Ég og framtíðin

9. bekkur | 1. HLUTI 71 Samskipti Samskipti eru talin mikilvæg við margs konar aðstæður. Í samskiptum við aðra gæti þér verið bent á að þú þurfir að tjá þig betur munnlega, eða fengið spurningu um hvað þú átt við. Stundum getur þér fundist að fólk skilji þig og stundum að þú sért misskilin. Daglega notum við mismunandi miðla til að eiga samskipti við aðra. Það getur verið erfiðara að tjá sig með texta eða skriflega heldur en í samtali. Í margs konar námi og störfum er mikilvægt að þú skiljir það sem fram fer og getir gert þig skiljanlegan. Hvað finnst þér einkenna góð samskipti á milli fólks? Hvað er mikilvægt til að ná fram góðum samskiptum? Hvað er það sem getur gert textasamskipti, til dæmis með skilaboðum í farsíma eða á samfélagsmiðlum, öðruvísi en þegar við tölum saman? Hvar í þínu daglega lífi er mikilvægt að eiga góð samskipti? Eru samskipti þín ólík eftir því hvar þú ert? Eru þau mismunandi eftir því fólki sem þú hittir? a b c d Lestu söguna Þrefalda eimingarprófið. Hver er boðskapur sögunnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=