Ég og framtíðin

96 9. bekkur | 2. HLUTI 1 Hvað er átt við með „þjóðfélagsstaða“? Staða og störf Sum störf eru sögð hafa „lægri þjóðfélagsstöðu“ en önnur eru talin hafa „hærri stöðu“. Hvað er eiginlega átt við og hvað er það sem ákveður stöðu eða virðingu hvers starfs? Hvað er átt við með spurningunum hér fyrir neðan. Skilgreina má stöðu/þjóðfélagsstöðu og virðingu eins og hér er gert. Hvað er „þjóðfélagsstaða“? Staða fólks getur verið mismunandi i þjóðfélagsstiganum, til dæmis hvað varðar völd eða auð. Ákveðnar væntingar eru oft bundnar við hegðun fólks út frá stöðu. Til dæmis er búist við mismunandi hegðun frá barni, foreldri, kennara og svo framvegis. Staða getur einnig vísað til huglægra þátta eins og orðspors, álits, heiðurs og virðingar. (Þess vegna er sagt að staða geti verið hærri eða lægri / betri eða verri). Hvað er virðing? Virðing merkir hróður, staða eða áhrif (mikil, lítil virðing). Hvað telur þú að ákveði stöðu ákveðins starfs? a

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=