92 9. bekkur | 2. HLUTI Hver voru árslaunin að meðaltali árið 2000? Hver eru útborguð laun miðað við frádreginn 30 prósenta skatt? Finnið sambærilegar tölur fyrir 2021. Hversu mikið notuðum við í húsnæði, rafmagn og eldsneyti þessi tvö tímabil? Hversu mikið notuðum við í samgöngur þessi tvö tímabil? Hversu mikið notuðum við í tómstundir og menningu þessi tvö tímabil? Hversu mikið notuðum við í húsnæði, rafmagn og eldsneyti þessi tvö tímabil, miðað við verðgildi 2022? Hversu mikið notuðum við í samgöngur þessi tvö tímabil, miðað við verðgildi 2022? a a a b b b c c 1 Meðalárslaun Regluleg heildarlaun voru að meðaltali 210.000 á mánuði árið 2000 samkvæmt Hagstofu Íslands. Árið 2021 voru mánaðarlaunin 770.000 kr. 3 Hverju jafngilda launin? Á vef Hagstofunnar er reiknivél sem getur hjálpað til við að uppreikna verðlag milli tímabila. Nú þarf að komast að því hverjar upphæðirnar eru í krónum dagsins í dag (núvirði). Tölurnar sem þú hefur fundið þurfa að verða núvirtar á verðlagi ársins 2022. Til þess að fá betri samanburðargrunn þarf að finna verðmætið í krónum eins nálægt deginum í dag og hægt er. Hverju samsvara launin árið 2000–2002 miðað við verðgildi krónunnar 2022? Hvað með launin frá 2013–2016? Endurreiknaðu tölurnar frá þessum tveimur tímabilum miðað við verðgildi 2022 og notaðu reiknivél vísitölu neysluverðs. Hvað finnurðu? 2 Hversu miklu eyddum við? Notaðu útborguðu mánaðarlaunin sem þú fannst fyrir árin 2013–2016 og 2000–2002. Þú berð saman nokkrar af tölunum í töflunni á fyrri síðu til að sjá hversu miklu Íslendingar eyddu árin 2000–2002 og 2013–2016. Notaðu útborguð mánaðarlaun sem þú reiknaðir fyrir árin 2013–2016 annars vegar og árin 2000–2002 hins vegar. Verðlagsreiknivél Hagstofunnar Hver skyldi vera ástæðan fyrir minni útgjöldum til tómstunda og menningar? d
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=