9. bekkur | 1. HLUTI 73 Lestu um SÓL – líkanið. Í verkefni 3 notarðu líkanið til að greina venjur þínar. SÓL – líkanið Það getur verið kostur að skoða bæði góðar og slæmar venjur sínar. Mögulega geta nokkrar litlar breytingar gert það að verkum að þú bætir smám saman færni sem þig langar til að efla. Að breyta hugsun um eitthvað getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum í einni eða fleiri námsgreinum sem þér finnst erfiðar. Önnur nálgun á því hvernig þú notar tímann getur skapað rými fyrir aðra hluti. Ekkert af þessu gerist nema þú gefir þér tíma til umhugsunar, bæði ein/n og með samræðum við aðra. Það getur verið gott að læra aðferðir sem geta hjálpað við mismunandi aðstæður. Líkanið sem kallað er SÓL getur hjálpað þér að skoða nánar vandamál sem koma upp í lífi þínu. Líkanið má nota eitt og sér, en best er að nota það með einum eða fleiri félögum sem þú treystir. Þetta líkan samanstendur af þremur skrefum sem má endurtaka þegar síðasta skrefinu er lokið að fullu eða að hluta. Aðferðin getur hjálpað þér að setja markmið og ná þeim. Sömuleiðis getur það hjálpað við að tala bæði um áskoranir og styrkleika. Skrifaðu athugasemdir á SÓL eyðublaðið. 1. stig – Staðan í dag (S): Hér skaltu skoða nánar hvernig staðan er núna varðandi vandann sem þú ætlar að kanna. Þú getur lýst því sem á undan hefur gengið og reyndu að skrifa niður lykilorð eða orðasambönd til að útskýra stöðuna. 2. stig – Óskastaða (Ó): Þegar þú sérð lýsinguna á aðstæðum á 1. stigi skaltu ímynda þér aðrar aðstæður þar sem ástandið er betra og jákvæðara en nú. Óskirnar geta verið raunhæfar en líka algjörlega óraunhæfar. Hikaðu ekki við að hlusta á þínar eigin óskir og langanir á þessu stigi. 3. stig – Leiðir til að ná settu marki (L): Hér þarftu að skoða hvað þú getur gert til að láta óskir þínar rætast og veltu fyrir þér hver getur hjálpað þér að komast nokkur skref áfram. Mestu máli skiptir að þú skuldbindir þig til að vinna að því að uppfylla óskirnar - að þú setjir þér ákveðin markmið og viðmið um hvenær þeim hefur verið náð. Markmiðunum má líka breyta og þú berð ábyrgð á að halda áfram í átt að því marki sem þú hefur sett þér. 2 Geturðu breytt venjum þínum? Ó S L Leiðir til að ná þangað sem þú vilt fara Óskastaða Staðan í dag
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=