44 9. bekkur | 1. HLUTI Sjálfstal Sjálfstal köllum við samtalið sem við eigum innra með okkur, með neikvæðum og jákvæðum athugasemdum um okkur sjálf. Þetta samtal hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum áskorunum. Jákvætt sjálfstal er lykilþáttur í að takast á við bæði meðbyr og mótlæti. Hér skoðar þú og veltir þessu samtali fyrir þér. Athugaðu hvað þú hefur skrifað um sjálfstal í 8. bekk. Hvað hefur breyst? Hugsaðu um krefjandi aðstæður sem þú hefur lent í, þar sem sjálfstal kom við sögu. Skrifaðu niður hvað gerðist. Var sjálfstalið jákvætt eða neikvætt? Komdu með dæmi. Gerðir þú eitthvað til að breyta hugsunarhætti þínum? Hvað virkaði? Hvað hefðir þú sagt ef vinur þinn eða vinkona væri í þessum aðstæðum? Nefndu fimm atriði sem einkenna þig og þína vinnu í skólanum. Hvað finnst þér hafa breyst á fyrsta ári í unglingadeild? a a b b c d Horfðu á fræðslumynd á ensku um vaxandi hugarfar. Horfðu á myndband á ensku um líkamstjáningu. 1 Jákvætt eða neikvætt sjálfstal? 2 Sjálfstal í skólastofunni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=