Ég og framtíðin 1

16 8. bekkur | 1. HLUTI AÐLÖGUN MÓTSTAÐA Að bregðast við aðstæðum Í þessari æfingu er unnið í hópum. 1 Aðstæður Veljið að minnsta kosti tvö dæmi til að ræða í hóp. Í dæmi 6 búið þið til ykkar eigið dæmi um aðstæður. Aðstæður 1: Þú bíður í röð eftir afgreiðslu í verslun. Einhver fer inn í röðina fyrir framan þig. Aðstæður 2: Við hliðina á þér í skólastofunni er nemandi sem slær blýanti stöðugt í borðið meðan á prófi stendur. Aðstæður 3: Þú átt í samtali þar sem viðmælandinn er á allt annarri skoðun en þú. Aðstæður 4: Þú sérð á netinu að vinur eða vinkona hefur skrifað um þig athugasemd í smáforriti (appi) sem þú notar oft. Aðstæður 5: Þú safnar fyrir nýjum síma eða öðru snjalltæki en sérð síðan geggjaða skó sem kosta 25 þúsund. Aðstæður 6: …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=