Ég og framtíðin 1

8. bekkur | 2. HLUTI 37 Detta þér í hug fleiri ástæður fyrir því að vinna? Geturðu ímyndað þér einhverjar afleiðingar þess að geta ekki unnið? a b 2 Persónulegar ástæður Starf skilar þér tekjum, sem þó eru ekki eini kosturinn við að vera í vinnu. Í starfi geturðu lært eitthvað nýtt og þroskast. Þú kynnist þér betur og því hvernig þú bregst við í mismunandi aðstæðum. Það kemst skipulag á hversdagslífið. Þú upplifir að þú sért að leggja þitt af mörkum, gera gagn og eitthvað sem skiptir máli. Því getur fylgt aukið sjálfstraust, betri sjálfsmynd og sú tilfinning að tilheyra, vera hluti af einhverju. Mikið af tíma þínum fer í samveru með samstarfsfólkinu. Þannig verður vinnan staður þar sem þú eignast vini og finnur fyrir samheldni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=