Ég og framtíðin

8. bekkur | 2. HLUTI 41 Hvað þykir mikilvægast í vinnunni? Hvað er það sem veitir manni framgang í vinnunni? Í könnun var hópur fólks spurður hvað það teldi líklegast til að bæta stöðu sína í vinnunni. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkrar af niðurstöðunum. • Einstaklingsverkefni: Hvað hugsar þú um þegar þú heyrir orðið „staða“? • Hvernig öðlast þú framgang í starfi? • Samvinnuverkefni: Deildu hugmyndum þínum með bekkjarfélaga. • Hópverkefni: Skrifið á töfluna nokkrar tillögur að því hvað veitir framgang eða stöðu í vinnunni. Notið þau atriði sem útgangspunkt fyrir frekari umræður um hvað veitir framgang á vinnumarkaði. Atriði sem ýta undir framgang í starfi Dreifing svara 1 Sérþekking eða mikil kunnátta á einhverju sviði 55% 2 Hjálpsemi 35% 3 Gott tengslanet 31% 4 Launakjör 31% 5 Heilbrigð samskipti 31% 6 Vera félagslega virk á vinnustaðnum 18% 7 Starfsheiti 17% 8 Hafa unnið lengi á vinnustaðnum 17% 9 Eiga farsælt einkalíf 13% 10 Vera í góðu líkamlegu formi 9% 11 Vera með nýjustu tæki og tækni (farsími, tölvur) 8% 12 Dýr merkjavara; föt, skór og töskur 6% 13 Fylgjast vel með (t.d. tísku og kvikmyndum) 6% 14 Meðvitund um umhverfismál 5% 15 Staðsetning á vinnustað (nálægt yfirmanni, hornherbergi, útsýni o.þ.h.) 4% 16 Eigið útlit 4% 17 Einkasamskipti við stjórnendur eða yfirmann 3% 18 Aðgengi að fyrirtækisbíl 2%

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=