Ég og framtíðin

9. bekkur | 2. HLUTI 83 Að sækja um starf Þegar þú sækir um starf þarftu í flestum tilfellum að fara í gegnum nokkur atriði. Ferilskrá • Í ferilskránni koma fram upplýsingar um menntun og reynslu sem þú hefur aflað þér. Ef þú ert enn í námi þegar sótt er um, læturðu það koma fram. • Ferilskrá þarf að vera eins stutt, skýr og auðskiljanleg og hægt er. Þetta eru fyrstu kynni sem vinnuveitandi fær af þér. Setjir þú inn mynd, þarf hún að eiga við. • Lestu atvinnuauglýsinguna vandlega. Það er ekki víst að öll reynslan sem þú býrð yfir, sé viðeigandi í öllum tilfellum. • Lestu ferilskrána vel yfir og skoðaðu stafsetningu og orðalag. Gott er að fá einhvern annan til að lesa yfir. Atvinnuauglýsing Atvinnuauglýsing inniheldur oftast upplýsingar um fyrirtækið og mikilvæg atriði: • Menntun og hæfnikröfur: Hér koma fram kröfur atvinnurekanda um menntun sem þarf til að sinna starfinu. Þá koma líklega fram upplýsingar um réttindi sem umsækjandi gæti þurft að hafa og kröfur um tungumálakunnáttu. • Persónulegir eiginleikar: Atvinnurekandi setur fram hvaða eiginleikar eru æskilegir í fari umsækjanda, til dæmis góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi o.fl. • Helstu verkefni og ábyrgð: Hér koma fram helstu verkefni sem starfið felur í sér. • Upplýsingar um laun og fleira: Á Íslandi kemur oftast fram að laun séu greidd samkvæmt tilteknum kjarasamningum. • Hagnýtar upplýsingar: Heimilisfang, fjöldi starfa, umsóknarfrestur og þess háttar. Atvinnuumsókn Ferilskráin þín og kynningarbréf er það fyrsta sem vinnuveitandinn sér og því mikilvægt að þessi tvö skjöl veki áhuga og auki möguleika þína til að komast í atvinnuviðtal. Atvinnuumsókn getur verið vegna auglýsingar eða opin umsókn, til dæmis þegar fólk leggur ferilskrá sína og kynningarbréf inn til fyrirtækis og sýnir áhuga á eða sækir um að vinna hjá viðkomandi fyrirtæki. • Kynningarbréfi má skipta í þrjá hluta: inngang, meginmál og niðurlag. • Í kynningarbréfi er tilvalið að gera grein fyrir ástæðu umsóknar, styrkleikum sem þú hefur til að sinna starfinu og öðrum upplýsingum sem ekki koma fram í ferilskrá. Skrifaðu einfaldan, skýran og heiðarlegan texta og hafðu hann í 1. persónu, t.d. Ég hef áhuga á ... • Í kynningarbréfi má einnig útskýra og sýna dæmi um eitthvað af því sem kemur fram í ferilskránni. • Ef þú ert að sækja um mörg störf er mikil- vægt að laga umsóknina að hverri auglýs- ingu þ.e. hverju starfi sem sótt er um. Atvinnuviðtal Hvað er mikilvægt að hafa í huga fyrir atvinnuviðtal? • Líkamstjáning þín hefur mikið að segja um hvernig þú getur haft áhrif á aðra. • Æfðu framkomu þína og viðmót, við þeim aðstæðum sem vænta má að mæti þér í atvinnuviðtali. • Vertu snyrtileg/ur til fara. • Kynntu þér heimasíðu fyrirtækisins og um hvað starfið snýst. • Það er mikilvægt að sýna áhuga og spyrja um starfið og vinnustaðinn. Finndu 2–3 störf á alfred.is sem þú vilt sækja um. Lestu auglýsingarnar vandlega og skrifaðu þína eigin starfsumsókn. Þú getur til dæmis notað sniðmát af síðu Europass. a

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=