62 9. bekkur | 1. HLUTI Forvitni Ég er forvitin um heiminn og hef sterka löngun til að upplifa hann. Ég er sveigjanlegur varðandi hluti sem standast ekki væntingar mínar. Ég þoli tvíræðni og heillast af öllum möguleikum. Ég er að leita að nýjum hlutum og leiðist sjaldan. Fróðleiksfýsn Ég elska að læra nýja hluti, hvort sem er í skólastofunni eða fyrir sjálfa mig. Ég kann virkilega að meta skólann, lestur, söfn og aðra staði þar sem ég get lært. Ég er sérfræðingur á sumum sviðum og aðrir kunna að meta þekkingu mína. Dómgreind Ég hugsa og skoða hlutina frá öllum hliðum og dreg ekki ályktanir í fljótheitum. Ég treysti aðeins á haldgóðar sannanir til að taka ákvarðanir og er tilbúinn að breyta afstöðu minni. Ég er mjög góð í að sigta út upplýsingar á hlutlægan og skynsamlegan hátt. Sköpunargleði Ég er góður í að finna nýjar eða nýstárlegar og um leið viðeigandi leiðir til að ná markmiðum mínum. Ég vil helst ekki gera hlutina á venjulegan máta. Félagsgreind Ég er meðvituð um eigin tilfinningar og annarra og hvað það er sem virkar mest hvetjandi Ég tek eftir því hvernig fólk er mismunandi, hvað varðar skopskyn, skapgerð, hvatningu og fyrirætlanir og get brugðist vel við. Ég hef fullt vald yfir tilfinningum mínum og get skilið og stjórnað eigin hegðun. Sjónarhorn Ég sé heiminn á þann hátt sem auðveldar bæði mér og öðrum að skilja hvað er að gerast. Ég er fær um að hjálpa öðrum að leysa vandamál og get verið hlutlaus í afstöðu minni. Ég hef góða skynjun og tilfinningu fyrir því sem er mikilvægt í lífinu. Æðruleysi Ég hræðist ekki að standa frammi fyrir ógnum, áskorunum, sársauka eða erfiðleikum. Ég missi ekki stjórn á mér í hræðsluvekjandi aðstæðum. Ég læt óttann ekki stöðva mig. Ég get staðist löngunina til að flýja og tekst frekar á við erfiðar aðstæður. Þolgæði Ég klára það sem ég byrja á. Ég geri það sem ég segist ætla að gera, stundum meira, aldrei minna. Ég tek að mér erfið verkefni og klára þau. Ég hef jákvætt viðhorf og kvarta lítið. Ég er sveigjanlegur og raunsær án þess að vera fullkomnunarsinni. Heiðarleiki Ég er heiðarleg manneskja og lifi lífinu af sannleika og sanngirni. Ég er jarðbundin og hef skýran tilgang. Ég sýni fyrirætlanir mínar og skuldbindingar gagnvart sjálfum mér og öðrum á einlægan hátt, bæði í orðum og athöfnum. Góðvild Ég er góð og gjafmild við aðra og hef alltaf tíma til að gera öðrum greiða. Ég kann að meta að gera góðverk fyrir aðra, óháð því hversu vel ég þekki fólkið. Athafnir mínar hafa mjög oft hagsmuni annarra að leiðarljósi, jafnvel þó að þær uppfylli ekki endilega mínar eigin óskir og þarfir. Kærleikur Náin trúnaðarsambönd við aðra eru mér mikils virði. Ég ber djúpar og einlægar tilfinningar til annarra og þær eru gagnkvæmar. Hér er um að ræða dýpri tilfinningu en oft er vísað til í rómantískum bíómyndum. Þetta snýst um að hafa mikið og einlægt samband við fólkið í kringum sig. Samvinna Ég er framúrskarandi og traustur sem meðlimur hóps. Ég skila alltaf mínum hluta verksins og legg hart að hópnum til að ná árangri. Ég met og fylgi tilgangi og markmiðum hópsins, jafnvel þó að þau séu ólík mínum eigin. Ég virði þau sem sinna leiðtogastörfum, svo sem kennara og þjálfara.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=