Ég og framtíðin

9. bekkur | 2. HLUTI 85 Hvað eru laun? 1 Laun og tekjur Þegar við tölum um laun og tekjur notum við gjarnan bæði orðin til skiptis og teljum að þau þýði það sama. Engu að síður hafa þau mismunandi merkingu. Laun eru greiðslan sem þú færð þegar þú hefur unnið vinnu samkvæmt ráðningarsamningi. Þetta er oft tengt þeim tíma sem þú hefur verið í vinnu (eða því hvernig þú ert ráðin/n). Til dæmis er hægt að fá tímakaup, vikulaun eða mánaðarlaun. Tekjur eru samsettar úr nokkrum mismunandi þáttum. Auk launa eru innifaldar atvinnutekjur, fjármagnstekjur (svo sem vextir og arður) og ýmsar millifærslur (svo sem lífeyrir frá almannatryggingum, barnabætur, sjúkrabætur, atvinnuleysisbætur, húsaleigubætur og félagsleg aðstoð). Laun á Íslandi eru ákvörðuð með miðlægum kjarasamningum milli samtaka atvinnurekenda og samtaka launafólks en ekki með lagasetningu eins og gert er víða erlendis. Í samningum eru tilgreind lágmarkslaun fyrir tiltekið starf með tilliti til lífaldurs og/eða starfsaldurs. Hægt er að semja um betri kjör en þau lágmarkskjör sem kjarasamningur kveður á um. Upplýsingar um laun og kjarasamning, sem unnið er eftir, eiga að koma fram í ráðningarsamningi. Launaseðil á að gefa út við hverja útborgun en hann er kvittun fyrir greiðslu launa og launatengdra gjalda. Launaseðillinn á að sýna sundurliðun unninna vinnutíma og skiptingu í launaliði og frádrætti. Frádráttarliðir eru staðgreiðsla skatta og önnur opinber gjöld, lífeyrissjóðsgjöld, iðgjald til stéttarfélags og annað eftir atvikum. Nettólaun kallast sú upphæð sem greidd er inn á bankareikninginn þinn. Vinnið saman tvö og tvö: Hvaða ný hugtök fundu þið í þessum texta? Finnið útskýringu á þeim orðum sem eru erfið. a

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=