Ég og framtíðin

9. bekkur | 1. HLUTI 55 Hvaða HVLFAS – kóðum skila niðurstöðurnar þínar? Þú reynir að búa til 2–3 bókstafa kóða sem byggir á sexhyrningnum og þeim flokkum sem flest áhugamálin þín virðast falla innan. Skrifaðu kóðann hér: Í sólargeislana skrifar þú niður núverandi áhugamál þín og þau sem þú hefur átt í gegnum tíðina. Þú getur búið til fleiri geisla. Skrifaðu niður. • Áhugamálin þín í dag – nota einn lit fyrir þau • Áhugamál þegar þú varst yngri – veldu annan lit á þau • Áhugasvið sem þér dettur í hug að gætu átt við þig í framtíðinni – veldu þriðja litinn á þau Er eitthvað breytt frá því í 8. bekk? Sjá síðu 18. Vinnið tvö og tvö saman. Skrifaðu niður. • Deilið með hvort öðru áhugamálunum ykkar úr verkefni 1 a. • Ræðið áhugamálin úr verkefni 2. • Eigið þið eitthvað sameiginlegt? Hvað er ólíkt? c a b 2 Sólargeislar Þú getur líka tekið áhugakönnun á Næstaskref.is og skoðað YouTube myndband um mismunandi áhugasvið. áhugamál Áhugasviðin mín Handverkssvið Fólk sem líkar því vel að vinna með höndunum og beita verk- færum, tækjum og tólum. Kann vel við líkamleg störf sem tengjast útiveru, gjarnan í svolítið ævintýralegu umhverfi. Vísindasvið Gaman af að leysa vandamál með vísindalegum aðferðum, reikna og rannsaka. Kunna vel við sjálfstæði í vinnu og störf sem krefjast einbeitingar. Áhugamál eru fjölbreytt, nýjum hugmyndum og reynslu vel tekið. Listasvið Mestur áhugi á störfum sem tengjast sköpun og tjáningu. Uppteknari af tilfinningum, nýjum hugmyndum og sköpun en rökhugsun. Kunna því vel að vinna sjálfstætt og fara óhefðbundnar leiðir. Skipulagssvið Gott skipulag, afmörkuð verkefni og skynsamlegar, hagnýtar lausnir. Gjarnan áreiðanlegt fólk sem vill hafa reglu á hlutunum og vinna undir stjórn annarra eða þar sem farið er eftir skýrum áætlunum. Félagssvið Mestur áhugi á mannlegum samskiptum; að hjálpa öðrum, leiðbeina eða kenna. Samvinna, sameiginleg ábyrgð og sveigjanleiki í samskiptum skiptir miklu máli í starfi. Áhersla á að leysa málin með samræðu. Athafnasvið Fólk upptekið af því að ná fram ákveðnum markmiðum. Vilja vinna með öðrum en hafa mestan áhuga á að stjórna og hafa áhrif, jafnvel taka áhættu og keppa við aðra. Oft fólk í viðskiptum, stjórnmálum eða stjórnunar- störfum. H S V L F A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=