Ég og framtíðin

9. bekkur | 1. HLUTI 75 Jafningjaleiðsögn og virk hlustun Í frímínútum og frítíma ert þú oftast með vinum þínum og hlustar á og talar við þá. Notfærðu þér þetta. Vinir og bekkjarfélagar geta hjálpað þér að setja í orð hugsanir og tilfinningar þínar varðandi val á námi í framhaldsskóla. Hjálpartækin eru virk hlustun og jákvæðar spurningar. Að hlusta er annað en að heyra. „Að heyra“ er nokkuð sem þú gerir alltaf en hlustun er einbeitt athöfn sem þú ákveður að framkvæma. Hlustun getur verið á þremur þrepum og hærra þrep veitir sjálfri/um þér, og þeim sem þú hlustar á, meiri hjálp. Það þýðir ekki að mismunandi þrep séu betri eða verri en önnur, þau hafa öll sína kosti. Segðu vini eða bekkjarfélaga frá því sem þú hefur komist að um venjur þínar (sbr. fyrri æfingu). Segðu vini eða bekkjarfélaga frá vangaveltum þínum varðandi val á námi. • Vinnið tvö og tvö saman og ákveðið hver byrjar. • Viðmælandi reynir að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þér að finna fleiri möguleika til að kynnast betur þeim námsleiðum sem vekja áhuga þinn. • Skiptist á að segja frá því sem þið hafið komist að. • Þegar þú segir frá notar viðmælandinn „tæknina“ fyrir virka hlustun og jákvæða athygli, sem var lýst hér að framan. a b Þrep 1 Innri hlustun Þrep 2 Einbeitt hlustun Þrep 3 Óyrt hlustun Þrep 1 – innri hlustun: Þú hlustar mest á sjálfa/n þig og þitt innra samtal. Þú ert miðpunktur athyglinnar, ekki sá sem þú talar við. Þetta er eins og að bíða eftir að viðmælandinn ljúki máli sínu svo þú getir sagt það sem þig langar að segja. Innri hlustun er jákvæð ef þú hugsar um eitthvað sérstakt eða ef þú ætlar að læra eitthvað nýtt upp á eigin spýtur. Þrep 2 – einbeitt hlustun: Þú einbeitir þér að því að hlusta á það sem viðmælandinn segir. Þú veltir fyrir þér sjónarhorni viðkomandi, gildum, óskum og viðhorfum. Með líkamstjáningu þinni sýnirðu að þú hlustar á frásögn viðmælanda. Þrep 3 – óyrt hlustun: Þú hlustar bæði á orðin og eftir hugarástandi og líkamstjáningu viðmælanda. • Þegar þú hlustar á þrepum 2 og 3 geturðu sýnt áhuga með jákvæðri athygli. • Þú notar spurnarorðin hvað, hvernig, hvar, hvenær og hver til að spyrja opinna spurninga. Berðu fram eina spurningu í einu og vertu óhrædd/ur við að bíða aðeins eftir svari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=