Ég og framtíðin

9. bekkur | 2. HLUTI 95 Hver gerir hvað á heimilinu? Í þessari æfingu verður farið yfir það hver sinnir mismunandi verkefnum á heimilinu. Það getur líka vel verið að þú sért að vinna eitthvað af þessum verkum. Eru sumar tegundir verkefna betur við hæfi eins eða annars? Snýst þetta um eiginleika, áhugamál eða kyn? Spurning Karlinn Bæði Konan Hver ryksugar oftast? Hver eldar oftast kvöldmat heima? Hver brýtur oftast saman þvott? Hver þvær oftast þvottinn? Hver skiptir um ljósaperur á heimilinu? Hver skiptir um dekk á bílnum? Hver tekur úr uppþvottavélinni eða vaskar upp? Hver borgar reikningana? Hver þrífur baðherbergið? Hver sér um að fylla eldsneyti eða hlaða rafmagni á bílinn? Hver slær blettinn og sinnir garðinum? Hver verslar oftast í matinn fyrir vikuna? Hver kaupir oftast mat um helgar? Hver mokar snjó? Hver kaupir oftast fatnað? Hver þvær gólfin oftast? Hver huggar þig þegar þér líður illa? Hver minnir þig oftast á að gera heimavinnuna? Hver suðar mest í þér um að taka til í herberginu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=