og stundum að þú sért misskilin. Daglega notum við mismunandi miðla til að eiga samskipti við aðra. Það getur verið erfiðara að tjá sig með texta eða skriflega heldur en í samtali. Í margs konar námi og störfum er mikilvægt að þú skiljir það sem fram fer og getir gert þig skiljanlegan. Hvað finnst þér einkenna góð samskipti á milli fólks? Hvað er mikilvægt til að ná fram góðum samskiptum? Hvað er það sem getur gert textasamskipti, til dæmis með skilaboðum í farsíma eða á samfélagsmiðlum, öðruvísi en þegar við tölum saman? Hvar í þínu daglega lífi er mikilvægt að eiga góð samskipti? Eru samskipti þín ólík eftir því hvar þú ert? Eru þau mismunandi eftir því fólki sem þú hittir? a b c d Lestu söguna Þrefalda eimingarprófið. Hver er boðskapur sögunnar?

34 9. bekkur | 1. HLUTI Venjur þínar Vani eða óvani er hegðun sem er endurtekin reglulega, kannski án umhugsunar. Þetta er eitthvað sem þú hefur lært að gera og gerist meira eða minna ósjálfrátt. Þegar þú ert meðvituð um hvað þú gerir geturðu oft náð að stjórna eða breyta út af vananum, ef þú vilt. Hvað finnst þér um heildartímann eftir 14 daga? Hvernig hefði niðurstaðan í skólanum eða öðru starfi breyst ef þú hefðir forgangsraðað öðruvísi? Sérðu einhver mynstur? Hverju geturðu hugsað þér að breyta þegar þú skoðar hvernig þú notar tíma þinn? Hvaða fimm athafnir notar bekkurinn mestan tíma í? Er einhver munur á tímanotkun kynjanna? a b c d e • Fylgstu með venjum þínum í tvær vikur. Á 14 dögum eru það samtals 336 klukkustundir. • Fylgdu þemunum í töflunni. • Skrifaðu niður tvenns konar athafnir sem þú skuldbindur þig til að fylgjast með – til dæmis eitthvað sem þú gerir vel. • Skrifaðu niður fjölda klukkustunda sem þú notar á hverjum degi í þessar athafnir. 1 Hvernig notaðir þú tímann? Athafnir MÞMF F L SMÞMF F L SSamtals Heimavinna Farsími Tölvu- og netleikir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=